Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 54

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Nú á haustdögum, 30. september sl., varði ég ritgerð mína til meist- araprófs í landfræði við Háskóla Íslands. Ritgerðin ber titilinn „Íslenskur landbúnaður og vel- ferð búfjár: Viðhorf almennings, birtingarmynd hagsmunaaðila og kauphegðun neytenda“. Ég kannaði viðhorf neytenda til íslensks landbúnaðar og velferð búfjár og hvort viðhorfin haldist í hendur við innkaupahegðunina. Leiðbeinendur verkefnisins voru þau Karl Benediktsson, prófessor í land- fræði, og Magnfríður Júlíusdóttir, lektor í landfræði við Háskóla Íslands. Prófdómari var dr. Ólafur Dýrmundsson búfjárfræðingur. Efnistök rannsóknar Meistararannsóknin var unnin með aðferðarfræði eigindlegra rann- sókna, sem mikið eru notaðar í félagsvísindum, og byggir að stofni til á viðtölum við ellefu einstaklinga. Þátttakendurnir áttu það allir sam- eiginlegt að vera virkir í heimilis- haldi og sjá um innkaup og elda- mennsku. Birtingarmynd hagsmunaaðila var einnig greind og þá út frá kynn- ingarefni þeirra til þess að skoða mætti samhengi þeirrar ímyndar sem þar birtist og ímyndar viðmælenda af íslenskum landbúnaði. Þá var þróun í lögum og reglugerðum á Íslandi er varða velferð búfjár skoðuð, ásamt þróun í aðbúnaði búfjár til þess að hægt væri að meta stöðu dýravel- ferðar hér á landi. Í þessari grein verður einungis fjallað um þann hluta niðurstaðn- anna er tengist viðhorfum og kaup- hegðun þátttakendanna á íslenskum búfjárafurðum. Upphafið Það var aldrei vafi á efnisvali lokaritgerðar til meistaragráðu þar sem íslenskur landbúnaður og vel- ferð búfjár er mér afar hugleikið efni. Einnig var óvænt mótspyrna frá einstaklingum innan menntastofnun- ar landbúnaðarins í upphafi verkefn- isins varðandi efnistök og aðferðar- fræði rannsóknarinnar staðfesting á mikilvægi þessarar rannsóknar. Meðbyr og áhugi leiðbeinanda míns við Háskóla Íslands er ástæða þess að rannsókn þessi varð að veruleika. Í grunninn er ég búfræðingur að mennt frá Hólum í Hjaltadal, 1989–1991, tók landbúnaðartækni- fræðipróf frá Dalum Landbrugsskole 2005–2007, BS-gráðu í náttúrufræð- um við Landbúnaðarháskóla Íslands 2007–2010 og nú að síðustu hef ég lokið meistaraprófi í landfræði frá Háskóla Íslands. Ímynd íslensks landbúnaðar Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að neytendur hafi þá ímynd af íslenskum landbúnaði að hann sé hreinn og náttúrulegur og að frelsi og velferð búfjár sé almennt mikil. Íslenskt sauðfé var talið njóta hámarkslífsgæða vegna sumardvalar á heiðum en alifuglar og svín lök- ustu lífsgæðanna vegna inniveru sinnar. Lykilþættir í velferð búfjár var að mati viðmælendanna nægi- legt fóður, gott rými, útivist og gott atlæti. Útivist kúa hafði hér sérstöðu og viðbrögð sumra við því að kúm væri ekki hleypt út á sumrin voru sterk, eða eins og einn viðmælandinn orðaði það, að hleypa þeim ekki út er „mannréttindabrot á kúm“. Viðbrögð yfirvalda við brotum á velferð og réttindum dýra voru talin í ólestri. Kerfið sé óskilvirkt og svíki skepnurnar þegar vandamál komi upp. Viðhorf og veruleikinn Viðhorf viðmælenda til verksmiðju- búskapar, það að ala skepnur innan- dyra, var að við slíkar aðstæður væri skepnum búnar óviðunandi aðstæður en á sama tíma sé þetta nauðsynlegt. Viðmælendurnir töldu að hér á landi væri lítið um slíkan landbúnað nema þá helst í alifugla- og svínaeldi. Að mati þeirra var íslenskur landbún- aður góður eins og í gamla daga þar sem skepnur voru frjálsar eða að minnsta kosti lömbin á sumrin. Viðhorfin til íslensks landbúnaðar voru ekki í samræmi við veruleik- ann í dag, þar sem almenn þekking er einungis á tveimur framleiðslu- greinum af sex. En sauðfjárrækt og mjólkurframleiðsla telja einungis tvær búfjártegundir af þeim sex sem eru ræktaðar til manneldis hér á landi (sjö sé eldi nautgripa aðskil- ið frá mjólkurframleiðslunni). Þessi eldisdýr eru alifuglar (varphænsn og eldisfugl), hross, nautgripir (eldis- naut og mjólkurkýr), sauðfé, svín og minkur (loðfeldur í klæði). Af þessum tegundum eru einungis þrjár búfjártegundir, mjólkurkýr, hross og sauðfé, sem eiga skýlausan rétt á útivist að mati viðmælenda. Hinar fjórar búgreinarnar eru sam- kvæmt skilgreiningu þeirra sjálfra verksmiðjubúskapur. Þarna komast viðmælendur í mótsögn við sjálfan sig og það almenna viðhorf sitt að íslenskur landbúnaður sé góður og þar sé velferð skepna mikil. Kynning hagsmunaaðila Viðhorf viðmælendanna voru í sam- ræmi við þá ímynd sem hagsmuna- aðilar í landbúnaði velja að birta í kynningarefni sínu. Á heimasíðum og í kynningarefni afurðastöðv- anna (mjólkur- og kjötvinnsla) er sterk tenging við íslenska náttúru og hreinleika hennar. Afurðastöðvar á Íslandi velja þann kost að kynna íslenskar búvörur sem hreina nátt- úruafurð. Bændasamtök Íslands kynna aðstæður íslensks búfjár sem góðar, útivist og frelsi sumarsins er sett í öndvegi í kynningarbæklingi samtakanna. Aðaláhersla er lögð á framleiðslu lambakjöts og mjólk- urafurða ásamt hreinleika íslenska búfjárstofnsins, frelsi dýranna og hollustu íslenskra búvara. Þögn ríkir um aðbúnað alifugla, eldis- nauta og svína. Afurðastöðvarnar og BÍ minnast ekki á þessar búgreinar. Neytendum er sýndur þessi búskapur í gegnum tvær búgreinar, sauðfjár- rækt og mjólkurframleiðslu. Velferð íslensks búfjár er því afgreidd í heild með ímynd frelsis lambanna og holl- ustu mjólkurinnar. Það var einungis einn frumfram- leiðandi í alifuglarækt sem skrifar á heimasíðu sinni að alifuglarækt sé tæknivædd búgrein. Þetta sam- rýmdist hugmyndum viðmælendanna um búgreinina. Þrátt fyrir að flestir viðmælendanna tengdu alifugla- og svínarækt við verksmiðjubúskap þá vissu þeir lítið sem ekkert um búfjár- haldið í þessum búskap. Hollusta og mataruppskriftir er það sem mætir neytendum þegar þeir skoða heima- síður framleiðenda í alifugla- og svínaiðnaðinum. Hvað varðaði nauta- kjötsframleiðsluna þá ríkti almennt þögn um aðbúnað þeirra skepna en áhersla var á mjólkurframleiðsluna. Ljóst er að það hvernig hags- munaaðilar velja hvað birtist neyt- endum hefur mikil áhrif á skoðanir viðmælendanna á íslenskum land- búnaði. Bein tenging er á milli þess sem hagsmunaaðilar fræða fólk um og þess sem viðmælendurnir voru best upplýstir um. Það sem er látið ósagt er lítið sem ekkert vitað um. Einnig vissu viðmælendurnir lítið um mismunandi framleiðsluferla, lífrænt, vistvænt og svo hefðbundið. Þeir sem þekktu eitthvað til lífrænnar ræktunar töldu hana mjög kostnaðarsama og dæmi voru um að hún væri talin óþörf á Íslandi þar sem íslenskur landbún- aður væri svo hreinn og náttúrulegur. Hvað varðaði vistvæna framleiðslu vissu fæstir hvað það var, en sögðust vera tilbúnir að versla slíkt væri það hollt og á sama verði og hefðbundið framleidd vara. Hér gætir ruglings hjá viðmælendum á annars vegar hollustu afurða og hins vegar velferð skepn- unnar. Íslenskur landbúnaður og velferð búfjár − Meistararitgerð Önnu Berg Samúelsdóttur: Viðhorf almennings, birtingarmynd hagsmunaaðila og kauphegðun neytenda Anna Berg Samúelsdóttir. Bækur, tónlist & kvikmyndir Út er komin bókin Heimur hestsins, fróðleiksrit fyrir forvitna krakka. Höfundur og myndskreytir bókarinnar er Fredrike Laustroer. Bókin er 60 síðna fallega myndskreytt fræðslurit, þar er hægt að kynnast hestinum og fjölbreyttum hliðum hesta- mennskunnar. Þar er farið yfir sögu hestsins, útlit hans og umhirðu, notkun hans í keppni og leik svo fátt eitt sé nefnt, í máli og myndum. Útgefendur bókarinnar eru Félag hrossabænda og Lands- samband hestamannafélaga. Hulda G. Geirsdóttir er rit- stjóri bókarinnar. „Þegar ég starfaði sem framkvæmdastjóri hjá Félagi hrossabænda frétti ég af Frederike, sem væri búin að vera að vinna drög að myndskreyttri bók fyrir börn. Við mæltum okkur mót og ég var strax mjög hrifin af teikningunum henn- ar sem mér fannst höfða til barna, lítríkar og skemmtilegar. Það hefur lengi vantað fræðsluefni um hest- inn fyrir yngsta fólkið, þau sem eru of ung til að nýta sér hið frábæra kennsluefni Knapamerkjanna, og þarna fannst mér kominn vísir að því. Stjórn Félags hrossabænda tók þá ákvörðun að kaupa útgáfurétt á bókinni hér á Íslandi og samdi við Frederike um að þróa verkefnið lengra og ég tók þá vinnu að mér sem rit- og verkefnisstjóri. Í framhaldinu bauð Félag hrossabænda Landssambandi hestamannafélaga að vera með í að gefa bókina út, sem þeir þáðu. Ég fékk svo Grétu Guðmundsdóttur, hönnuð og hestakonu, í lið með mér til að forma útlit bókarinnar og við unnum áfram að verk- inu í samráði við höfund- inn. Verkefnið óx töluvert í þeirri vinnu og útkoman er semsagt þessi 60 síðna myndskreytta bók sem inni- heldur fjölbreyttan fróðleik um íslenska hestinn,“ segir Hulda. Höfundur bókarinnar, Fredrike Laustroer, er þýsk hestakona. Hún hefur unnið með börnum, við kennslu og listsköpun og sameinar styrkleika sína í bók- inni. Hún er líka ein af aðstand- endum fræðusluvefsins hofafjor.is, en þar er hægt að finna ýmsan fróðleik fyrir börn. Ú t g e f e n d u r n i r , Félag hrossabænda og Landssamband hesta- mannafélaga, sjá um dreifingu bókarinnar. Þegar hefur verið ákveðið að bókin verði send endur- gjaldslaust á börn fædd 2004 og 2005 og eru í hestamannafélögum sem og að bókin verði send á öll skólabókasöfn landsins. Bókin mun standa þeim sem starfa við nýliðun, fræðslu og kynningu á hestinum gegn sanngjörnu verði og er áhugasömum bent á að hafa samband við skrifstofu LH. Einnig mun bókin verða til sölu í hestavöruverslunum. Heimur hestsins, fróðleiksrit fyrir forvitna krakka
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.