Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 og verð fyrir mjólk til bænda lækk- ar. Verðið hefur hrapað á rúmum sjö mánuðum úr 39 evrusentum á lítra (tæpar 55 krónur), í 28 sent (sem svarar um 39 krónum á lítra).“ Á búi Müllers-feðga eru fram- leiddir 1,6 milljónir lítra af mjólk á ári. Verðlækkunin á mjólkur- framleiðslu búsins á ári nemur því um 176.000 evrum eða sem svar- ar rúmum 24,8 milljónum króna (gengi 13. nóvember). Á sama tíma segir Karsten að framleiðslukostn- aðurinn hafi farið hækkandi. Það eina sem hafi lækkað sé dísilolían. „Þetta er að verða algjört rugl“ „Eina svar okkar við minnkandi tekjum á hvern lítra er að framleiða eins mikið og mögulegt er miðað við þær kýr og mannafla sem við höfum. Ef við höfum pláss fyrir 20 kýr til viðbótar og bætum þeim við, þýðir það lengri tíma í mjaltir á dag sem nemur tvisvar sinnum hálftíma. Það þýðir 365 vinnustundir á ári og við höfum ekki efni á að kaupa til þess starfskraft. Við getum einungis bætt þeirri vinnu á okkur sjálfa svo staðan er orðin alvarleg. Þetta er því að verða algjört rugl. Auðvitað reyna menn samt að berjast, en ein- hvern tíma kemur að þeim punkti að menn gefast upp.“ Stóla á vinnu verktaka Stór hluti skýringarinnar á því að feðgarnir séu enn uppistandandi er að þeir eru lítið að vafstra sjálf- ir við heyskap og maíssáningu og þreskingu. Þá vinnu kaupa þeir af verktökum sem fara milli bæja, en það kostar sitt. Verktakar sjá líka um að koma fóðrinu heim að bæ og ganga frá því í flatgryfjur. Aftur á móti er búið með vélar til jarð- ræktar, áburðardreifingar og úðunar á skordýraeitri og illgresiseyði sem þykir mjög mikilvægt. Með eigin vatnsveitu Til þess að geta lifað af þá ákváðu Müllers-feðgar að gera hlutina öðruvísi og reyna að skjóta fleiri stoðum undir reksturinn. Að öðrum kosti hefði búið farið á hausinn. Búið er með eigin vatnsveitu sem fæst úr 70 metra borholu. Björguðu rekstrinum með gas- og raforkuframleiðslu Farið var út í að framleiða metan- gas úr kúaskít, kúahlandi og maís. Með því að nýta síðan gasið til raforkuframleiðslu tekst þeim að halda gangandi rekstrinum þrátt fyrir sífellt verri afkomu af mjólk- urframleiðslunni. Er svo komið að gasverkefnið er að skila búinu yfir 50% af tekjum þess. Er þetta gert í samvinnu við aðra bændur í nágrenninu undir nafninu Bio Energie Schwabendorf GmbH Co. KG. Segir Karsten að í þess- um félagsskap séu þeir feðgar, sem eiga meirihlutann í fyrirtæk- inu og tveir aðrir bændur. Gasið er síðan hreinsað og nýtt til að knýja breyttar dísilvélar sem snúa tveim 250 kílówatta rafölum, eða sam- tals 500 kW. Þær eru í gangi allan sólarhringinn. Einnig voru settar sólarsellur á þakið á fjósinu til að framleiða rafmagn. Rafmagnið sem til fellur er svo að mestu selt inn á raforkukerfi svæðisins. Vegna hitans sem til fellur við keyrslu vélanna fellur til mikið kælivatn. Það er leitt inn í þorpið í næsta nágrenni þar sem það dugar til að kynda 75 íbúðarhús. Nær lyktarlaus lífrænn og köfnunarefnisríkur áburður Hratið sem eftir verður í rotþrónum þegar búið er að vinna gasið er nær lyktarlaust og því engin vandkvæði að nýta það sem áburð. Að auki er það betri áburður en hrein mykja, því rokgjarnt gasið er ekki lengur til staðar til að draga köfnunarefni úr skítnum. Þótt þeir haldi gasframleiðsl- unni áfram og jafnvel auki hana til muna þá þarf ekki allar þessar kýr. Einungis um 30% af rotnunarmass- anum sem myndar gasið í söfnunar- tanknum kemur úr kúaskítnum. Allt hitt er fengið úr maís. Karsten segir að einn stærsti plúsinn við að nýta hratið sem áburð á tún og akra sé hvað nágrannarnir séu ánægðir með að vera lausir við skítalyktina. Öflug ráðgjafarþjónusta Auk feðganna var mættur á svæðið vegna heimsóknar Íslendinganna Uwe Pohlmann, sem er ráðunautur í nautgriparækt. Hann ráðleggur bændum ásamt fjórum öðrum ráðunautum í Hessen varðandi val á kynbótanautum. Einn ráðunautur sinnir þó eingöngu ráðgjöf varðandi gripaeldi til kjötframleiðslu. Uwe segir að ráðunautarnir sinni ráðgjöf í ræktun og sölu á kvígum bæði til innanlandsnota og til útflutnings. Til að auðvelda ráðunautum starfið er haldinn mik- ill gagnabanki sem nær til allrar nautgriparæktar í Þýskalandi. Kýr seldar eftir fyrsta burð og nautkálfar hálfs mánaðar gamlir Af þessu svæði í Þýskalandi er mikið flutt út af lifandi kynbót- argipum, m.a. til Afríku. Frá búi Müllers-feðga er þó engin kýr seld fyrr en hún er búin að eiga kálf. Engar kelfdar kýr eru heldur seldar frá búinu, hvorki til innanlands- nota né til útflutnings. Meðalverð fyrir góða kú á markaði er 1.800 til 2.000 evrur en fyrir bestu kýr getur verðið verið 3.500 evrur. Karsten segist selja alla sína nautkálfa hálfs mánaðar gamla. Fara þeir allir á markað og eru flestir seldir til Hollands. /HKr. Við framleiðslu á metangasinu er einkum notaður maís sem bætt er daglega í gerjunartank ásamt kúamykju. Til að örva gerjun er notuð hlandfor úr fjósinu sem leidd er í söfnunartank sem síðan er miðlað í gerjunartankinn. Gerjunar- Þegar gerjunin er komin í gang myndast 40°C hiti við örvun baktería sem lifa í tanknum og framleiða metangasið sem stígur upp. Því er síðan dælt burt, hreinsað og þjappað í stóra gastanka. Þaðan er það svo leitt inn í rafstöð til að knýja vélar sem framleiða rafmagn. Með framleiðslu á gasi og bruna þess til raforkuframleiðslu stórminnkar bú Müllers -feðganna losun gróðurhúsa- gastegunda út í andrúmsloftið. Eftir 110 daga í gerjunartanki er mykjan og hratið af maísnum orðið snautt af metangasi og eftir stendur áburður sem er um 80% af umfangi þess sem í tankinn fór. Uwe Pohlmann, ráðunautur í naut- griparækt í Hessen í Þýskalandi. Komið hefur í ljós að hálmur reynist mun betur sem undirburður undir kýr en gúmmímottur, sem víða eru notaðar, meðal annars í íslenskum fjósum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.