Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 46

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Þýskar vélar þóttu lengi með þeim bestu í heimi, traustar og áreiðanlegar. Wolkswagen-hneykslið fyrr á þessu ári hefur reyndar dregið veru- lega úr tiltrú margra á þýskri tækni. Árið 1904 stofn- uðu þjóðverjarnir Hugo Güldner og Carl von Linde fyrirtæki sem fékk nafnið Güldner-Motoren – Gesellschaft mbH og ætlað var að smíða dísil- vélar. Reksturinn gekk þokkalega og á fyrstu árum fyrir- tækisins smíðaði það dísilvélar af ýmsum stærðum. Allt frá fáeinum hestöflum upp í 500 hestöfl. Á árum fyrri heimsstyrjaldar- innar framleiddi fyrirtækið aðal- lega mótora í flugvélar þýska flughersins. Fyrsti traktorinn 1938 Fyrsta dráttarvélin sem bar heitið Güldner var kynnt 1938 og sett á markað 1940. Traktorinn var með lítilli eins strokka vél, vatnskældur og 20 hestöfl og ekki ósvipaður dráttarvélum sem aðrir þýskir framleiðendur eins og Fahr framleiddu á sama tíma. Týpan kallaðist A20 og þótti einföld og þægileg í notkun. Reyndar var eitt af aðals- merkjum Güldner að fyrirtækið átti strax frá upphafi gott samstarf við aðra þýska vélaframleiðendur og hannaði ýmsar tæknilausnir í samvinnu við þau. Fyrirtækið smíðaði mót- ora fyrir Fahr á fyrstu árum seinni heims- styrjaldarinnar en verksmiðjur Güldner voru jafnaðar við jörðu í loftárás- um á Þýskaland þegar leið á stríðið. Risið úr rústum Eftir að styrjöldinni lauk reis Güldner-drá t t a r vé la f ram- leiðandinn úr rústunum eins og fuglinn Fönix úr öskunni. Árið 1948 hóf það hönnun á nýjum traktor sem kom á markað 1951 og kallaðist AF15. F-ið í nafninu stóð fyrir Four Speed eða fjórir gírar. Traktorinn var með háu og lágu drifi og 16 hestafla fjögurra strokka dísil- vél. Breytingar hjá Güldner voru tíðar á þessum tíma. Árið 1953 var ADN-týpan sett á markað. Tveggja strokka og 16 hestöfl sem frá 1959 var fáanleg fimm gíra. Í kjölfarið fylgdu týpur sem fengu nöfn eins og AZK og ABN. Fram til þessa höfðu allar dráttarvélar frá Güldner verið grænar að lit en árið 1959 kom A2B-týpan á markað sem var rauð og fjórum árum seinna A3K sem líka var rauð. Báðar þessar týpur voru 25 hestöfl. Litaskiptin voru vísbending um eigendaskipti á fyrirtækinu. Framleiddir til 1969 Í lok sjötta áratugarins smíðaði Güldner alla mótora fyrir drátt- arvélaframleiðandann Farh og fór svo að lokum að Fahr yfirtók fyrirtækið árið 1962. Síðustu t r a k t o r a r n i r sem var fram- leiddir voru undir vöru- merki Güldner kölluðust G30, G35, G40. F ramle iðs lu þeirra var hætt 1969. Varahlutir voru fáanlegir til 1989 þegar Güldner hvarf alfarið af sjónarsviðinu nema sem forn- munur eftir samrunna Fahr og Deutz. Frá upphafi til endaloka voru framleiddir um 100.000 dráttar- vélar undir heiti Güldner. /VH Güldner – þýsk eðalvél frá því fyrir tíma koltvísýringsmælinga Utan úr heimi Samantekt á hitatölum frá veður- stöðvum víða um heim benda til að meðalhiti árið 2015 verði sá hæsti frá upphafi mælinga. Mælingarnar sýna að hitastig síðustu tólf mánaða er hærra en nokkru sinni áður og að meðalhitinn á jörðinni hafi hækkað öll árin frá 2011 til 2015. Ástæða hækkunarinnar er rakin til veðurfyrirbærisins El Nino og losun gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum sem valda hækkun á lofthita. 0,73° á Celsíus hærra en í viðmiðunarárum Samkvæmt því sem segir í yfirlýsingu frá Alþjóðaveðurfræðistofnunni var hiti 2015 við jarðvegsyfirborð 0,73° á Celsíus hærri en meðaltal áranna 1961 til 1990 og 1° á Celsíus hærri en meðaltal á Bretlandseyjum árin 1880 til 1899. Mælingar sýna einnig að magn koltvísýrings í andrúmslofti hefur náð nýjum hæðum og að síðastliðið vor hafi magn þess farið í fyrsta skiptið yfir 400 hluta úr milljón á norður- hveli. Mörg met slegin Að mati Alþjóðaveðurfræði- stofnunarinnar er líklegt að fjöldi ólíkra hitameta verði sleginn árið 2015. Þar á meðal er líklegt að hiti sjávar verði sá hæsti frá upphafi mælinga. Samanburður á hitatölum undanfarinna áratuga þykja sanna að brennsla á jarðefnaeldsneyti og losun koltvísýrings vegna þess sé helsti orsaka valdur hlýnunarinnar. Auk þess sem hlýnun af völdum El Nino hefur verið óvenjumikil á yfir- standandi ári. Spár gera ráð fyrir að fyrirbærið El Nino muni verða enn öflugra árið 2016 og að enn eitt hita- metið verði slegið á næsta ári. Hitabylgjur verða algengar 2016 Búast má við að hitabylgjur muni valda vandræðum víða um heim á næsta ári. Til dæmis í Evrópu, Norður-Afríku og Mið- Austurlöndum og að á svæðum á Indlandi geti hitinn farið yfir 45° á Celsíus í langan tíma í einu. Niðurstöðurnar eru birtar í tengslum við loftslagsráðstefnuna í París. /VH Kínverska fyrirtækið BoyaLife mun hefja fjöldaframleiðslu á nautgripum úr fósturvísum um mitt ár 2016. Forsvarsmenn fyrir- tækisins segja möguleikana óend- anlega og til standi í framtíðinni að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu. BoyaLife er stærsta fyrirtæki sinnar gerðar í heiminum og fyrsta verkefni þess verður að setja á mark- að um eitt hundrað þúsund klónaða fósturvísa úr úrvals nautgripum. Klónun af slíkri stærðargráðu hefur aldrei verið framkvæmd áður. Vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti Framleiðsla fósturvísanna verður í 14 þúsund fermetra rannsóknarstofu og er ætlað að koma á móts við vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti í Kína. Bandaríska matvælaeftirlitið hefur leyft sölu á kjöti og mjólkur- afurðum frá klónuðum nautgripum frá árinu 2008 en magnið er einungis brot af því sem BoyaLife ætlar að framleiða. Heilbrigðiseftirlit Evrópu- sambandsins hefur gefið út yfir- lýsingu um að enginn sannanlegur munur sé á kjöti eða mjólkurafurð- um klónaðra og annarra nautgripa. Eftirlitið hefur aftur á móti lýst áhyggjum sínum af dýravelferð þegar kemur að eldi klónaðra dýra. Endalausir möguleikar Forsvarsmenn BoyaLife segja að klónun nautgripa sé bara fyrsta skref- ið því á næstu árum ætli fyrirtækið að klóna leitarhunda, veðhlaupahesta og dýr í útrýmingarhættu eins og pandabirni. Fyrirtækið ætlar einnig að bjóða gæludýraeigendum upp á slíka þjónustu ef gæludýrið fellur frá. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vísindamenn í Kína leggja fyrir sig klónun því þeir hafa verið að klóna nautgripi, kindur og svín í tæp tutt- ugu ár. Stærðargráðan hefur bara verið minni. Smáhundar og menn BoyaLife er rekið í samvinnu við suður-kórenska líftæknifyrirtækið Sooam Biotech sem er í eigu manns sem heitir Hwang Woo-suk en iðu- lega kallaður konungur klónunar. Árið 2006 var Hwang Woo-suk fundinn sekur um svik og alvarleg brot á siðareglum þegar hann gerði tilraunir með klónun með fósturvís- um úr mönnum. Fyrirtæki hans hefur að hluta til fjármagnað rekstur sinn og rannsóknir síðan með klónun á smáhundum og öðrum gæludýrum. Dvergsvín sem gæludýr Annað kínverskt fyrirtæki, Beijing Genomics Institute, hefur með hjálp erfðatækni framleitt það sem þeir kalla míkró-svín eða dvergsvín og er hugmyndin að setja þau á markað sem gæludýr á næstunni. Dvergsvínin verða ekki meira en 15 kíló að þyngd og þykja ekki síður krúttleg en kjölturakkar. /VH Líftækni: Stærsta dýraklónaverksmiðja í heimi reist í Kína − mun hefja fjöldaframleiðslu á nautgripum úr fósturvísum um mitt ár 2016 Umhverfismál: Meðalhiti í heiminum 2015 sá hæsti frá upphafi mælinga Kínverska fyrirtækið BoyaLife mun hefja fjöldaframleiðslu á nautgripum úr fósturvísum um mitt ár 2016. Kínverjar bóða gæludýraeigendum upp á klónað eintak ef gæludýrið fellur frá.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.