Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015
Guðir, draugar og illir andar
eru lífseigar verur sem skjóta
aftur og aftur upp kollinum
þrátt fyrir að hafa verið barð-
ir niður með alls kyns rökum
undanfarna áratugi.
Í Kína reyndu stjórnvöld í ára-
tugi að draga úr andatrú í landinu.
Þrátt fyrir það heldur almenn-
ingur fast við gamlar hefðir og
andatrú stendur föstum fótum.
Kínverjar gera mikið af því að
hengja upp myndir af guðum og
verndarvættum í og við heim-
kynni sín. Á útidyrahurðum má
sjá myndir af hurðaguðunum og
pappírsmyndir af litlum börnum
eru gjarnan hengdar upp á snúr-
ur eða límdar í glugga í kringum
áramótin sem tákn um nýja árið.
Þegar vorið gengur í garð taka
svo við renningar með orðatil-
tækjum og spakmælum.
Samkvæmt kínverskri þjóðtrú
geta andar og draugar ekki tekið
beygjur eða farið fyrir horn og
verða því alltaf að halda beint
áfram. Til þess að verjast ásókn
illra anda hafa Kínverjar gripið
til þess ráðs að reisa svonefnda
andaveggi. Veggirnir standa yfir-
leitt rétt innan við garðshliðið
eða innganginn í stóra sali. Þeir
eru bæði hærri og breiðari en
inngangurinn og til þess ætl-
aðir að rugla andana í rýminu.
Andaveggir eru algengir um
landið allt, bæði við heimili og
í opinberum byggingum.
Þegar undirritaður var í Kína
vakti það athygli að í þinghúsinu
í Peking, eða Húsi alþýðunnar,
eins og það er nefnt á ríkis-
tungunni, er mikið um andaveggi.
Það var sama inn í hvaða sal var
gengið, alls staðar mætti manni
stór veggur sem sveigja þurfti
fyrir. Þetta er í sjálfu sér ekki
frásagnarvert nema fyrir þær
sakir að opinberlega eru draugar
og andar ekki til í Kína. Ég spurði
leiðsögumanninn hvernig á því
stæði að það væru hindranir fyrir
anda og drauga í sjálfu þinghús-
inu þegar þingið hefði lýst því
yfir að þeir væru ekki til. Svarið
sem ég fékk var að tilvera anda
væri staðreynd sem enginn leyfði
sér að draga í efa, ekki einu sinni
þingfulltrúarnir sjálfir, þrátt fyrir
allar samþykktir þingsins.
Andaheimur Kínverja er
gríðarlega fjölbreyttur og stétta-
skipting mikil, alveg eins og í
mannheimum. Meðal æðri guða
má nefna jaðikeisarann á himn-
um, kónginn í helvíti, drekakon-
ung undirdjúpanna, eldhúsguðinn
og guði útidyrahurðarinnar sem
eru alltaf tveir saman og vernda
heimilið. Auk þess er urmull af
lægra settum vættum sem vernda
fjöll, fossa, borgir, hús og fleira,
ásamt guðum starfsstétta og lista.
Algeng sjón í Suður-Kína eru
myndir af tveimur hraustlegum
stríðsverum á útidyrahurðum
heimila. Myndirnar eru af hurða-
guðum sem vernda heimilið fyrir
illum öndum.
Það er álíka gáfulegt að reyna
að gera kínverskri guðafræði
skil hér eins og að telja sand-
kornin á Skeiðarársandi. Í stað
þess að trúa á einn guð eins og
margir Vesturlandabúar vilja gera
eiga Kínverjar marga guði eða
verndaranda sem hver og einn
hentar við mismunandi tækifæri.
Avalokitesvara er verndari allra
sem eiga um sárt að binda og
Guan er ógnvaldur púka og illra
anda. Hvert þorp og heimili á sinn
persónulega guð.
Forfeðradýrkun er mikil
þannig að andarnir í Kína eru
miklu fleiri en íbúarnir og eru
þeir samkvæmt síðustu talningu
talsvert margir. /VH
Andarnir eru
staðreynd
STEKKUR
UMHVERFISMÁL&LANDBÚNAÐUR Ari Trausti Guðmundsson
Jarðfræðingur og rithöfundur
I Landbúnaður veldur losun gróðurhúsalofttegunda vegna
samgangna, brennslu eldsneytis á
býlum, dýrahalds, ræktunar og við
framleiðslu þeirra vara sem land-
búnaðurinn notar (t.d. vélbúnaðar).
Kolefnissporið er margþætt.
Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda
á Íslandi nam 4.235 þús. tonnum
árið 2006. Hún jókst lítillega fram
til ársins 2010 (4.480 þúsund tonn)
en hefur dregist dálítið saman síðan.
Mikil losun frá gróðurlendi,
einkum framræstu votlendi, er ekki
með í tölunni. Tólf prósent árlegrar
losunar 2006 var frá landbúnaði eða
um 508 þús. tonn koltvíildisígilda.
Af þessari losun stafaði 44% frá hús-
dýrum (metan), 9% vegna geymslu
og meðhöndlunar húsdýraáburðar og
47% vegna losunar úr ræktunarjarð-
vegi. Þess ber að gæta að útstreymi
koltvíildis vegna véla- og tækjanotk-
unar í landbúnaði er ekki innifalin í
þessum tölum. Það felst í tölum sem
gilda um samgöngur en þar er ekkert
að finna um þátt landbúnaðar í losun
við bíla- og vélanotkun.
Heildarlosun koltvíildis í sam-
göngum jókst úr 525 þúsund tonn-
um 1990 í 780 þúsund tonn 2011 og
hefur væntanlega aukist enn síðustu
árin.
Hlutur bænda í þessari tölu er
vafalaust mældur í einhverjum tug-
þúsundum tonna. Milli áranna 1990
og 2011 minnkaði koltvíildislosun
í landbúnaði um tæp 10%, sumpart
vegna færri húsdýra.
II Ekki þarf að fara mörgum orðum um mikilvægi minni
losunar kolefnisgasa í landbúnaði
(einkum koltvíildis og metans).
Þar snýr sumt að húsdýrum og
ræktun en annað að notkun bíla
og landbúnaðarvéla. Þá gildir að
minnka notkun þessara tækja allra
og hyggja að vistvænum orkugjöf-
um.
Raforkuvinnsla er sérkapítuli
því hún er nánast alveg vistvæn.
Vissulega getur heimarafstöð verið
bæði hagkvæm en um litlar, vist-
vænar vatnsaflstöðvar eða vindraf-
stöðvar verður ekki fjallað hér. Engu
að síður er rétt að minna á nýja gerð
rafstöðva.
Þekkt aðferð við að framleiða raf-
orku felst í að láta vökva með lágu
suðumarki sjóða í lokuðu kerfi með
því að nýta varma úr utanaðkom-
andi heitu vatni eða gufu en kæla
svo vökvann á ný. Þetta er stundum
nefnt tvívökvaaðferð. Það er t.d. gert
í Orkuveri 4 í Svartsengi þar sem
nóg er af afgangsgufu, 103°C heitri,
og hægt að láta lífrænan vökva
sjóða við 28°C og mynda gas undir
þrýstingi til að knýja hverfla.
Hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands
er unnið að samvinnuverkefni sem
nýtir slíkan vökva og varma úr volgu
eða heitu vatni til að framleiða raf-
orku með áþekkum hætti, í lokuð-
um kerfum. Svona búnaður getur
hentað allt frá einu heimili til heilla
byggðarlaga.
Varmadælur fást aftur á móti til-
búnar en þær henta fyrst og fremst
til húshitunar og þá þar sem raforku-
verð er hátt.
III Þá að vistvænum orkugjöf-um fyrir bíla og véltæki.
Skipta má óhefðbundnum orku-
gjöfum til sölu í fjöldaframleiddum
ökutækjum í þrjá flokka:
Raforku, tvinnorkugjafa (bens-
ínvél + rafmótor) og fljótandi
brennsluefni. Í síðastnefnda flokkn-
um er um að ræða lífdísil, þjappað
vetni, þjappað metan og alkóhól,
þ.e. venjulegan spíra (etanól) og
tréspíra (metanól). Alkóhóli má
blanda í bensín eða dísilolíu eða
nota það eitt og sér. Lífdísill, vetni
og metan fara beint á tankinn.
Metanbílar (hreinir eða bensín/
metan) eru algengastir í þessum
flokki hér á landi en vetnisbílar
sjaldgæfastir.
Því miður eru þessir kostir ekki
almennt í boði í alls konar sérfram-
leiddum vinnutækjum svo sem
gröfum, dráttarvélum eða vörubíl-
um. Ástæðan er sú að tæknin er
enn í þróun.
Þegar hún er komin svo langt
að hægt er að setja vöru á mark-
að, eins og nú, er henni beint að
almennum kaupendum í von um að
salan nái lágmarki fljótt og vel. Það
hefur einmitt tekist með metanbíla,
tvinnbíla og rafbíla. Um 2.300 bílar
með „öðruvísi“ orkugjöfum eru hér
í notkun (2015) og fjölgar rafbílum
hraðast.
IV Rafbílum er stungið í samband eins og farsíma
og í þeim eru 2–4 rafmótorar og
rafhlöður. Ending hverrar hleðslu
er mismunandi eftir tegundum, frá
því að duga til 50–100 km akstur
upp í 400–600 km. Lágt útihitastig
lækkar aksturvegalengdina. Heima
við tekur nokkrar klukkustundir
að hlaða bílinn en um 30 mín. á
hraðhleðslustöð. Þær eru enn fáar
utan höfuðborgarsvæðsins:
Ein í Reykjanesbæ, ein á Akranesi
og ein á Selfossi. Tvinnbíla má hlaða
á svipaðan hátt en sumir nýta líka
orku sem myndast t.d. við hemla-
notkun.
Ýmist knýr bensínvélin bílinn
eða rafmótor, allt eftir hentugleik-
um sem bíltölvan metur. Til eru bílar
með raftengli og lítilli bensínvél
sem getur hlaðið rafhlöður bílsins
en hann gengur alltaf fyrir rafmagni.
Af bílum með fljótandi orkugjöf-
um eru metanbílar langalgengastir
en dálítið er um bíla, og dráttarvélar
sem brenna heimafengnum lífdísil.
Alkóhól er ekki notað eitt og sér
(en það er hægt) og stutt er síðan
vetnisbílaverkefni lauk hér álandi
með ágætum. Innlent alkóhól (frá
Carbon Recycling) er flutt út en
erlent inn sem íblöndunarefni olíu-
félaganna.
V Hér verður ekki farið í saumana á meiri lífdísilfram-
leiðslu úr fitu, repju og þörungum,
meiri notkun alkóhóls á bíla (úr
innlendri framleiðslu) eða framtíð
vetnisbíla sem Toyota gengst fyrir
að þróa. Þó skal áréttað að í þess-
um efnum getur Ísland orðið nánast
kolefnislaust fyrr eða síðar. Hugum
heldur að landbúnaðinum. Hvað er
þar til ráða? Á næstu allmörgum
árum má telja eftirfarandi kosti
mögulega við að minnka losun í
„véladeildinni“:
• Stytta flutningsleiðir stórra bíla
sem sinna landbúnaðinum.
• Fjölga rafbílum á sveitabæjum
(fólksbílum, jepplingum).
• Fjölga metanbílum og lífdísil-
bílum.
• Vinna að aukinni metan- og
lífdísilframleiðslu, ýmist til
sveita, eða með samvinnu við
fyrirtæki sem sinna þróunar-
starfi og framleiðslu.
• Sækjast eftir íblöndum innlends
alkóhóls á vélar.
• Samnýta vélar og nota sérfræði-
aðstoð við að finna heppilegustu
stærð og vinnugetu dráttarvéla
og annarra dísilknúinna tækja.
• Nota samtök bænda til þess að
setja losunarmarkmið, nokkur
ár í senn.
Vistvænir orkugjafar í landbúnaði – hvert stefnir?− 7. grein
Sláttur við Dyrhólaey. Mynd / HKr.
Rafknúnir bílar verða æ vinsælli þótt orkugeymslan sé enn mikill þröskuldur þegar kemur að dráttarvélum.