Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Á handverkstæðinu Ásgarði í Álafosskvosinni verður haldinn veglegur jólamarkaður laugar- daginn 5. desember. Þar gefst fólki kostur á að kaupa vandaða smíðagripi sem smíðaðir eru af mikilli alúð af starfsfólki staðarins. Unnið er úr náttúrulegum efnivið og eingöngu er notaður íslenskur trjáviður. Frá upphafi hafa starfsmenn Ásgarðs lagt áherslu á að hanna og þróa einföld, sterk og skemmtileg leikföng sem eiga sér samsvörun í íslenskum þjóðháttum. Hvort sem um er að ræða sjávarútveg, landbúnað, þjóðsögur eða ævintýri. Eingöngu er unnið með náttúrulegan efnivið. Heimir Þór Tryggva- son er forstöðu maður Ásgarðs. Hann hóf þar störf 1998 en tók við sem forstöðumaður árið 2001. Hann sagði blaða- manni Bændablaðsins að mun farsælla væri að fá upplýsingar um starfsemina hjá Óskari Albertssyni enda með mun meiri reynslu. Óskar hefur starfað í Ásgarði frá stofnun 1993 og er ötull talsmaður vinnustaðarins. Ásgarður Handverkstæði var stofnað 1993 sem sjálfseignarstofnun og hefur starfsleyfi frá velferðarráðu- neyti sem verndaður vinnustaður. Þar starfa um 40 manns, þar af 7 verk- stjórar eða leiðbeinendur. Byggt á hugmyndafræði Rudolfs Steiners Starfsemin í Ásgarði byggist á hug- myndafræði Austurríkismannsins Rudolf Steiner (1861–1925). Hann lærði náttúruvísindi og heimspeki í Vín, en átti erfitt með að sætta sig við efnishyggju náttúruvísindanna sem afneituðu sálarlegum og andlegum þáttum mannsins. Fram að fertugs- aldri þróaði hann kenningar sínar um sambandið milli efnis og anda, og fór eftir það að miðla þeim til annarra. Fræði sín nefndi hann mannspeki (antroposofi). Eftir Steiner liggja 350 bækur. Þar af eru 42 skrifaðar af honum sjálfum, og um 300 eru endurritaðir fyrirlestrar. Waldorf-uppeldisfræðin, sem útbreidd er um allan heim, er frá honum komin, einnig lífræn (lífelfd) ræktun, byggingarlist, hreyfilist og þroskauppeldisfræði (lägepedagogik á sænsku), sem fjallar um uppeldi þroskahamlaðra barna. Fötlun ekki vandamál Hugmyndafræði Steiners felst m.a. í því að ekki er litið á fötlun sem vandamál, heldur sem möguleika og að í hverri manneskju sé heilbrigður kjarni sem hægt sé að vinna með. Þannig er reynt að aðstoða fatlaðan einstakling við að vinna með fötlun sína, til að hæfileikar hans njóti sín sem best. Hefja hvern einasta dag á samsöng starfsmanna Óskar Albertsson tók á móti blaða- manni og kynnti starfsemina. „Hér mæta menn á bilinu hálf níu til níu á morgnana. Síðan er misjafnt hversu lengi fram eftir deginum fólk- ið er. Þá eru sumir fyrir hádegi, aðrir eftir hádegi og sumir allan daginn. Enn aðrir eru svo hér part úr viku. Við byrjum á að koma saman í mat- salnum og syngjum saman eitthvað þjóðlegt og skemmtilegt.“ Hefur það sýnt sig að þetta hjálpar til að anda út áhyggjum hversdagsins og byggja upp glaðvært og afslappað andrúmsloft. Það er sannarlega notalegt að koma í Ásgarð. Þar skín í gegn væntumþykjan og virðingin fyrir öllum sem þar starfa. Óskar sagði að þeir sem eru svo heppnir að fá starfspláss í Ásgarði komi af öllu höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi plássa er takmarkaður og greiða sveitarfélögin hvert fyrir sig með þeim plássum sem þeim er úthlutað. „Starfsemin hefur verið vaxandi og hér er aðallega verið að vinna úr íslenskum við.“ Ásgarður hefur áunnið sér virðingu sem verndaður vinnustaður. Fékk hann m.a. Umhverfisverðlaun Mosfellsbæjar 2014 fyrir að vera umhverfisvænt fyrirtæki sem legg- ur áherslu á endurnýtingu og notkun umhverfisvænna hráefna. „Við höfum einnig fengið Hvatningarverðlaun Fréttablaðsins,“ segir Óskar. Byrjuðu í Lækjarbotnum Fyrstu árin var starfsemin í húsi í Lækjarbotnum, ofan við... − Framhald á bls. 24 Jólamarkaður í handverkstæðinu Ásgarði í Álafosskvosinni 5. desember: Alúð og kærleikur í hverju verki Braggarnir eru í dag miðdepill starfsemi Ás- garðs sem annars er með aðsetur í fyrrum pöbb gegnt gömlu Ála- fossverksmiðjunni. Þar fer öll megin trésmíða- vinnan fram. Í þessum bröggum var búið fram til 2003 þegar Ásgarður keypti húsin undir sína starfsemi. Myndir / HKr. Óskar Albertsson, fyrsti starfsmaður Ásgarðs, í forláta birkistól sem Ger- hard Köning smíðaði. Runólfur Ingi Ólafsson og Bjarnheiður Magnúsdóttir leiðbeinandi,,,,,,,, eða Heiða eins og Runólfur segir að hún sé kölluð. Þarna unnu þau að vefnaði en Runólfur var ekki alveg búinn að ákveða hvort þetta yrði dúkur, púði eða vegglistaverk. Smíðagripirnir eru af ýmsum toga. Sigurður Ragnar Kristjánsson byrjaði í Ásgarði þegar starfsemin hófst 1993.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.