Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 50

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Vinnupróf Smalahundafélags Íslands (SFÍ) og International Sheep Dog Society (ISDS): Besta úttektin innan ISDS að mati Jim Easton Laugardaginn 7. nóvember fóru fram vinnupróf International Sheep Dog Society (ISDS) að Húsatóftum á Skeiðum þar sem félagsmenn Smalahundafélags Íslands (SFÍ) komu saman með hunda sína til þess að fá þá viður- kennda og skráða í ættbók ISDS. ISDS eru alþjóðleg samtök sem eiga sér yfir 100 ára sögu og hafa haldið utan um ræktun Border Collie fjárhunda frá upphafi. Það má segja að vinnuprófin hafi verið lokahnykkurinn í aðildarumsókn SFÍ að samtökunum og markar þessi við- burður raunverulegt upphaf okkar að félagasamtökunum og er stórt framfaraskref fyrir greinina. Fulltrúar frá ISDS Fyrir hönd ISDS mætti Jim Easton stjórnarformaður til landsins og með honum í för var Judith Sheen framkvæmdastjóri, einnig mætti Susanne Moelgaard Kaarsholm, dýralæknir frá Danmörku, til þess að augnskoða alla þá hunda sem komu í vinnuprófið. Jim Easton sá um að dæma hundana í vinnuprófinu ásamt full- trúum sem SFÍ tilnefndi honum til aðstoðar, þá Þorvarð Ingimarsson og Sverri Möller. Vinnuprófið byggðist upp á því að sjá hundana í almennri vinnu við tuttugu kinda hóp án þess að gerð væri krafa um að þeir hefðu hlotið fullkomna tamningu. Þannig var hundurinn dæmdur frekar en eigandinn. Aðeins hundar sem sýndu ótvíræð einkenni Border Collie við vinnu gátu staðist prófið. Alls voru dæmdir 22 hundar frá 14 eigendum sem allir stóðust prófið og munu því allir fá ISDS skrán- ingu. Þarna var komið saman úrval stofnsins í landinu, bæði gamlar og nýrri blóðlínur. Það er óhætt að segja að þetta séu ræktunarhund- ar framtíðarinnar og sumir þeirra hafa að sjálfsögðu sannað sig sem slíkir nú þegar. Eftir vinnuprófið og þegar allir hundar höfðu verið augn- skoðaðir fór fram stutt kynning á Hestakránni að Húsatóftum á starfsemi ISDS, þar sem Judith Sheen framkvæmdastjóri fór yfir sögu og hlutverk félagsins og rakti hvernig stjórnskipulag þess er byggt upp. Einnig kynnti hún fyrir Sverrir Möller, Ytra-Lóni og Maríus Snær Halldórsson, Hallgilsstöðum. Jim Easton, formaður ISDS, Agnar Ólafsson, Tjörn, Sverrir Möller og Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi. Agnar er að sýna tíkina Mjú. Skotta frá Daðastöðum, Þorvarður Ingimarsson, Eyrarlandi, Jim Easton og Elísabet Gunnarsdóttir, Húsavík. Þarna var Elísabet nýbúin að sýna Skottu. Dagbjartur Dagbjartsson, Ingvar Hjálmarsson, Hilmar Sturluson, Agnar Ólafsson, Halldór Vilhjálmsson og Aðalsteinn Aðalsteinsson. Aftari röð: Jón Geir Ólafsson, Trausti Hjálmarsson, Elísabet Gunnarsdóttir, Hilmar Sturluson, Aðalsteinn Aðalsteins- son, Þorvarður Ingimarsson, Judith Sheen, Agnar Ólafsson, Jim Easton, Sverrir Möller, Dagbjartur Dagbjartsson, Susanne Moelgaard Karrsholm og Maríus Snær Halldórsson. Fremri röð: Ingvar Hjálmarsson, Sóley Þrastardóttir - mundsson og Eið Gísla Guðmundsson. Jim og Judith við Geysi. Þau voru afar ánægð með ferðina. Hunda og smala sem og land og þjóð. Dagbjartur Dagbjartsson, Hrísum, Svanur Guðmundsson, Dalsmynni og Sverrir Möller ræða málin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.