Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 62
62 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015
Hvað gerir fátæk sjómannsfjöl-
skylda í litlu sjávarplássi um
aldamótin 1900 þegar húsfreyjan
bugast af geðrænum veikindum?
Leið Skaftfellinganna Steinunnar
Sveinsdóttur og Ólafs Ásgrímssonar
á Djúpavogi lá í sveitina. Vegna
veikinda Steinunnar gat Ólafur
ekki verið daglangt í róðrum og
leitar því í sveitabúskap þar sem
samvistir fjölskyldunnar eru meiri.
Til lengri tíma er þetta þó ekki ráð
sem dugar og innan fárra ára er hafin
barátta bóndans á Randversstöðum
í Breiðdal fyrir því að fá konu sína
vistaða á Kleppi.
Frá þessari einstæðu örlaga-
sögu segir í bókinni Ofríki eftir
Jón Hjartarson sem bókaútgáfan
Sæmundur á Selfossi sendir nú frá
sér.
Vistun á hinum splunkunýja
Kleppspítala er dýr og sveitar-
sjóður þarf að borga. Hér mæt-
ast annars vegar sjónarmið hins
gamla fátæka sveitasamfélags
þar sem reynt er að ala ómaga
samfélagsins með sem minnstum
tilkostnaði og hins vegar nútíma
sjónarmið mannúðar og mann-
réttinda. Ólafur Ásgrímsson er
sannur baráttumaður sem tekur
nei-i sveitarstjórnar ekki sem
endanlegu svari.
Og þrátt fyrir að Ólafur gangi
ekki með fullan sigur af hólmi
er barátta hans merkileg. Hann
veitir yfirvöldum svo harðsnúið
viðnám að þau mega beita öllum
tiltækum lagakrókum til þess að
koma honum undir. Eftir liggja
140 málsskjöl sem lögð eru fyrir
sýslumann Skaftafellssýslu. Það er
fáheyrt fyrir öld síðan að fátækur
alþýðumaður rísi með þessum hætti
upp gegn yfirvöldum.
Óbærilegt heimilisböl
Við grípum hér niður í bók Jóns þar
sem Ólafur Ásgrímsson lýsir búskap
í skugga geðveiki og fátæktar:
Geðveikin var óbærilegt heim-
ilisböl, varla hægt að tala um öll
ósköpin þegar verst lét.
Ég man ekki hvenær fyrst fór að
bera á þessum veikindum hjá henni
Steinunni minni, hún hafði frá því ég
fyrst kynntist henni verið örlynd, en
ekkert sem um var að tala. En fljót-
lega eftir að við fluttum á Djúpavog
fór meir að bera á örlyndistímabil-
um, þau stóðu lengur en áður og hún
átti oftar erfitt með að hafa stjórn á
skapinu og var lengur að jafna sig á
eftir. En eftir að Lára Björg fæddist
fór fyrst alvarlega að taka í hnúkana.
Þá komu löng tímabil þar sem hún
varð alveg albrjáluð og vissi hvorki
hvert hún fór né hvað hún gerði.
Þegar svona stóð á fyrir henni hafði
ég miklar áhyggjur af börnunum,
óttaðist jafnvel að þeim væri ekki
óhætt, sérstaklega ungbarninu Láru,
enda réð hún ekkert við að hugsa um
þau né neitt sem heimilinu viðvék
þegar verst gegndi.
Fyrst í stað, á meðan ég vonaði
að ástandið myndi batna, tók ég mér
frí frá sjómennskunni, dag og dag, til
að vera heima og gæta að hlutunum,
en þegar batinn dróst á langinn og
ástandið jafnvel versnaði þá varð
útséð um að ég gæti stundað sjó-
inn, ég yrði að koma fjölskyldunni
í skjól þar sem ég gæti litið til með
Steinunni og börnunum daglangt.
Eftir nokkra umhugsun tók ég á leigu
hálfa jörðina á Rand vers stöðum í
Breiðdal og þangað fluttum við öll
1904.
Heimilishaldið og búskapurinn
var allt undirlagt af geðveikinni, sem
nú keyrði úr öllu hófi, brjálæðis-
köstin vöruðu orðið marga daga í
senn og sífellt varð styttra á milli
kastanna. Ég komst nánast ekkert
út til að sinna búverkum, sem hvíldu
þá aðallega á yngri börnunum, sem
gerðu eins og þau gátu, angaskinnin,
en réðu auðvitað ekki við nema lítið
af því sem til þurfti.
Það var enga hjálp að fá, nágrann-
arnir óttuðust geð veikina og forðuð-
ust bæinn.
Við þessar kringumstæður gekk
allt úr böndunum, útihúsin grotnuðu
niður og féllu inn í eigin tóft, tún-
garðar hrundu og viðhald allt var í
svo miklum ólestri að á öllu sá. Ég
gerði mér fulla grein fyrir því í hvað
stefndi, en lengst af vonaðist ég eftir
að Steinunni minni myndi batna, svo
hægt væri að snúa hlutunum við.
En það varð bið á því og svo
bættist við hörmung arnar augljós
fjandskapur samfélagsins, sem tók
að agnúast út í okkur á ýmsan máta
og við urðum þess vör að fólk vildi
losna við okkur úr sveitinni. Sveitin
óttaðist Steinunni, óttaðist að hún
myndi brjótast út af heimilinu og
ryðjast inn á bæi og ráðast á fólkið.
Börn voru hrædd til hlýðni á „brjál-
uðu konunni á Randversstöðum“ og
fullorðið fólk hætti sér ekki á milli
bæja eftir að skyggja tók, af hræðslu
við eigin ímyndun.
Þannig hlóðust váboðarnir upp
allt í kringum okk ur og ef ekki brygði
fljótt til betra horfs hlyti að draga til
tíðinda áður en langt um liði.
Út er komin hjá Veröld bókin
Munaðarleysinginn – örlaga-
saga Matthíasar Bergssonar
eftir Sigmund Erni Rúnarsson.
Lífssaga Matthíasar Bergs-
sonar spannar allt frá dvöl á
munaðarleysingjaheimili í
Reykjavík á sjötta áratugnum
til hörkulegrar herþjálfunar fyrir
stríðið í Víetnam og daglegs
lífs í glæpahverfi í miðríkjum
Bandaríkjanna.
Við sögu koma Marlene
Dietrich, Alice Cooper, Axl
Rose, Marlboro-maðurinn,
morðingi Johns Lennon – og
þrír Bandaríkjaforsetar, svo
nokkur séu nefnd.
Í veraldarvolkinu tókst
Matthías á við ótrúlegustu
verkefni en sökk að lokum til
botns í óreglu, niðurlægingu
og eymd. Honum tókst að rífa
sig upp úr ömurleikanum og tók
stefnuna heim til Íslands – þar
sem hann vissi af æskuástinni
sinni.
Sigmundur Ernir Rúnarson
ritar örlagasögu munaðarleys-
ingjans Matthíasar Bergssonar
af innsæi og sagnalist – einhverja
óvenjulegustu ævisögu síðari ára!
Munaðarleysinginn er 268
blaðsíður að lengd. Ólafur Unnar
Kristjánsson hannaði bókarkápuna
og Eyjólfur Jónsson sá um umbrot.
Bókin er prentuð í Odda.
Sigmundur Ernir Rúnarsson
og Matthías Bergsson.
„Mér hefur verið líkt við Forrest Gump“
Í baráttu fyrir að fá að fara á Klepp!
Feðginin Ólafur Ásgrímsson og Rannveig Júlía Ólafsdóttir en í bókinni er m.a.
rakin saga Júlíu sem bjó lengi í Júllukofa við Foss á Síðu.
Höfundurinn Jón Hjartarson.
Á hjara veraldar
Á hjara veraldar Heimildasögur
nefnist bók sem er nýkomin
út hjá Vestfirska forlaginu.
Guðlaugur Gíslason frá
Steinstúni í Strandasýslu tók
saman.
Það var enginn barnaleikur
að búa á afskekktustu jörðum
þessa lands áður og fyrr. Þar voru
Hornstrandir og nágrenni líklega
sér á báti. Eitt var það sem ekki
varð undan vikist, og það var að
flytja lík til greftrunar. Það var
líka þung kvöð sem lá á fólki að
sækja kirkju og taka þátt í helgi-
haldi safnaðarins, en fjarlægðin og
óblíð náttúra bönnuðu.
Meira en tveggja alda gömul
skjöl
Í Þjóðskjalasafni Íslands hafa
nýlega komið í leitirnar meira en
tveggja alda gömul skjöl, sem hafa
legið þar óhreyfð öll þessi ár. Bréfin
greina frá viðskiptum og kærumál-
um á hendur Jóni Árnasyni, bónda
í Skjaldabjarnarvík á Ströndum,
við kirkjunnar þjóna vegna „kirkju-
forsómunar,“ sem prestarnir
nefndu svo, og gengu alla leið til
Skálholtsbiskups.
Grafinn í túni prests án
yfirsöngs
Þar fundust líka bréf frá sama
tíma, vegna eftirmála, sem urðu
útaf greftrun Hallvarðs Hallssonar,
þá húsmanns í Skjaldabjarnarvík,
en hann var grafinn þar í túninu
án vitundar prests og án yfirsöngs.
Þá er einnig sagt frá kærumálum
vegna dráttar sem varð á að koma
líki vinnukonu í Skjaldabjarnarvík
til greftrunar í Árnesi. Svo er farið
um víðan völl.
Guðlaugur Gíslason frá
Steinstúni er einn af þessum gömlu
góðu fræðimönnum sem nú fer
fækkandi.
Vestfirska forlagið hefur áður
gefið út bækurnar Lífvörður
Jörundar hundadagakóngs og
Ævisögu Þórðar Þ. Grunnvíkings
rímnaskálds.
Bækur, tónlist & kvikmyndir