Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015
Vöruskipti við útlönd fyrstu 10 mánuði 2015:
20,7 milljarða króna halli
Fyrstu tíu mánuði ársins 2015
voru fluttar út vörur fyrir 527
milljarða króna en inn fyrir 547,7
milljarða króna fob. Halli var því
á vöruskiptum við útlönd sem nam
20,7 milljörðum króna, reiknað á
fob verðmæti.
Á sama tíma árið áður voru
vöruskiptin óhagstæð um 3,9
milljarða á gengi hvors árs.
Vöruskiptajöfnuðurinn var því 16,8
milljörðum króna lakari en á sama
tíma árið áður.
Útflutningur
Samkvæmt því sem segir á vef
Hagstofu Íslands var verðmæti
vöruútflutnings fyrstu tíu mánuði
ársins 2015 35,9 milljarðar eða
7,3% hærra, á gengi hvors árs, en á
sama tíma árið áður. Iðnaðarvörur
voru 53,4% alls útflutnings og var
verðmæti þeirra 10,7% hærra en á
sama tíma árið áður, aðallega vegna
útflutnings á áli. Sjávarafurðir voru
42,0% alls vöruútflutnings og var
verðmæti þeirra 7,9% hærra en á
sama tíma árið áður, aðallega vegna
útflutnings á fiskimjöli. Á móti dróst
útflutningur á heilfrystum fiski
saman.
Innflutningur
Fyrstu tíu mánuði ársins 2015 var
verðmæti vöruinnflutnings 52,7
milljörðum eða 10,7% hærra, á gengi
hvors árs, en á sama tíma árið áður,
aðallega vegna hrá- og rekstrarvöru
og flugvéla. Á móti dróst innflutn-
ingur á eldsneyti saman. /VH
Fréttir
Loftslagsráðstefnan í París:
Norðurlöndin leggja áherslu
á endurheimt votlendis
Mýrlendi þekur einungis um 3% af
yfirborði jarðar en geymir í sér um
550 gígatonn af koltvísýringi sem er
meira en allir skógar jarðarinnar.
Fulltrúar Norðurlandanna á lofts-
lagsráðstefnunni í París ætla að vekja
athygli á mikilvægi endurheimtunn-
ar votlendis í heiminum til að draga
úr losun koltvísýrings og hlýnunar
jarðar.
Þar sem votlendi getur bundið í sér
mikið magn koltvísýrings er endur-
heimt þess talin ein allra hagkvæm-
asta leiðin sem fyrir liggur til að binda
hann og draga þannig úr hækkandi
lofthita á jörðinni.
Framræsla mýra í heimin-
um hefur losað gríðarlegt magn
á koltvísýringi og öðrum gróður-
húsalofttegundum út í andrúms-
loftið undanfarna áratugi. Talið er
að búið sé að ræsa fram um 45%
af öllu votlendi á Norðurlöndunum
og í Eystrasaltslöndunum, 60% af
öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu
votlendi jarðar.
Umhverfisráðherrar Norður-
landanna ætla að leggja sameigin-
lega fram yfirlýsingu á loftslagsráð-
stefnunni í París þar sem þeir leggja
áherslu á mikilvægi votlendisins og
endurheimt þess. /VH
Höskuldur Jónsson var valinn
Íþróttamaður Léttis árið 2015
í hófi sem haldið var nýverið.
Fanndís Viðarsdóttir var knapi
ársins í ungmennaflokki fjórða
árið í röð.
Auk Höskuldar voru tilnefnd-
ir þeir Baldvin Ari Guðlaugsson,
Guðmundur Karl Tryggvason og
Viðar Bragason. Allt kunnir knapar
innan Léttis.
„Svo skemmtilega vill til að þrír
þessara kappa urðu 50 ára á árinu,
svo segja má að þetta hafi verið ár
aldraðra,“ sagði Sigfús Helgason og
sló á létta strengi í ræðu sem hann
hélt af þessu tilefni. Höskuldur
verður fulltrúi Léttis í kjöri á
Íþróttamanni Akureyrar í janúar
næstkomandi.
Gott ræktunarstarf á
Sámsstaðabúinu
Höskuldur fór mikinn á árinu sem
er að líða og að líkindum hefur þetta
verið eitt hans besta ár á ferlinum.
Nánast öll hross komu úr ræktun
hans og Elfu Ágústsdóttur, eigin-
konu hans, en þau rækta hross undir
nafni Sámsstaðabúsins, þar sem gott
ræktunarstarf er unnið.
Fanndís valin í fjórða sinn
Fanndís Viðarsdóttir var valin knapi
ársins í ungmennaflokki, fjórða árið
í röð, en hún færist nú í fullorðins-
flokk. Fram kom hjá Sigfúsi að
ungmennaflokkur Léttis væri skip-
aður glæsilegum fulltrúum og væru
menn afar stoltir af því unga fólki
sem stundaði hestamennsku undir
merkjum Léttis. Glæsileiki þeirra
væri besti vitnisburðurinn um gott
starf og Léttismenn gætu sannarlega
borið höfuðið hátt þegar unga fólk-
ið kæmi fram. Auk Fanndísar voru
þau Ólafur Goran Ólafsson og Þóra
Höskuldsdóttir einnig tilnefnd.
Ferill Fanndísar hefur verið
glæsilegur, en hún var á dögunum
tilnefnd í kjöri í ungmennaflokki
Landssambands hestamanna. Hún
hefur ákveðið að nema hestafræði
við Hólaskóla.
Úrvalsfólk innan Léttis
Sigfús nefndi að það ár sem senn
er á enda hefði verið viðburðar-
ríkt, m.a. hefðu Léttismenn verið
fyrirferðarmiklir á Fjórðungsmóti
á Iðavöllum á Héraði á liðnu sumri
og eins hefði Unglingalandsmót
UMFÍ verið haldið á Akureyri og
tekist sérlega vel.
Mótshald er stór þáttur í starfi
hestamanna, það útheimtir mik-
inn mannskap og sagði Sigfús það
gleðilegt að Léttismenn hefðu á að
skipa úrvalshópi fólks sem hefði
brennandi áhuga og vilja til góðra
verka þegar að mótshaldi kemur.
Hann sagði Léttismenn metnað-
arfulla og vel hefði tekist til með
allt mótshald, keppni og sýningar
á liðnum árum. Heimsóknir til
Léttismanna væru iðulega lofaðar í
hástert og yljaði það um hjartarætur
og hvatti til dáða.
Gáfu girðingar
Sigfús gat þess að þau Guðmundur
og Helga, kennd við Bautann, hefðu
af miklum rausnarskap ákveðið að
gefa félaginu girðingar sem settar
verða upp þegar mót eru haldin í
reiðhöll Léttis, en þær eru væntan-
legar innan skamms. /MÞÞ
Hestamannafélagið Léttir á Akureyri:
Höskuldur Jónsson var valinn
Íþróttamaður Léttis árið 2015
− Höskuldur og Fanndís knapar ársins
Höskuldur Jónsson, Íþróttamaður Léttis 2015, með Elfu Ágústsdóttur, konu sinni. Myndir / MÞÞ
Knapar ársins hjá Hestamannafélaginu Létti, Fanndís Viðarsdóttir sem
valin var fjórða árið í röð, og Höskuldur Jónsson.
Talið er að búið sé að ræsa fram um 45% af öllu votlendi á Norðurlöndun-
um og í Eystrasaltslöndunum, 60% af öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu
votlendi jarðar.
Landgræðsla ríkisins auglýsir hér
með eftir umsóknum um styrki úr
Landbótasjóði Landgræðslunnar.
Sjóðurinn úthlutar árlega til
margvíslegra landbótaverkefna
til bænda, sveitarfélaga, félaga-
samtaka og annarra umráðahafa
lands.
Við ákvörðun um styrkveitingar
er meðal annars lögð áhersla á
stöðvun hraðfara jarðvegsrofs og
gróðureyðingar. endurheimt gróð-
urs, jarðvegs og votlendis og að
landnýting verði sjálfbær.
Við mat á umsóknum er enn-
fremur tekið tillit til þess hvort
gerð hafi verið landgræðslu- og
landnýtingaráætlun til að minnsta
kosti þriggja ára fyrir það svæði sem
ætlunin er að vinna með.
Sérstök athygli er vakin á
að sjóðurinn styrkir aðgerðir til
endurheimtar votlendis og land
friðað fyrir beit nýtur að öðru jöfnu
forgangs við ákvörðun um styrk-
veitingar
Styrkur til einstakra verkefna
getur að hámarki numið 2/3 af
áætluðum kostnaði þess að mati
Landgræðslunnar. Landgræðslan
veitir ráðgjöf við framkvæmd þeirra
verkefna sem sjóðurinn styrkir og
hefur jafnframt eftirlit með fram-
vindu þeirra og metur árangur.
Umsóknareyðublöð og úthlutun-
arreglur sjóðsins eru á heimasíðu
Landgræðslunnar, www.land.is.
Einnig er hægt að nálgast gögnin
og fá nánari upplýsingar á hér-
aðssetrum Landgræðslunnar og
á skrifstofu Landgræðslunnar í
Gunnarsholti. Umsóknarfrestur er
til 22. desember næstkomandi og
umsóknir skal senda á netfangið
land@land.is eða til Landgræðslu
ríkisins, Gunnarsholti, 851 Hella.
Opið fyrir umsóknir:
Landbótasjóður Land-
græðslunnar árið 2016