Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Á hrútasýningunni sem haldin var 23. október á Hagalandi í Þistilfirði voru dæmdir 30 vetur- gamlir hrútar. Þar landaði eitt elsta fjárræktarbú landsins, á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þre- földum sigri. Bændablaðið greindi frá þessum viðburði í 21. tölublaði, í umfjöll- un um fallegasta forystuhrútinn, en minna var þar getið annarra merki- legra viðburða á sýningunni. Þá var myndahöfundar ranglega getið í þeirri frétt. Myndirnar tók Hildur Stefánsdóttir, sem er verk efnisstjóri Þórshafnardeildar Framhaldsskólans á Laugum, og er hún beðin velvirðingar á þeim mistökum. Til að gefa ögn nánari sýn á þessa merki- legu samkomu sendi Hildur okkur nokkrar myndir til viðbótar frá sýn- ingunni ásamt upplýsingum. Þrír verðlaunahrútar frá einu elsta fjárræktarfélagi landsins Af þeim 30 vetur- gömlu hrútum sem þar voru dæmdir stóðu þrír hrútar frá Gunnarsstöðum efstir. Fremstur þar á meðal jafningja var Skrúður 14-055 sem er undan Prúð 11-896 frá Ytri-Skógum, annar var Tígull 14-058 undan Fjarka 10-150 og þriðji var Mói 14-054 undan Þúfa 10-048. Eigendur og ræktendur þessara hrúta eru Gunnarsstaðir sf. Þess má geta að Fjárræktarfélagið Þistill er elsta starfandi fjárræktar- félag landsins, en það var stofnað 1940. Fallegasti forystu hrúturinn verðlaunaður í fyrsta sinn Fræðasetur um forystufé gaf verð- laun fyrir „Fallegasta forystuhrút Þistilfjarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um slíkan titil hérlendis að við teljum. Sigurvegarinn þar var Hrókur frá Svalbarði sem er undan Flórgoða frá Hafrafellstungu og Forystu-Botnu frá Ytra-Álandi. Ég lét einnig fylgja með mynd af Fjólu Runólfsdóttur við hlið forystuhrút- anna Sigga og Strumps. /HS/HKr. Gunnarsstaðabændur í Þistilfirði gera það gott í ræktun afbragðshrúta: Eitt elsta fjárræktarfélag landsins með þrefaldan sigur Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu. Myndir / Hildur Stefánsdóttir. Forystuhrúturinn Hrókur frá Svalbarði var fyrstur til að hljóta nafnbótina „Fallegasti forystuhrútur Þistilfjarðar“. Fjóla Runólfsdóttir við hlið forystuhrútanna Sigga og Strumps. Matið á hrútunum var gert af vísindalegri nákvæmni þar sem nýjustu tölvu- tækni var beitt. Bændablaðið Kemur næst út 17. desember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.