Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 57

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 57
57Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Lesendabás Vistfræði og sauðfjárbeit Um nokkurt skeið hefur farið fram umræða á síðum Bændablaðsins um stjórnun sauðfjárbeitar í landinu, sérstaklega í kjölfar úrskurðar ítölunefndar og yfir- ítölunefndar um Almenninga. Í umræðunni hefur borið á rang- túlkunum vísindalegrar vistfræði- þekkingar, sem að minni hyggju hafa spillt umræðunni. Vistfræðilegt sam- spil plantna og beitardýra er nokkuð flókið og áhrifin á vistkerfisferla ráð- ast af aðstæðum sem mótast bæði af lífrænum þáttum (öðrum lífverum) og ólífrænum (veðurfar, berggrunnur og jarðvegsgerð). Í þessu greinar- korni er ekki hægt að fara djúpt í þessi fræði, heldur mun ég tæpa á nokkrum mikilvægum atriðum sem varða sauðfjárbeit í þeirri von að hægt sé að færa umræðuna til betri vegar og þannig undirbyggja aðgerð- ir til sjálfbærrar sauðfjárbeitar. Stöðugleiki og fjölbreytni vistkerfa Á sjöunda áratug síðustu aldar komu fram kenningar um mismunandi stöðugleikastig vistkerfa í kjölfar röskunar, og með vaxandi rannsókn- um hafa þessar kenningar þróast enn frekar á síðustu áratugum. Beit stórra dýra geta gegnt hlutverki slíkrar röskunar sem færir vistkerfi lands frá einu stigi til annars eftir beitará- lagi. Stöðugleikastigin mótast einnig af öðrum aðstæðum á hverju svæði s.s. loftslagi, berggrunni og tegund- um beitardýra, en þanþol hvers stigs (hve mikla röskun þarf til að færa það til næsta stigs) ræðst af eiginleikum vistkerfisins, s.s. tegundasamsetn- ingu og fjölbreytni gróðursins og jarðvegsgerð. Til að skýra þetta má nefna tvö andstæð dæmi. Serengeti-sléttan í Austur-Afríku er eitt elsta og fram- leiðnasta beitarvistkerfi heims, sem mótast hefur af beit ótal tegunda grasbíta í tugi árþúsunda. Beitardýrin eru ýmist staðbundin eða flakka eftir árstíðum, en þau halda þessari fram- leiðnu savanna sléttu að mestu skóg- lausri. Heimskautatúndran er norðan skógarmarka og ekki nándar eins framleiðin. Hún ber einungis fáar tegundir stórra grasbíta, en mótast engu að síður af beit nokkuð stórra stofna hreindýra og/eða sauðnauta. Á Svalbarða, þar sem hreindýrin eru staðbundin, minnkar fléttugróður við mikla hreindýrabeit og grös verða meira áberandi. Hvert svæði hefur því ákveðna sérstöðu sem mótar þau stöðugleikastig sem nást við mismikla beit. Almennt séð eykst frumfram- leiðni vistkerfisins við létta beit, þar sem neysla lífmassa plantna (frumframleiðslu vistkerfa) örvar flæði næringarefna um vistkerfið og kemur í veg fyrir að þau bindist í plöntulífmassa og lífrænu efni jarð- vegs. Þung langvarandi beit getur hins vegar ýtt vistkerfinu yfir í næsta stöðugleikastig sem hefur þá minna þanþol en það fyrra. Tegundafjölbreytni er einnig afgerandi fyrir þanþol vistkerfa. Beit stórra dýra tegundafjölbreytni plöntusamfélaga, en alls ekki á línulegan hátt. Almennt séð jafnar létt beit samkeppnisstöðu plantna þannig að fleiri tegundir þrífast í sambýli á sama bletti. Þar að auki eykur smávægilegt rask beitardýra á samfelldri gróðurþekju möguleika á nýliðun plantna. Hins vegar fækkar tegundum við langvarandi og þunga beit vegna þess að plöntutegundir eru bæði mis-lostætar og mis-beit- arþolnar. Við hvaða beitarþunga tegundafjölbreytni verður mest fer eftir framleiðni blettsins og fræregni inn á hann. Plöntusamfélög í landslagi eru misframleiðin og því mismikið beitt, en þung beit jafnar muninn á milli bletta. Þannig minnkar fjölbretyni gróðurs í landslagi við mikla beit. Hugtakið „beitarlandslag“ vísar einmitt til þessa: einsleitt opið lands- lag. Beit villtra beitardýra og búfjár – er munur þar á? Stofnvistfræði beitardýra er mik- ilvægur grunnur að því að skilja mótun beitarvistkerfa. Villtir stofnar stjórnast af þáttum sem hafa áhrif á fæðingar- og dánartíðni á þéttleika- háðan hátt. Það sem takmarkar stofn- stærðina eru ýmsir þéttleikaóháðir þættir eins og fæðuframboð, einkum að vetri í vistkerfum sem einkennast af árstíðasveiflum, sjúkdómar, afrán og samspil við aðra grasbíta. Þessu er öðruvísi farið varðandi búfjárstofna því þar hefur maðurinn hefur skorið á náttúrulega þætti og tekið yfir bæði stjórnun stofnvaxtar og takmörkun stofnstærðar. Búfé er gjarnan fóðrað á vetrum og því er hægt að halda mun stærri stofnum á sumarbeit en ef um villta stofna væri að ræða. Sjúkdómar og sníkjudýr eru meðhöndluð með lyfjum og afræningjum er haldið í skefjum. Maðurinn hefur þar tekið yfir náttúrulega þætti við stofnstjórn. Það er rétt að halda því til haga hér að maðurinn hefur einnig raskað nátt- úrulegri stofnstjórnun og takmörk- un margra villtra beitardýra m.a. með veiðum, eyðingu búsvæða og breytingum á fæðuframboði (ræktun). Búfjárbeit getur vissulega ýtt vist- kerfum frá einu stöðugleikastigi til annars í gegnum sömu ferla og villt beit, en það er einkum tvennt sem gerir beinan samanburð varasaman. Í fyrsta lagi hefur náttúrulegum stjórn- unar- og takmörkunarþáttum beitar- stofnsins verið kippt úr sambandi og því er meiri hætta á að vistkerfin hrynji (gróður- og jarðvegseyðing) ef ekki er fylgt strangri beitarstjórnun. Sérstakrar aðgátar er þörf í eyjavist- kerfum þar sem flóran er hlutfallslega tegundafá eins og tilfellið er hér á landi. Eftir hrun er ekki unnt að ná fyrra stöðugleikastigi með því einu að fjarlægja beit Til eru dæmi um að beit villtra dýra orsaki hrun vistkerfa en í nær öllum tilvikum er þá um að ræða beit- arstofna sem maðurinnn hefur raskað beint eða óbeint. Í öðru lagi eru nær- ingarefni fjarlægð út úr vistkerfunum á formi kjötafurða sem dregur með tímanum úr heildar næringarforða vistkerfa ef þau eru beitt án hvíldar. Skekkt viðmið á Íslandi? Gróður er lifandi auðlind og við sjálbæra nýtingu auðlindarinnar er mikilvægt að meta hve mikla búfjár- beit mismunandi svæði geta borið þar sem horft er til vistkerfisins í heild. Þetta mat og beitarstjórnun þurfa að byggja á traustri vistfræðilegri þekk- ingu, rétt eins og mat á nýtingu fiski- stofna umhverfis landið. Þó viss við- leitni til beitarstjórnunnar hafi verið hér á landi á síðari árum er langt frá því að staðið sé jafn vísindalega að slíku mati og við mat á fiskistofn- um. Gróðurauðlind Íslands hefur verið nýtt til beitar nokkuð samfellt frá landnámi og á þeim tíma hefur gróður tekið miklum breytingum og vistkefin færst yfir á stöðugleikastig með talsvert minna þanþol en við landnám. Þó svo að önnur landnýting hafi einnig átt drjúgan þátt í þessum gróðurbreytingum er ekki hægt að horfa fram hjá þætti beitarinnar. Víða á viðkvæmum svæðum (gosbeltið) og annar staðar þar sem beit hefur verið mjög þung hefur gróðurhulan rofnað og jarðvegur eyðst, þ.e. vistkerfin hafa hrunið. Við þessar aðstæður er hætt við að þau viðmið sem notuð eru við mat á gróðurauðlindinni séu nokkuð skekkt, þ.e. að kerfi á stöð- ugleikastigum með verulega skertu þanþoli séu talin í eðlilegu ástandi. Sauðfé fækkaði á Íslandi frá 800 þúsund fjár þegar stofninn var í sögu- legu hámarki um 1980 niður í um 450 þúsund fjár upp úr 1990, og hefur fjöldinn haldist nokkuð stöðugur síðan. Á sama tíma hefur veðurfar farið hlýnandi og gróður eflst víða þannig að elstu men muna vart aðra eins grósku: víðirunnar og hávaxnar jurtir og blómgun þeirra verða meira áberandi í gróðri og víða nemur birki aftur land á láglendi. Þessi aukna gróska kemur einnig fram í nýbirt- um fjarkönnunargögnum fyrir Ísland sem sýna að gróðurstuðull jókst á árunum 1982–2010 sem höfundar telja að megi rekja m.a. til hlýnun- ar og minnkandi beitar (Raynolds og fleiri 2015). Þetta eru vissulega ánægjulegar niðurstöður, en þær ber að túlka í réttu samhengi. Það nægir ekki að skoða þróun gróðurs eingöngu frá 1980 því gróður var illa farinn víða á landinu löngu fyrir þann tíma. Það er erfitt að sakast við forfeður okkar vegna ofnýtingar gróðurauð- lindarinnar fyrr á tímum, þeir vissu ekki betur. Í dag búum við hins vegar yfir vistfræðilegri þekkingu sem ætti að nýtast til að færa sauðfjárbeit hér á landi til betri vegar. Það er því nöt- urlegt til þess að hugsa að enn í dag sé verið að beita búfé á illa gróið og jafnvel nánast örfoka land. Þar tel ég að til komi einkum tvennt. Annars vegar þau skekktu viðmið um góð beitilönd sem ég nefndi hér að fram- an, og hins vegar úrellt lagaumhverfi sem stendur úrbótum fyrir þrifum. Þetta kristallaðist vel í deilunni um hvort beita ætti Almenninga, þar sem þessi skekktu viðmið og lagakrók- ar um rétt bænda til að nýta land vógu þyngra en vísindalegt mat sér- fræðinga á ástandi vistkerfanna. Sjálfbær sauðfjárbeit Það er áríðandi að búa í haginn fyrir sjálfbærri nýtingu gróðurauðlindar- innar. Það verður best gert með því að byggja hana vistfræðilegri þekk- ingu og markvisri beitarstjórnun í sátt við sauðfjárbændur og með laga- setningu sem gerir það kleift. Við eigum ríka sameiginlega hagsmuni af því að saman fari sjálfbær sauð- fjárbúsakapur og verndun vistkerfa. Lítið en mikilvægt skerf var stigið í þessa átt á nýafstaðinni ráðstefnu Líffræðifélagsins þar sem skipulögð var málsstofa og hringborðsumræður um sauðfjárbeit með aðkomu full- trúa bænda og fræðimanna á ýmsum sviðum. Ég stefni að því að gera grein fyrir þeim umræðum á þessum vettvangi síðar. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, Prófessor í vistfræði við Háskóla Íslands Heimildir: Raynolds, M., Borgþór Magnússon, Sigmar Metúsalemsson & Sigurður H. Magnússon (2015). Warming, Sheep and Volcanoes: Land Cover Changes in Iceland Evident in Satellite NDVI Trends. Remote Sensing, 7(8), 9492–9506. doi:10.3390/ rs70809492 *Miða við 6 mánaða raðgreiðslur á kreditkort Verð frá 198.400.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.