Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 58

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Mjaltakerfið er líklega það tæki á hverju kúabúi sem er mest notað enda í notkun alla daga ársins og að minnsta kosti tvisvar á dag og stundum oftar. Vegna þessa er mik- ilvægt að hlúa vel að viðhaldi þess. Mjaltakerfið getur haft veruleg áhrif á gæði mjólkurinnar og júgur- heilbrigði en regluleg þjónusta við mjaltakerfið og fyrirbyggjandi viðhald tryggir að kerfið virki alltaf sem best. Það er þó allbreytilegt hve oft þarf að sinna ólíkum hlutum mjaltakerfisins, sumt þarf að gera daglega en annað með lengra millibili. Mest af eðlilegu viðhaldi getur bóndinn sjálfur séð um en annað þarf að fá þjónustuaðila til þess að gera. Meðfylgjandi ráð og leiðbeiningar eru almenn og til við- miðunar þar sem það getur verið tölu- verður munur á uppbyggingu hvers kerfis. Þess vegna passar e.t.v. ekki meðfylgjandi listi fyrir öll mjalta- kerfin en ætti þó að gefa allgóða mynd af þeim atriðum sem er mikilvægast að fylgjast með. Daglega: Að fylgjast með virkni sog- jafnans. Lærðu að þekkja hljóðið frá honum – breyting á því getur hæglega bent til þess að eitthvað sé að. Athuga soghæðina með því að lesa af sogmælinum. Margir bændur hafa með góðum árangri einfaldlega sett límband á mælinn eða sett á hann strik með tússpenna þar sem nálin á að vera – sé slíkur mælir notaður. S k o ð a s l ö n g u r o g s p e n a g ú m m í . Mjólkurgæðaráðgjafar finna, þegar farið er í frumutölu- eða líftöluráðgjafaheimsóknir, ótrúlega oft gallaðar slöngur eða t.d. rifur í spenagúmm- íum. Skoða hvort mjaltakross- ar, endaeiningar (einnig á mjaltaþjónum) og aðrir sýni- legir staðir mjaltakerfisins séu hreinir að innan. Ef þvotta- kerfið virkar ekki sem skyldi, koma útfellingar hratt fram á þessum stöðum og því er oft hægt að koma í veg fyrir líftöluvandamál fljótt og vel. Að athuga hvort spenagúmmí- ið sé vel hreint og ekki fitugt að innan. Hver og einn lærir fljótt á það hvernig spenagúmmíið á að vera viðkomu að innan, t.d. með hreinum fingri. Ef þetta er gert daglega, þá finnst um leið og eitthvað er að. Sé gúmmíið fitugt viðkomu bendir það til þess að þvottakerfið sé ekki í lagi. Að athuga hvort næg olía sé á sogdælunni. Að tryggja að sogskiptarnir virki eins og þeir eiga að virka (á einnig við um mjaltaþjóna). Sérstaklega þarf að gæta að stuttu sogslöngunum, sem oft lenda í hnjaski og geta skemmst. Sé rifa á þessum slöngum kemur það niður á virkni sogskiptisins. Að frátökufatan sé tandur- hrein og sérstaklega þarf að gæta að gúmmíhringnum í lokinu. Þá skiptir höfuð- máli ef sogskiptir er á henni að hann gangi í sama takti og sjálft mjaltakerfið. Það gleymist eiginlega ótrúlega oft að samstilla frátökufötu(r) og mjaltakerfin en frátöku- -fatan er líklega langmikil- vægasta mjaltatækið í fjósinu, enda er það notað á viðkvæm- ustu kýrnar – nýbærur og oft á veikar kýr. Vegna þessa þarf að gefa þessum hluta mjalta- kerfisins sérstakan gaum, bæði viðhaldi og þrifum. Að loftinntök mjaltakross- anna eða spenahylkjanna séu hrein og opin. Að kæling mjólkurinnar sé hröð og að kælitími mjólkur í mjólkurtanki sé stuttur. Að þrífa mjaltakerfið vel utanvert. Þetta er afar mikil- vægt, ekki síst í mjaltaþjóna- fjósum en ég hef tekið eftir því að þeir bændur sem þrífa vel tækin sín eru alla jafnan sneggri að uppgötva vanda- mál í uppsiglingu en aðrir. Að það sé alltaf nægt heitt vatn til ráðstöfunar fyrir þvottakerfið og að þvotta- kerfin noti rétt vatnsmagn. Þegar líftöluvandamál koma upp sýnir reynslan frá dönsk- um búum að flestir bændurn- ir telja að vatnið sé nægilega heitt en mjög oft er það ekki tilfellið. Sé notaður hitari fyrir vatnið þá fellur oft virkni hans með tímanum og hann þarf þá að hreinsa upp. Við upp- haf aðalþvottar ætti hitastig vatnsins að vera 80-85 gráður. Að hreinsiefnin, sem kerfis- þvotturinn notar, séu skömmt- uð í réttu magni miðað við vatnsmagnið. Þetta er sérlega mikilvægt sé skipt um efni þar sem alls ekki er víst að hið nýja efni eigi að skammta með sama styrkleika og það sem áður var notað. Að kerfisþvotturinn sé góður. Þegar þvotturinn fer fram á hann að vera það kraftmikill að mjaltatækin eiga að hrist- ast, og endaeiningin gjarnan líka. Þá ættu mjaltakrossarn- ir að vera brennandi heitir, þegar aðalþvotturinn fer fram. Þetta er gott að athuga með því að leggja hönd ofan á þá, ef þú getur haldið henni auð- veldlega ofan á mjaltakrossi, þá er kerfisþvotturinn vænt- anlega ekki nógu heitur. Að þvotturinn á tankinum (á auðvitað ekki við um „dag- lega“) sé í lagi. Dælubúnaður slitnar að sjálfsögðu og spúl- stútar geta stíflast. Ágætt ráð er að hlusta á þvott öðru hverju með því að leggja eyra að tankinum. Með því móti lærir maður að þekkja hljóðið í þvottinum og sé þrýstingur- inn farinn að falla, áttar maður sig strax á því. Mánaðarlega: Að sogjafninn sé hreinn og geti dregið loft án vandræða. Að reim (ef reim er) sogdæl- unnar sé strekkt og í lagi. Að athuga hvort mjaltakrossarnir séu hreinir að innan. Hálfsárslega: Að allir sogskiptar séu yfir- farnir, hvort gangur þeirra sé réttur og hvort þeir gangi jafnt til beggja hliða. Þegar danskir mjólkurgæðaráðu- nautar framkvæma svoköll- uð ISO próf á mjaltakerfum finnast ótrúlega oft bilaðir sogskiptar, svo það er afar mikilvægt að gera þetta. Að skipta um öll spenagúmmí, einnig í frá- tökufötu(m), í samræmi við leiðbeiningar sölu- aðilanna og að minnsta kosti á sex mánaða fresti. Spenagúmmíin eru eini hluti mjalta-kerfisins sem kemst í snertingu við kúna og slitin spenagúmmí geta hæglega valdið vanda-málum við mjaltir og einnig haft áhrif á júgurheilbrigði. Að skipta um aðra gúmmí- hluta og slöngur eftir þörf- um (þó ekki endilega á hálfs árs fresti). Við finnum allt of oft, í Danmörku, haugslitnar slöngur sem hefði átt að vera búið að skipta út fyrir löngu. Einfalt ráð til þess að fylgj- ast með gæðum slangna, séu þær úr svörtu gúmmíi, er að stinga fingri inn í enda slöngunnar sem liggur niður á mjólkurlögnina. Komi svört slikja á fingurinn, er orðið tímabært að skipta. Að þrífa stofnlögnina fyrir sogið. Þetta er eitthvað sem afar fáir bændur gera eða láta gera en er mikilvægt enda dregst ryk inn í lögnina sem ekki bætir loftflæðið. Almennt mælum við alltaf með því að bæði mjalta- kerfi og mjólkurtankar séu þjónustaðir tvisvar á ári af viðurkenndum aðilum. Snorri Sigurðsson sns@seges.dk Ráðgjafi hjá SEGES P/S Danmörku Öll mjaltakerfi þurfa gott viðhald Utan úr heimi Umhverfismál: Úlfum fjölgar í Póllandi Fyrir fimmtíu árum tóku stjórn- völd í Póllandi ákvörðun um að úlfum í landinu skyldi útrýmt. Þrátt fyrir að aðgerðinni hafi verið hrint í framkvæmd lifðu nokkur dýr útrýminguna af. Úlfarnir hafa nú tekið sér ból- festu í Kampinos-þjóðgarðinum skammt frá Varsjá og í dag eru þeir friðaðir. Endurkoma úlfanna þykir góðs viti og sýna fram á ótrúlega getu villtra dýrastofna til að endur- nýja sig. Starfsmenn þjóðgarðsins urðu varir við fyrsta úlfinn árið 2013 en í dag eru þeir nokkrir og flestir ungdýr. Úlfar í Póllandi í dag eru taldir vera um eitt þúsund. Úlfar eru gríðarlega sjaldgæfir í Vestur-Evrópu og hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu frá 1990. /VH Umhverfismál: Mesta mengunarslys Brasilíu Veggir tveggja uppistöðu- lóna sem geymdu úrgangs- og mengað vatn, sem verður til við vinnslu á málmgrýti í Brasilíu, brustu fyrir skömmu. Vatnið fór út í nærliggjandi ár og er nú komið að ósum þeirra og út í Atlantshaf. Vatnið í lónunum er áætlað að hafi verið 60 milljón rúmlítrar og að minnsta kosti ellefu manns lét- ust þegar vatnsflaumurinn frá þeim æddi yfir þorp sem stóð við rætur þeirra. Auk þess sem heimilum yfir 600 íbúa þar skolaði burt. Kvikasilfur, arsenik og króm Úrgangsvatnið, sem meðal annars inniheldur kvikasilfur, arsenik og króm, er að valda gríðarlegum umhverfisspjöllum og líklega alvarlegasta mengunarslysi í sögu landsins. Vatnið úr lónunum hefur gert drykkjarvatn yfir 300 þúsund manns ódrykkjarhæft. Auk þess sem það hefur haft gríðarleg áhrif á lífríki áa á leið sinni til sjávar. Óafturkræfar skemmdir Uppistöðulónin voru hluti að námu- vinnslu fyrirtækja sem kallast Vale og BHP Billiton. Þrátt fyrir tilraunir til að bjarga fiskum úr ám sem meng- unarvatnið rennur um og flytja þá í hreinar ár hafa slíkar aðgerðir nánast eingöngu verið sýndarmennska og skilað litlum árangri. Skemmdirnar á lífríki ánna eru sagðar óafturkræfar og að líffræði- legur fjölbreytileiki þeirra muni seint eða aldrei verða sá sami. /VH Undur náttúrunnar: Elsti merkti alba - trossinn 64 ára Kvenkyns albatrossi, sem merkt- ur var sem ungi fyrir 64 árum, hefur snúið aftur til varpstöðva sinna ásamt maka og verpt eggj- um á eyju við miðbaug. Talið var að fuglinn, sem ekki hefur sést á varpstöðvunum í nokkur ár, væri dauður og því mikið gleðiefni hjá vaktmönnum svæðisins þegar hann mætti aftur á svæðið fyrir nokkrum dögum, sprækari sem aldrei fyrr. Varpstöðvarnar sem um ræðir eru stærstu varpstöðvar albatrossa í heimunum og á eyju í Kyrrahafi sem tilheyrir Havaí-eyjaklasanum. Albatrossar verpa að jafnaði einu eggi á ári og er útungunartími eggjanna 130 dagar og eru afföll á ungum tíð. Talið er að fuglinn aldni hafi komið upp 36 ungum um ævina en hann var merktur árið 1956. Vænghaf fullvaxinna albatrossa getur náð tveimur metrum og fuglarnir svifið á loft- uppstreymi um loftin blá án þess að blaka vængjum. Talið er að albatrossum hafi fækkað í heim- inum um 70% frá því um miðja síðustu öld. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.