Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 64

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 64
64 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Frá árinu 2000 koma Harpa og Eyfi smám saman inn í búskapinn í Bjarnanesi. Árið 2011 er svo stofnað félags- búið Bjarnanes með þeim Þorsteini (fósturföður Hörpu) og Vilborgu. Býli: Bjarnanes. Staðsett í sveit: Nesjum í Hornafirði, um níu kílómetra vestan við Höfn. Ábúendur: Sigrún Harpa Baldursdóttir og Eyjólfur Kristjónsson, Þorsteinn Sigjónsson og Vilborg Jónsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Harpa og Eyfi eiga 6 börn; Védís Erna, Ellert Máni, Atli Dagur, Kristín Eva, Eyjalín Harpa og Hildur Árdís. Vilborg og Steini eiga einn strák; Jón Snorra. Gæludýr eru hundar, kettir og sex silkihænur.. Stærð jarðar? Var nokkuð stór en hefur minnkað. Gerð bús? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Rúmlega 1000 vetrarfóðraðar kindur og nokkur ótalin hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Árstíðabundnar breytingar á vinnudögum eins og gengur á sauðfjárbúi. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er allt skemmtilegt þegar vel árar, leiðinlegast er að sama skapi ef illa gengur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðu sniði vonandi. Hvaða skoðun hafið þið á félags- málum bænda? Okkur finnst hlutirnir gerast hægt og viljum meiri sýnilegan árangur. Hvernig mun íslenskum land- búnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en verulegra breytinga er þörf fyrir afkomu sauðfjár- bænda sem ekki geta endalaust tekið á sig verðhækkanir á öllum aðföngum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Hreinar afurðir án lyfja og aukaefna. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Hangiálegg, mjólk, smjör, ostur og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Sauðakjöt Úr Kollumúla matreitt að hætti húsmóðurinnar. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar ég mætti í fjárhúsin á aðfangadagsmorgun og það hafði sprungið vatnsleiðsla um nóttina. Þá hefði verið gott að eiga grindahús. Líf og lyst Bærinn okkar Hægelduð nautarif og danskir sykurpúðakossar Það er fleira nautakjöt en lundir og ribeye. Nautarif er ekki matur sem þú setur í sjóðandi vatn held- ur er upplagt að steikja þau við eld eða hægelda í ofni í langan tíma. Nautarif eru ódýr en fáir hafa prófað þau. Nautarif, eins og svínarif, eru vinsæl á veitingastöðum. Fínir staðir eru farnir að setja nautarif á matseðlana hjá sér enda herra- mannsmatur, frábært kjöt með fal- legri fitu. Eins og ribeye eru rif best með mikilli innfitu sem gefur hið góða bragð. Fituna má síðan skera af eftir eldun. Það eru tveir helstu skurðir á nautarifjum, „bak rifbein“ og „stutt rifbein“. Það eru 13 rif á hvorri hlið en hefðbundin stutt rif koma frá rifi 5–8. Og það er besti skurðurinn. Þessum þremur eldunaraðferðum mæli ég með: 1. Grilluð rif eru elduð á grilli í langan tíma með þurrum hita og smá viðarreyk. Það er BBQ-nautakjöt að Texas- stíl. 2. Kóreskt grill (Kalbi). Þegar kjötið er skorið þunnt, mar- ínerað og grillað á mjög heitu grilli eins og þeir gera í Kóreu. 3. Ofnbakað. Svona gera þeir í Frakklandi. Þú færð mjög safaríkt og mjög meyrt kjöt. Frábært soð í sósuna. Við ætlum að taka snúning á ofnbökuðum rifjum. Gljáð ofnbökuð stutt nautarif › 2 x 1,5 kg nautakjöt, stutt rif › Sjávarsalt › Ferskur malaður svartur pipar › Ólífuolía › 2 hvítlauksrif › 2 rauðlaukar Fyrir gljáann › 180 ml tómatsósa › 150 ml kjötsafi (safinn af rifjunum - fita sem er fleytt ofan af) annars vatn og kraftur › 4 msk. Worchestershire-sósa › 1 tsk. enskt sinnep › 4 teskeiðar eplaedik (eða hvítvínsedik) › 4 teskeiðar púðursykur Hitið ofninn í 100°C. Brúnið rifin á pönnu eða grilli. Setjið rif í ofnfast fat, kryddið með salti og pipar. Úðið með ólífuolíu og nuddið kjötið. Það má vera búið að krydda kjötið kvöldið áður og leyfa kryddinu að komast inn í kjötið. Lokið með tvöföldu lagi af álpappír. Eldið í 7 til 8 klukkustundir eða þar til kjötið er eldað í gegn og orðið mjúkt viðkomu. Takið safann og fleytið fituna af, setj- ið í pott. Látið malla í um 2 mínútur. Bætið þá hráefninu í gljáann og látið suðuna koma upp aftur. Minnkið þá hitann og látið malla í 10 mínútur í viðbót eða þar til sósan hefur þykkn- að. Penslið sósuna á rifbeinin svo þau verða fallega húðuð. Setjið rifin í ofninn í 20 til 40 mínútur eða þar til sósan er orðin klístruð. Berið fram með hrásalati og því sem var eftir af ofn-gljáa sósunni og jafnvel rjómalöguðu kartöflumauki. Grænt salat er gott með og ekki síður fyrir samviskuna. Danskir sykurpúðakossar í súkkulaðiskel - Flødeboller Marengs › 1 pakki saltstangir eða kex › 4 msk. smjör, brætt › 2 matskeiðar sykur › 2 matskeiðar púðursykur Síróp › 2 1/2 dl sykur › 3/4 bolli vatn › 1 dl glúkósasíróp eða agavesíróp Skraut › 200 g dökkt súkkulaði › 1/2 msk. matarolía › T.d. sykurskraut, kókosmjöl eða þurrkuð hindber. › 150 g marsípan, að minnsta kosti 50% möndlur. Skerið út marsípan í ½ cm þykkt. Notið kökuskurðarhringi með þver- mál sem er um 4 cm. Bakið við 200 gráður þar til hringirnir verða ljós- brúnir. Bætið gelatíni í kalt vatn. Þeytið eggjahvítu með 2 msk. af sykri þar til hvít froða fer að myndast. Blandið vatni, sykri og glúkósasírópi (eða Agave) í lítinn pott. Látið blönduna eldast í 116 gráður (notið kjöthitamæli). Takið matarlímið úr vatninu og leysið upp í sírópinu. Hellið heitu sírópi yfir eggjahvíturn- ar í þunnri bunu og haldið áfram að þeyta á miklum hraða þar til marengs- ið kólnar. Bætið bragði af eigin vali til dæmis: - 4 tsk. kakóduft - 4 tsk. vanillusykur Setjið í sprautupoka og sprautið ofan á marsípanbotnana. Ekki skemmir að setja fersk ber ofan á botninn en það minkar geymsluþolið (setjið í frysti). Bræðið súkkulaðið, bætið við 1/2 msk. matarolíu og dýfið kossunum í súkkulaðið. Líka hægt að hella yfir á grind með bakka undir sem tekur umfram súkkulaðið. Stráið skrauti yfir að eigin vali, til dæmis rauðum hjörtum, sykurperlum eða kókos. Skoðið stutt myndband á bbl.is þar sem sýnt er hvernig dönsku sykur- púðakossarnir eru gerðir. Matarkrókurinn – Bjarni Gunnar kristinsson MatreiðsluMeistari BjarnanesHengibrú. Illikambur. Kambaklofi. Gljáð ofnbökuð stutt nautarif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.