Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Umræðan um verðtryggingu neytendalána á Íslandi er stórundarlegt mál svo ekki sé meira sagt. Hefur verðtrygging lána verið höndluð í kerfinu eins og heit kartafla sem enginn vill snerta eða bera ábyrgð á. Loforð stjórnmálamanna um að gera á þessu bragarbót virðast ætla að gufa upp hvert af öðru. Á meðan halda bankar og fjármálastofnanir áfram að dæla verðtryggðum afleiðum upp úr vösum almennings í landinu sem hefur enga möguleika á að verja sig. Þegar líða fer að jólunum á því herrans ári 2015 eru pólitíkusar enn að draga lappirnar hvað afnám verðtryggingar á neytendalán áhrærir. Afleiðulán sem eru hönnuð fyrir áhættufjárfesta Fjöldi sérfræðinga, innlendra og erlendra, hafa komið fram á sjón- arsviðið á liðnum árum og lýst því hvernig verðtrygging á neytendalán- um geti aldrei staðist og standist held- ur í raun ekki íslensk lög. Verðtryggð lán séu í eðli sínu gríðarleg áhættulán sem einungis geti verið í boði fyrir áhættufjárfesta sem séu þá meðvitað tilbúnir til að taka alla áhættu af því að vísitala verðlags geti rokið upp hvenær sem er á lánstímanum. Aldrei sé réttlætanlegt að bjóða almennum lántakendum upp á slík viðskipti. Það séu ekkert nema afleiðuviðskipti sem engin leið sé að vita hvaða þýð- ingu hafi á lokaniðurstöðu lánsupp- hæðar. Samt hefur bönkum í skjóli yfirvalda og Hæstaréttar Íslands verið sigað á almenning árum saman með þessi afleiðulán með skelfileg- um afleiðingum. EFTA-dómstóllinn hefur tekið slíkt mál fyrir og segir þessi íslensku neytendalánsviðskipti ekki samræmast tilskipunum og regl- um EES-samningsins. Dómstóll í Danmörku hefur einnig tekið slíkt mál fyrir hvað varðar verðtryggð íslensk námslán og komst að þeirri niðurstöðu að þau væru ólögleg. Hæstiréttur samur við sig Hinn 20. nóvember síðastliðinn var flutt í Hæstarétti Íslands mál sem Hagsmunasamtök heimil- anna (HH) ráku sem prófmál gegn Íbúðalánasjóði. Hafði málinu verið áfrýjað þar sem héraðsdómur dæmdi Íbúðalánasjóði í vil. Snerist það um upplýsingaskyldu lánveitenda um verðtryggingu neytendalána. Um er að ræða stórmál sem gæti skipt gríðarlegu máli varðandi verðtryggð lán á Íslandi í framtíðinni. Búist var við að dómur félli þegar nær dregur jólum, en öllum að óvörum var málið afgreitt af skyndingu í Hæstarétti fimmtu- daginn 26. nóvember síðastliðinn. Virtist ekki talið æskilegt að þessi snögga afgreiðsla málsins kæmist í hámæli, því ekkert var um málið getið í birtri málaskrá Hæstaréttar þann daginn. Niðurstaða Hæstaréttar var ein- föld. Staðfest var niðurstaða hins áfrýjaða dóms og Íbúðalánasjóður þar með sýknaður af því að hafa brugðist upplýsingaskyldu hvað varðar margfeldisáhrif fram- reiknaðs vaxtakostnaðar vegna verðtryggingar á lánstímanum. Hæstaréttardómararnir minnast í dómi sínum á niðurstöðu EFTA- dómstólsins og gefa honum bara langt nef þar sem hann hafi enga lögsögu á Íslandi. Ekki er þó annað hægt að segja en að Hæstiréttur sé samkvæmur sjálfum sér í þessu máli eins og fjölmörgum öðrum af svipuðum toga. Samt má örugglega deila um réttmæti og siðgæði slíkra dóma. Lagt fyrir erlenda dómstóla Framhaldið er að Hagsmuna samtök heimilanna hafa lýst því yfir að farið verði með málið fyrir Evrópska dómstóla og mögulega fyrir mann- réttindadómstól Evrópu. Hæstiréttur rassskelltur trekk í trekk Niðurstöður dómara hins íslenska Hæstaréttar breyta því þó ekki að þeir geti mögulega haft rangt fyrir sér. Erlendir dómstólar hafa þannig margítrekað rassskellt íslenska dómara Hæstaréttar opinberlega fyrir rangar niðurstöður í ýmsum málum. Ágætt er dæmi um þrjú mál sem blaðamenn hafa tapað fyrir Hæstarétti en var snúið við fyrir evrópskum dómstólum. Í þrígang vann Erla Hlynsdóttir t.d. mál gegn íslenska ríkinu fyrir mannréttinda- dómstóli Evrópu og var ríkið dæmt til að greiða henni bætur. Hæstiréttur Íslands getur auðvitað haldið áfram að berja hausum dómara sinna við stein, en það bætir ekkert þeirra óréttlæti. Illa brengluð hagspeki Í hnotskurn snýst málið í raun um þá hugmyndabrenglun hagfræðinga heimsins að hægt sé að reikna sér raunverðmæti af peningum í formi vaxta án þess að nokkur raunverð- mæti komi þar á móti. Vitandi það að peningar eru í sjálfu sér einungis ávísun á einhver raunverðmæti eins og fiskflak, kartöflupoka, hús eða pylsu með öllu. Verðtrygging hleypir þessari vaxtahugmyndafræði síðan í enn meiri ógöngur. Þekktir sérfræðingar hafa sagt að grunnvandi peningakerfis heimsins sé vextir á peninga og veldisvöxtur vaxta sem fjármálakerfi heimsins hafi lifað á. Gallinn liggi í því að á bakvið vexti á fjármagn séu engin raunverðmæti. Því þurfi reglulega að leiðrétta kerfið með færslu á raunverðmætum frá almenningi, sem feli í sér stórfellda eignaupp- töku. Þannig fái þeir sem standa hæst í píramídanum og eiga mikla peninga og innheimta vexti af þeim, upp í hendur stóraukin raunverð- mæti við hverja kollsteypu kerfis- ins. Með öðrum orðum, þeir ríku verða ríkari á kostnað fjöldans. Hið fræga eitt prósent þjóðanna, eignast öll raunverðmætin og eftir stendur snauður almúginn. Slíkt hlýtur síðan að kalla á upplausn þjóðfélaga. Hefur gullið sem Jesú fékk í vöggugjöf vaxið á 2015 árum? Ágætt dæmi um blekkinguna og veldisvöxtinn sem við er að etja má finna á Vísindavef Háskóla Íslands, þó í léttum dúr sé. Þar er spurt: Ef gullið sem vitringarnir gáfu Jesú Kristi hefði verið sett í banka, hversu mikils virði væri það í dag? Rökrétt svar er að ef gullið hafi verið geymt á þann hátt að það rýrnaði ekki að eigin þyngd, þá væri raun- verðmæti þess nákvæm lega það sama og þyngd þess sagði til um þegar Jesús fékk það að gjöf. Hafi Jesús fengið 100 grömm af gulli sem varðveitt hafi verið í bankahólfi, þá væru þau enn 100 grömm í dag, hvorki meira né minna. Það er síðan afstætt hvort verðmat á gulli gagn- vart öðrum raunverðmætum eins og asna eða þorskflaki, hafi breyst á þeim 2015 árum sem liðin eru. Gullið væri samt enn nákvæmlega það sama. Spekingar Vísindavefsins falla hins vegar í þá gryfju að fara að vaxtareikna raunverðmæti gullsins samkvæmt eðli nútíma fjármála- kerfis og meta vaxtahækkanir og vaxtavexti í rúmlega 2000 ár. Þannig komast menn í óendanlegar ógöngur við að reyna að búa til raunverðmætamat á vöxtum allan þennan tíma. Þar segir m.a.: „Uppsafnaðir vextir á 2000 árum verða alltaf mjög háir í hlutfalli við upphaflegu töluna. Upphæð sem liggur á reikningi sem ber fasta (og jákvæða) vexti, hækkar samkvæmt svokölluðum veldisvexti og á 2000 árum skilar það alltaf mikilli hækk- un, nema vextirnir séu hverfandi, það er að segja nálægt núlli. Svo að dæmi sé tekið þá verður ein króna sem ávöxtuð er með 1% vöxtum að 440 milljónum króna á 2000 árum. Ef vextirnir eru 2% verður krónan að um 160 milljónum milljarða króna eða nánar tiltekið 158.614.732.760.369.000 krón- um. Þjóðarframleiðsla Íslendinga er um 800 milljarðar króna á ári svo að þetta er um 200-þúsundföld sú upphæð.“ Þyngjast silfurpeningar Júdasar við vaxtareikning? „Þess má einnig geta að talið er líklegt að silfur pen- ingarnir sem Júdas fékk fyrir svik sín hafi vegið rúm 14 grömm hver. Pening- arnir voru 30 og hafa því vegið samtals rúm 400 grömm. Hefði það magn vaxið um 1% á ári í 2000 ár væri það nú hátt í 200 þúsund tonn. Það er álíka mikið og allur þorskafli Íslendinga árið 2002. Hefði vöxturinn verið 2% á ári væri silfrið nú hátt í 70 þúsund milljarðar tonna. Ef vextirnir hefðu verið 3% væri silfrið orðið þyngra en jörðin öll,“ segir á Vísindavefnum. Botnlaus fáránleiki Þessir útreikningar sýna vel fárán- leikann og þá botnlausu ógöngur sem hagspekin er komin í. Fjórtán gramma silfurpeningur Júdasar getur aldrei orðið í raunverðmæti meira en 14 gramma silfurpeningur, sama hvernig reiknað er. Ekki frekar en að kílógramm af blýi verði þyngra en kílógramm af æðardún. Vextir, svo ekki sé talað um vaxtavexti og verð- tryggða vexti, eru upphaflega ekkert annað en huglæg afurð braskara og tilraun til að búa til raunverðmæti úr engu. Þar er verið að flytja raunverð- mæti frá þeim sem eiga þau, til hinna sem nýta sér peningaeign (ávísanir á raunverðmæti) til að skapa sér tekjur með vaxtatöku. Trúin bannaði töku vaxta Athyglisvert er að bæði kristin kirkja sem byggir á trúna á Jesú og Múhameðstrúin bönnuðu notkun vaxta lengi vel. Einnig er slíkt að finna í búddisma og fleiri trúarbrögð- um. Þegar fyrir þúsundum ára sáu menn nefnilega blekkinguna sem fólst í notkun vaxta og leitt gæti til óstjórnlegs skaða fyrir samfélag manna. Vaxtalausu bankar múslima Fjölmargir bankar í múslimaríkj- um eru í dag opinberlega enn með vaxtalaus viðskipti, en virðisauk- inn sem annars væri fenginn með Vextir og verðtrygging neytendalána heldur íslensku þjóðinni enn í spennitreyju: Martröð sem virðist engan endi ætla að taka Hörður Kristjánsson hk@bondi.is Fréttaskýring
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.