Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 55

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 55
55Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Hrossabændur óska eftir hryssum Mega vera á 3. til 15. vetri Greiðum 19.000 kr án vsk fyrir hryssuna og sækjum frítt á Suðurlandi, Vesturlandi og Norðvesturlandi austur í Eyjafj örð. Fáðu hærra verð fyrir hryssur til lífs en í sláturhús! Upplýsingar: hryssa@isteka.com eða í síma 662 0028 -Geymið auglýsinguna- 7 daga heilsunámskeið dagana 10.-17. janúar 2016 Komdu með! Á námskeiðinu lærum við að bera ábyrgð á eigin heilsu með því að huga að mataræði, reglulegri hreyfingu, streitu og andlegri heilsu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á hressilega hreyfingu, hollt mataræði, fræðslu, slökun og útivist í fallegu umhverfi. Farið verður í markmiðasetningu í heilsueflingu og mikilvægi þess að horfa lengra fram í tímann. Verð pr. einstakling með gistingu er 130.000 kr. í einbýli en 123.500 kr. í tvíbýli. Hressandi námskeið fyrir þá sem vilja koma sér af stað, setja sér markmið varðandi hreyfingu og mataræði og huga að andlegri líðan. - berum ábyrgð á eigin heilsu Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands Nánari upplýsingar og skráning á heilsustofnun.is eða í síma 483 0300. 10.-17. 2016 Gylfaflöt 32 112 Reykjavík Sími 580 8200 www.velfang.is Frostagata 2a 600 Akureyri www.claas.is VERKIN TALA FR U M - w w w .f ru m .is Útvegum varahluti í flestar gerðir upptökuvéla fyrir rófur og kartöflur Belti með ýmsum gerðum af þverteinum Drifhjól Rúllur Belti Verð og velferð Rekjanleiki vara, það er að segja skortur á upprunamerkingum, var eitt af áhyggjuefnum viðmælendanna þó að þeir sögðust treysta því að í versl- unum væru búvörur af íslenskum uppruna. Markaðir eins og Beint frá býli var að þeirra mati betri trygging fyrir bæði réttum uppruna og velferð búfjár. Í stórmörkuðum sé hætta á óskýrum uppruna og innihaldslýs- ingu auk þess sem neytendur væru oft blekktir þegar þeir kaupi unnar kjötvörur í verslunum. Af þeirri ástæðu höfðu viðmælendur orð á því að þeir keyptu vörur frá ákveðnum afurðastöðvum, framleiðendum sem þeir treystu fyrir gæði. Í nútímasamfélagi hafa neyt- endur mikil áhrif á framboð mat- vara. Skoðun viðmælenda þessarar rannsóknar var sú að þeir vildu geta rakið vöru sína til framleiðandans. Þess vegna sögðust sumir viðmæl- endanna versla frekar heimaslátrað- ar afurðir, utan kerfis, fremur en í verslunum, Beint af bónda. Einnig töldu viðmælendurnir heimaslátr- un fela í sér meiri velferð, enginn flutningur og minna stress eða eins og einn orðaði þetta: „þeim er gefin væn heytugga og svo skotið beint í hausinn án þess að það viti neitt hvað er að gerast“. Kauphegðun Samantekt niðurstaðna er að við- mælendur voru sammála um að velferð búfjár skipti þá miklu máli en verð á landbúnaðarvör- um reyndist vega þyngra við innkaup. Tilhneigingin var sú að velja það ódýrasta en einnig gat heilsufarssjónarmið vegið þungt. Viðmælendurnir lýstu togstreitu sem skapaðist við innkaupin þegar þrjú sjónarmið tókust á: Verð, holl- usta og vilji til að búfé nyti velferð- ar. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar vildu viðmælendurnir setja velferð búfjár ofar verði, en raunveruleikinn hjá þeim var oftast annar. Fjárhagurinn ræður þar mestu og það væri rammíslensk staðreynd sem viðmælendurnir sögðust standa frammi fyrir í innkaupum á búvör- um. Af þessu má álykta að það sé eitt að vera á móti verksmiðjubú- skap og annað að kaupa í matinn. Ábyrgð á velferð búfjár Niðurstöður rannsóknarinnar varpa meðal annars ljósi á ástæður þess að verslunarhegðun getur verið á skjön við skoðanir fólks og orð- ræðuna í samfélaginu. Þess vegna er mikilvægt að þora að stíga inn í umræðuna um velferð búfjár í fram- tíðarplönum fyrir greinina. Bíóbú hefur sýnt fram á að það skref að hafa mannúðarsjónarmið að leiðarljósi við búfjáreldi er gerlegt. Ábyrgð neytenda, gagnvart velferð og aðbúnaði búfjár, er mikil og þess vegna er mikilvægt að merkingar og réttar upplýsingar séu trúverðugar. En niðurstöðurnar sýna einnig að ábyrgði á velferð búfjár getur seint verið stýrt af markaðseftirspurninni eini saman, út frá framboði og eft- irspurn. Inn í þetta samband fléttast aðgerðir yfirvalda með reglugerð- um um aðbúnað, lögum um velferð dýra, styrkveitingum og skattlagn- ingu matvæla svo fátt eitt sé nefnt. Í lokin er vert að benda á að íslenskur landbúnaður er samof- inn íslenskri menningu og sögu frá upphafi landnáms. En samskiptin á milli hagsmunahópanna, bænda og neytenda, hófst fyrst með byggðar- þróuninni í upphafi síðustu aldar. Samtal þessara hagsmunahópa er í dag margt líkt og um miðja síðustu öld þegar neytendur kvörtuðu um of hátt afurðaverð og bændur sögð- ust beittir þrýstingi um lægra verð. Til að hægt sé að gæta að velferð og lífsgæðum búfjár verða neytendur, framleiðendur búfjárafurða og yfir- völd að bera sameiginlega ábyrgð. Anna Berg Samúelsdóttir Hægt er að nálgast ritgerðina inn á skemman.is: http:// skemman.is/handle/1946/23106 Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær Hver vill skipta um vinnu tilhögun og vinna sjálfstætt? Hver vill verða eigin herra í góðu umhverfi úti á landi 100 km frá 101 Reykjavík? Hver vill kaupa 45 m2 löglega íbúð, bjarta vistlega á 1,4 hekt- ara leigulóð með miklum byggingarrétti? Hver vill kaupa 105 m2 atvinnuhúsnæði í sérstaklega vönd- uðu húsi á hitaveitusvæði, bjart og vistlegt? Að auki er gott 40 m2 gróðurhús úr gleri og stáli. Hver vill kaupa nettan atvinnurekstur (tarnavinna) með lager til 5–7 ára sem gefur vel af sér og er í fullum gangi? Góð aukavinna. Fagleg ráðgjöf getur fylgt í 1–2 ár. Öll þjónusta í nálægu þéttbýli. Næg atvinna í næsta nágrenni. Sama hvað þú kannt með haus og eða höndum, það eru not fyrir allt, sérstaklega iðnaðarmenn. Hugsaðu djúpt en ekki of lengi. Brunabótamat eigna er samtals 45.267.000 (3/10/2015). Þegar þú ert búin/n að hugsa mátt þú hringja í síma 860-5570 og biðja um vettvangskönnun og spjall. Mér liggur ekkert á en það gæti gilt annað um þig. Hika er sama og tapa.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.