Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Lögbergsbrekkuna. Það svæði til- heyrir Kópavogi. Óskar segir að það verkstæði hafi brunnið í byrjun desember árið 2000. Þá vorum við nýbúin að ljúka við að vinna alla jólaframleiðsluna og hún fuðraði upp ásamt húsinu. „Við létum það ekki stoppa okkur og fengum leigt húsnæði um tíma á meðan við vorum að bíða eftir að byggja nýtt hús í Lækjarbotnum. Leyfi fékkst ekki fyrir nýbyggingu samkvæmt okkar ósk og við fórum því að leita að húsnæði. Þá var verið að selja pöbb í Álafosskvosinni, sem við keyptum og breyttum í vinnuað- stöðu. Síðan ákváðum við að kaupa braggana tvo hér fyrir neðan en þar bjó þá fjölskylda. Við gerðum bragg- ana upp, einangruðum og skiptum um glugga og gólf og hafa þeir reynst okkur mjög vel.“ Í Listasmiðjunni, sem er áföst matsalnum, er fjölbreytnin í fyrir- rúmi. Þar er unnið með ólík hráefni, hvort sem það er úr jurta-, steina- eða dýraríkinu. Óskar sagði að þarna fengi sköp- unargleðin að ráða ríkjum. Þetta væri svo sem engin akkorðsvinna, fremur væri miðað við hvað hver og einn hefði þrek til að gera. Svo væru dagarnir oft brotnir upp með því að fara eitthvað, eins og í fjöruferðir eða annað. Þýskur myndhöggvari meðal starfsmanna Á trésmíðaverkstæðinu (Bragg anum) eru smíðuð leikföng, skúlptúrar og húsbúnaður, og einnig stærri hlutir eins og bekkir og borð, svo eitthvað sé nefnt. Þar var m.a. við störf þýski myndhöggvarinn Gerhard Köning. Á hans herðum er öll stærri smíði eins og á garðhúsgögnum og eingöngu úr íslensku timbri. Engar skrúfur eða naglar eru notaðir við smíðina, held- ur eingöngu trénaglar og vatnshelt lím. Hann hefur verið á Íslandi síðan 2010 og hefur m.a. haft veg og vanda að endurbyggingu á safni Samúels Jónssonar, listamannsins með barns- hjartað, í Selárdal í Arnarfirði. Gerhard segir undravert hversu fjölbreyttan við hann hafi fengið hér á landi til að smíða úr. Það er auðvitað birkið, en síðan fura, greni, ösp og jafnvel beyki. Mosfellsbær sé mjög öflugur við að útvega þeim hráefni úr görðum bæjarins. „Um 80% af okkar smíðavið kemur úr Mosfellsbæ.“ Þá segist Gerhard einnig hafa fengið gullregn og beyki úr garði í Reykjavík. Þótt það beykitré hafi verið orðið mjög myndarlegt eftir áratuga vöxt í skjóli milli húsa í Reykjavík, þá er þetta viðartegund sem vex ekki mikið á norðlægum slóðum. Starfsmaður númer þrjú Á verkstæðinu í Bröggunum var líka Sigurður Ragnar Kristjánsson. Hann byrjaði í Ásgarði þegar starfsemin hófst 1993. Hann segist aðeins hafa ætlað að vera í eitt ár, en árin eru nú orðin 22. Aðeins tveir aðrir starfs- menn hafa verið allan þann tíma, en það er Óskar Albertsson, sem var fyrsti starfsmaðurinn sem ráðinn var, og Steindór Jónsson var númer tvö. Sigurður er aðallega á band- söginni og segist lítið koma að því að fínpússa hlutina. Hann segist vera sveitastrákur og upprunninn á jörðinni Landakoti á Álftanesinu sem afi hans og langafi byggðu. Þar bjó hann í 23 ár. Á stærsta hluta þeirrar jarðar er nú búið að byggja íbúðar- húsahverfi. Sem krakki var Sigurður oft í Reykholtsdalnum. Magdalena frá Póllandi er mjög hrifin af starfseminni Magdalena er sjálfboðaliði í Ásgarði, en hún er frá Póllandi. Hún var að vinna að gerð á leiktæki eða eins konar kúluspili, þegar blaðamann bar að garði. „Ég er sjálfboðaliði frá European Vouluntary Service og verð hér í eitt ár. Áður en ég kom hingað gerði ég mér mjög miklar væntingar um hvernig þetta væri. Þetta er bara enn betra en ég reiknaði með. Það er magnað að vera hluti af þessu samfélagi hérna og mikill heiður fyrir mig að fá að starfa með þessu fólki. Sjálf kem ég frá miðbiki Póllands, eða borginni Lodz sem margir þekkja,“ sagði Magdalena. Það er sannarlega hægt að taka undir með Magdalenu að starfsem- in sem fram fer í Ásgarði sé mögn- uð. Það var virkilega notalegt að heimsækja fólkið sem þar vinnur og finna þann góða anda sem þar svífur yfir vötnum. Bændablaðið hvetur alla sem möguleika hafa á að kíkja á jólamarkaðinn í Ásgarði. /HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.