Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 67

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 67
Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 201566 Vélabásinn liklegur@internet.is Hjörtur L. Jónsson MMC L200: Nýr og mikið breyttur L 200 frá Mitsubishi Fyrir skömmu kom ég í Heklu og sagði Stefán Sandholt, sölustjóri Mitsubishi-bíla, mér að vænt- anlegur væri nýr pallbíll frá Mitsubishi og bað ég hann endi- lega að láta mig vita þegar hann hefði bíl handa mér til að prófa. Um miðjan nóvember hringdi Stefán í mig og bauð mér að prófa, valið var að fá sjálfskiptan eða beinskiptan. Ég kaus beinskiptan sem Stefán lét setja á aðeins stærri dekk, en naglalaus. Allar breytingar á bílnum gera hann eigulegri Það fyrsta sem ég tók eftir var að búið var að stækka pallinn frá fyrri árgerðum, en nú mælist pallurinn 147x147 lokaður, en með gaflinn opinn er hann 211 cm langur. Góð breyting þar sem á eldri árgerðum var pallurinn of stuttur (ef ég man rétt var hann 17 cm styttri). Hámarks dráttargeta er 3.100 kg. (miðað við að vagn sé með bremsu- búnað). Heildar hleðslugeta bílsins er nálægt 1100 kg (farþegar og á pall). Fjöðrun eins og flestir pallbílar, gormar að framan og fjaðrablöð að aftan. Vélin er 2,4 dísil sem á að vera 181 hestafl. L200 er rúmgóður að innan, ekki skemmir fyrir að vera með bakkmyndavél (ef ég man rétt er þetta fyrsti pallbíllinn sem ég prófa með bakkmyndavél). Speglar á hliðum eru í yfirstærð (næstum eins og á vörubíl), frábærir speglar sem sýna aftur fyrir bílinn meira en ég er vanur. 90 km prufuakstur í vondum aðstæðum Sökum veðurs og akstursskilyrða ók ég bílnum minna en ég hafði hugsað mér. Í innanbæjarakstri er gott að vera á L 200, maður situr hátt og sér yfir flesta bíla. Útsýni úr ökumannssætinu er fínt til allra átta, svo er hann glettilega lipur þrátt fyrir að vera stór og langur. Það eina sem var að trufla mig var að leggja í þröng stæði og snúa bílnum við. Þrátt fyrir að mér hafi fundist bíll- inn vera óþjáll við þröngar aðstæður þá er þvermál beygjuhrings aðeins 5,9 m. Á beinum og breiðum vegi þar sem er hámarkshraði þarf maður aðeins að passa sig að keyra ekki of hratt þar sem maður finnur lítið fyrir hraða bílsins. Þegar ég hélt mig vera á um 90 kílómetra hraða var bíllinn vel yfir þeim hraða í tvígang. Á malarvegi er afturendinn frekar laus í holóttum malarvegum þegar bíllinn er svona tómur, en ég hef fulla trú á að 100 kg aftast á pallinum lagi þetta. Líka getur skipt máli að bíllinn var aðeins keyrður 30 km þegar ég fékk hann, en margir bílar mýkjast eftir 2–300 km. Í prufuakstrinum var skriðstillirinn prófaður sérstaklega Fyrirfram hafði ég ímyndað mér að vél sem á að skila yfir 180 hestöflum mundi mokeyða eldsneyti, en raunin var sú að eftir um 90 km akstur var ég ekki að eyða nema 9,9 lítrum af dísil í blönduðum akstri (uppgefin eyðsla samkvæmt bækl ingi er 7,2 lítrar á hundraðið). Það var þrátt fyrir akstur á mjög vondum vegslóða, hálkuæf- ingar og ýmsar aðrar æfingar sem þurfa mikið eldsneyti. Ég get því ekki verið annað en ánægður með eyðsluna. Besta skriðvörnin Nánast allir nýir fjórhjóladrifnir bílar eru bæði með spólvörn og skriðvörn. Í flestum bílum virkar skriðvörnin þannig að ef bíll fer að renna til í hálku slær bíllinn sjálfkrafa af, en í þessum bíl er það ekki svoleiðis. Ef L 200 byrjar að renna til slær vélin mun minna af en aðrar vélar, þess í stað bremsar bíllinn sjálfkrafa á annað framhjólið til að rétta bílinn af. Við þetta tapar maður mun minni hraða og skapar sjálfum sér minni hættu á heimsókn bíls sem á eftir kemur aftan á afturenda L 200. Fyrir vikið er skriðvörnin í Mitsubishi L 200 að mínu mati sú besta sem ég hef prófað. Millikassinn fær toppeinkunn Einnig prófaði ég á klaka hvernig læsingin í millikassanum virkaði. Eftir að hafa tekið snöggt af stað var stoppað og skoðað fyrir aftan öll hjól. Jöfn spólför fyrir aftan hvert hjól gefa læsingunni toppeinkunn. Góður bíll, en ljósabúnaður ekki að mínu skapi Miðað við verð og getu bílsins tel ég að allar breytingar á bílnum séu vel heppnaðar og bíllinn góður hvort sem fjölskyldubíll eða vinnuþjarkur, en þó er ég ósáttur við ljósabúnaðinn á bílnum þar sem ég vil alltaf hafa öll ljós kveikt þegar bíll er í akstri og vil ekki þurfa að muna að slökkva ljós að lokinni bílferð. Að mínu mati á ekki að vera hægt að aka af stað út í umferð nema með fullan ljósabúnað. Eitthvað virðast sumir einstaklingar misskilja íslensk umferðarlög, en þar er línan skýr: Ljós allan hringinn alltaf í umferð, annars fær maður sekt ef maður er ljóslaus að aftan. Ég er ósáttur við túlkun manna og innflytjenda bíla á að í lagi sé að vera með Evrópusamþykktan ljósabúnað, íslensk lög um ljósabúnað eru eins og þau eru vegna sérstöðu og legu landsins með öryggi vegfarenda að leiðarljósi. Þegar ég skoðaði verðið ætlaði ég ekki að trúa því, en grunnverð á beinskiptum MMC L 200 er frá 6.890.000 fyrir beinskiptan bíl, en sjálfskipti bíllinn kostar 7.390.000. Allar nánari upplýsingar um bílinn má finna á vefsíðunni www.hekla.is. Hæð 1.780 mm Breidd 1.815 mm Lengd 5.260 mm Þyngd 1.875.kg Helstu mál og upplýsingar Mitsubishi L 200. Myndir / HLJ Eftir akstur á blautum malarvegi var bíllinn frekar drullugur. Mæli með stærri brettaköntum til að halda bílnum hreinni. Á hálu plani var skriðvörnin prófuð og fær hún hæstu einkunn. Pallurinn mælist 147x147 lokaður, en lengist í 211 ef hlerinn er niðri. Dekkin undir bílnum voru aðeins stærri en bíllinn kemur á, auðvelt er að breyta bílnum og stækka dekkin. Speglarnir á hliðunum eru stórir og góðir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.