Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 vöxtum er sóttur með öðrum hætti. Þeir starfa í anda þess sem kallað er Riba-Free Economy og Interest-Free Banking. Er þetta samkvæmt svokölluðum íslömskum kapítalisma sem mótaður var á tímabilinu frá níundu til þrett- ándu aldar. Þá var gjaldmiðillin gull- -dínar, en viðskiptin voru aðallega í formi vöruskipta manna á meðal en fóru ekki í gegnum neina banka. Hugmyndin á bak við vaxtalausu bankastofnanir múslima mun fyrst hafa verið lögð fram af Muhammad Uzair árið 1955. Grunnurinn að hug- myndafræði og regluverki fyrstu vaxtalausu íslömsku bankanna var þó ekki lagður fyrr en á fyrstu alþjóðlegu íslömsku fjármálaráð- stefnunni sem haldin var í Mecca árið 1976. Haldið var áfram með málið á annarri slíkri ráðstefnu í London 1977. Forsaga þess máls var þó viðleitni Richards Nixons Bandaríkjaforseta árið 1973 til að baktryggja dollar eftir að hætt var að gulltryggja hann. Nixon lét gera samning við Sádi-Araba um að öll olíuviðskipti færu fram í dollurum og þar með var olían orðin baktryggingarvið- mið dollarans. Þá varð til hug- takið „Petrodollar“. Varð þetta til að styrkja Bandaríkjadollar mjög á alþjóðlega vísu sem skapaði Bandaríkjunum yfirburðastöðu á peningamarkaði. Við stuðning Bandaríkjanna og Evrópuríkja við Ísrael í Yom Kippur- stríðinu 1973 lýstu OPEC-samtök arabískra olíuríkja yfir stöðvun á olíusölu til ríkja sem studdu Ísrael. Þetta kallaði á nauðsyn þess að múslimaríkin stofnuðu sína eigin banka sem lytu þeirra eigin lögmál- um. Islamic Development Bank var stofnaður 1975, síðan hafa íslamskir bankar sprottið upp víða um heim. Fyrsti íslamski viðskiptabankinn á nútíma vísu, „Dubai Islamic Bank“, var svo settur á fót 1979. Árið 1995 voru starfandi 144 íslamskar fjár- málastofnanir víða um heim, þar á meðal 33 ríkisbankar, 40 einka- bankar og 71 fjárfestinga banki. JAK Medlemsbank Vaxtalausir bankar voru þó komn- ir fram á sjónarsviðið miklu fyrr og þá ekki undir neinum trúarformerkjum. Þar má t.d. nefna JAK Medlemsbank í Svíþjóð sem á sér yfir 50 ára sögu. Þar eru allir viðskipta- vinirnir í raun hluthafar og mynda með eigin innlögn peningastofn að sínum lánum og sparnaði um leið. Bankinn sjálfur fær svo þóknun til að standa undir eigin rekstri en ekki mikið meira en það. Hefur þetta verið kallað „réttlátt hagkerfi“ sem ýtir ekki undir verðbólgu. Veruleikinn er fullur af hræsni Á árinu 2009 voru yfir 300 bankar og 250 sameignarsjóðir um allan heim sem störfuðu samkvæmt fögr- um trúarfyrirheitum, eða„sharia compliant finance“. Voru þessir bankar og sjóðir komnir með um 1% af heildarfjármagnseignum heimsins árið 2014, eða um 2 billjónir dollara (2 með 12 núllum) sam- kvæmt tölum Ernst & Young. Í þessum bönk- um er þó aðeins lítið brot af bankainnistæðum múslima, svo hræsnin hvað vaxtatöku varðar er ekki síður iðkuð meðal múslima en kristinna og fylgjendum annarra trúarbragða. Eignir múslima í bönkum sem standa utan sharia-regluverksins hafa vaxið á ógnarhraða samkvæmt Ernst & Young, eða um 17,6% á milli áranna 2009 og 2013. Þá er spáð 19,7% aukningu á þeirri eigna- myndun á ári fram til 2018. Vatíkanið hrifið af íslömsku bönkunum Árið 2009 tók Vatíkanið í Róm upp umræðuna um vaxtalaust hugmynda- form íslömsku bankanna. Sagði Vatíkanið þá að fjármálakerfi sem byggði á slíkum vaxtalausum bönk- um gæti verið lækning fyrir sjúkt fjármálakerfi heimsins. Kaþólska kirkjan hefur alla tíð fordæmt okurlánastarfsemi, en hóf samt á sautjándu öld smám saman að aflétta banni á töku vaxta í lánsviðskiptum. Þar er því líka stutt í hræsnina hvað vextina áhrærir. Vextir ósýnilegt eyðingarafl heimsins Þýski prófessorinn Margit Kennedy, sem m.a. hefur komið hingað til lands, hefur lýst vandanum af töku vaxta mjög vel. Í ritum sínum og fyrirlestrum hefur Margit Kennedy bent á að mikil þversögn sé fólgin í þeirri fullyrðingu að vextir séu nauðsynlegir. Fólk verði að skilja að vextir séu ósýnilegt eyðingarafl heimsins. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu að útilokað sé að halda uppi virku lýðræði um leið og slíkt peningakerfi fái að þrífast. Hún sagði að erfitt væri að skilja slíkan stjarnfræðilegan vöxt peninga sem hefðu engin raun- verðmæti á bak við sig. Sem ýkt dæmi um veldisvöxtinn nefndi hún að ef menn fengju eitt bandarískt sent sem tvöfaldaðist í hverri viku (100% vikuleg ávöxtun), þá stæðu þeir uppi eftir 52 vikur með 45 milljarða dollara. Þetta væri athygl- isvert í ljósi þess að á þessu eina ári hefði í raun ekkert breyst sem réttlætti meinta eignamyndun nema álagning vaxta með veldisútreikn- ingi. Margit segir veldishækkun flækja málin og gera þau torskilin fólki. Það sé ástæðan fyrir því að mönnum hafi liðist að búa til alls konar peningaafleiður, vafninga og gervieignir sem engin raunveruleg verðmæti væru á bakvið. Trúlega er notkun verðtryggingar á neyt- endalán toppurinn á þessu brjálæði. „Þetta er eyðileggingarvél okkar alþjóðlega hagkerfis,“ sagði Margit. Prófmál sem velkst hefur í kerfinu Formlega er málið sem Hæstiréttur fjallaði um 26. nóvember sl., mál Theodórs Magnússonar og Helgu Margrétar Magnúsdóttur númer 243/2015 gegn Íbúðalánasjóði sem Hagsmunasamtökin hafa rekið sem prófmál. Hefur þetta mál verið að velkjast í kerfinu frá síðari hluta árs 2012. Ef þau hefðu unnið málið hefði það mögulega kallað á endur- útreikning allra slíkra lána sem tekin voru eftir 11. janúar árið 2001. Nú er Hæstiréttur með afstöðu sinni mögulega búinn að firra bankana allri ábyrgð og varpa ábyrgðinni yfir á ríkið. Snýst um að upplýsingaskylda laga hafi ekki verið virt Guðmundur Ásgeirsson, sem starfa sem erindreki HH ásamt því að stunda nám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík, tjáði Bændablaðinu fyrir dóminn að málatilbúnaðurinn byggist ekki á lögum um vexti og verðtryggingu sérstaklega, heldur lögum um neytendalán nr. 121 frá árinu 1994. Helstu röksemdirnar voru þær að lánveitendur hafi brotið gegn upplýsingaskyldu þeirra laga með því að veita engar upplýsingar um kostnað við verðtryggingu. Sá kostnaður er einmitt lykilatriði í margfeldisáhrifum í framreikningi slíkra lána þannig að lántakendur hafa enga möguleika haft til að meta hver endanleg stað lánanna yrði. Lagagreinarnar sem um ræðir eru í lögum númer 121/1994. Í 6. grein þeirra laga segir að við gerð lánssamnings skuli lánveitandi gefa neytanda greinargóðar upplýsingar um kostnað við lánið. Þar á meðal höfuðstól, útborgaða fjárhæð, vexti og önnur gjöld, heildarlán- tökukostnað, árlega hlutfallstölu kostnaðar, greiðsluáætlun o.fl. Með verðtryggðum lánum er þetta augljóslega ekki hægt. Það getur ekki einn einasti einstakling- ur á jarðríki vitað hver framvinda verðlags verður til lengri tíma. Því er ekki hægt að upplýsa neytendur á fullnægjandi hátt um lokaniður- stöðu lánsins eins og lögin virðast gera ráð fyrir eins og hér segir: 7. gr. skilgreinir heildar lántöku- kostnað þannig að hann feli í sér allan kostnað af láninu, þar með talda vexti og önnur gjöld sem neytandi skal greiða. 10.–12. gr. skilgreina svo útreikning árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, sem skal endurspegla heildarlántökukostnaðinn reikn- aðan samkvæmt 7. gr. 14. gr. laganna kveður á um þær afleiðingar vanrækslu á upplýs- ingaskyldu, að óheimilt sé að innheimta kostnað sem ekki var upplýst um. „Þegar lánið sem um ræðir var tekið, þá fengu lántakendur engar af þessum upplýsingum, nema í mjög takmörkuðum mæli. Það er að segja, eingöngu höfuðstól og vaxtaprósentu, og áætlaða mánað- arlega greiðslubyrði, án kostnaðar vegna verðbóta. Við teljum því að þar sem þau fengu engar upplýsingar um kostn- að í formi verðbóta, hafi verið óheimilt að innheimta verðbætur.“ Lögin eru alveg skýr − Eru lögin ekki kristaltær og hvers vegna hafa þau þá verið túlkuð eftir hagsmunum banka og fjármálastofn- ana en ekki lántaka? „Okkur þykir lögin alveg skýr hvað þetta varðar, en lánveitendur hafa haldið öðru fram, og eins og búast má við viljað túlka lögin sér í hag,“ segir Guðmundur. − Eru bankar ekki búnir að gera ráð fyrir að tapa þessu máli í sínum efnahagsreikningi? „Allar staðreyndir um það eru kirfilega varðveitt leyndarmál sem þess er vandlega gætt að við fáum engar upplýsingar um. Við vitum þó að þegar lánasöfnin voru flutt frá gömlu bönkunum til þeirra nýju þá voru þau verðmetin á hálfvirði. Það svarar hér um bil til áfallinna verðbóta eins og áður sagði, og við teljum því að svigrúm sé til fyrir þessu. Einnig má benda á að frá hruni er uppsafnaður hagnaður nýju bankanna næstum 450 milljarðar króna. Sú fjárhæð liggur að mestu leyti óráðstöfuð inni á hagnaðar- reikningum bankanna.“ Vilhjálmur Bjarnason, „ekki fjár festir“ og formaður Hagsmuna- samtaka heimilanna tekur undir þetta. „Bankarnir hafa þær upphæðir sem um getur verið að ræða í dóms- málinu sem við erum með fyrir Hæstarétti inn á svokölluðum var- úðarreikningum sem enginn fær að sjá eða heyra af og þeir þurfa ekki einu sinni að gefa upp hagnaðinn af þessum upphæðum sem skipta hundruðum milljarða að mínu mati og komast upp með það. Bankarnir moldgræða Ofurgróði íslensku bankanna í dag er ekki í nokkru samræmi við það sem er að gerast úti í hinum stóra heimi. Í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar eru vextir nálægt núlli og margir bankar hafa farið í þrot og enn fleiri berjast í bökkum. Hér á landi er veruleikinn allt annar. Með ríkjandi ofurvaxtastefnu og verðtryggðum útlánum moldgræða bankarnir. Allt er það á kostnað almennings. Hvað sem þessu einstaka máli líður, þá er það staðreynd sem erfitt er að vefengja, að verðtrygging lána ofan á töku vaxta felur í sér gríðarlega áhættu fyrir lántakend- ur og gegndarlausa eignaupptöku. Hvernig stjórnmálamenn geta stað- ið keikir álengdar, yppt öxlum og látið sem ekkert sé, er óskiljanlegt öllu venjulegu fólki. Fólk spyr sig því eðlilega í hverju tregðan við að breyta þessu kerfi liggi. Allavega virðist ganga afar hægt að pota þessum málum áfram. Uppgangur Pírata í skoðanakönnunum er án efa að einhverju leyti að endurspegla þessar áhyggjur fólks. Fólk hrakið úr landi Þúsundum saman hafa einstaklingar á Íslandi verið gerðir gjaldþrota vegna vaxtagræðgi banka sem eru friðhelgir í skjóli verðtryggingar. Fólk flýði atvinnuleysi og eigna- upptöku í kjölfar efnahagshruns- ins 2008. Nú er ekki atvinnuleysi, en ungt fólk heldur áfram að flýja land. Fólk sem ríkið er búið að kosta gríðarlegum upphæðum til að mennta. Er eitthvert vit í þessu? Stór hluti af vandanum er okurlánastarfsemi bankakerfisins þar sem verðtrygging er enn við lýði og ekkert þak á vöxtum. Því er orðið nær útilokað fyrir ungt fólk á venjulegum launum að koma sér þaki yfir höfuðið. Það hefur held- ur ekki efni á að leigja og sér enga leið út úr ógöngunum. Fólkið er orðið að þrælum bankakerfisins. Með aðgerðaleysi sínu eru íslenskir stjórnmálamenn síðan í raun að segja þessu fólki að því sé fyrir bestu að hypja sig úr landi. Í bíómyndunum er oft sleg- ið upp mynd af hinni ljótu mafíu sem mútar pólitíkusum til hægri og vinstri og helstu valdamönnum í kerfinu til að fá frið. Eigum við virkilega að trúa því að það endur- spegli raunsanna mynd af stöðu fjármálakerfisins á Íslandi og um allan heim? Henry Kissinger, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Faisal konungur Sádi-Arabíu ásamt Richard Nixon Bandaríkjaforseta þegar samkomu- lag var gert 1973 um notkun dollars (petrodollar) í öllum olíuviðskiptum. Eigum við virkilega að trúa því að gamlar mafíubíómyndir endurspegli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.