Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 03.12.2015, Blaðsíða 36
36 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Þýskir kúabændur bölva landbúnaðarkerfi ESB í glímu við lækkandi mjólkurverð og ótta við gjaldþrot: Mykja, gasframleiðsla og verktakastarfsemi heldur þýskum kúabændum gangandi Þýskir kúabændur eru ekki í öfundsverðri stöðu þessa dagana. Mjólkurframleiðslan er nú rekin með bullandi tapi, en sumir reyna enn að þrauka með aukinni verk- takastarfsemi og orkuframleiðslu. Í mars á þessu ári var kvótakerfi í mjólkurframleiðslu undir CAP, land- búnaðarstefnu Evrópusambandsins, lagt niður. Neikvæðar afleiðingar þess fóru fljótt að koma í ljós og nú er svo komið að fjölmargir hafa þegar gefist upp, aðrir íhuga að hætta á meðan sumir reyna að strögla og treysta á tekjur af hliðarbúgreinum og verktakastarfsemi. Tvískinnungur í gagnrýni á styrkjakerfi í landbúnaði Sameiginleg landbúnaðarstefna ESB, Common Agricultural Policy, eða CAP, byggir eins og flest önnur landbúnaðarkerfi á að beita styrkja- kerfi til stýringar greinarinnar sem aftur er nýtt sem hagstjórnartæki rík- isvaldsins. Þetta er líka stór þáttur í að tryggja fæðuöryggi sem flest- um ríkjum heims þykir mikilvægt. Hefur CAP jafnframt verið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í fjárlög- um Evrópusambandsins, eða um 50 milljarðar evra sem samsvarar um 8,75% hlutfalli af þjóðartekjum sambandsins í heild. Þar er einkum beitt styrkjum á hektara og ræktun- arstyrkjum, en síður í framleiðslu- styrkjum á gripi eða afurðir eins og hér er gert. Skiptar skoðanir hafa verið um hvaða leið sé best í þessum efnum. Styrkjakerfi fyrir íslenskan land- búnað hefur verið harðlega gagn- rýnt. Samt þykir þeim sem hæst hafa gagnrýnt íslenska kerfið, ekk- ert athugavert við að beita óheft- um niðurgreiddum innflutningi frá ESB-löndum til höfuðs íslenskum landbúnaði. Þiggja þar með erlendu styrkina sem erlendir skattgreiðend- ur standa þá á bakvið, en leggja ekk- ert á móti. Til eru tvö gömul og góð íslensk orð sem skilgreina ágætlega svona þankagang, en það eru orðin tvískinnungur og hræsni. Þýskir bændur berjast nú hart fyrir tilveru sinni Fulltrúa Bændablaðsins gafst kostur á að kynna sér stöðuna á tveim tiltölulega stórum fjölskyldubú- um í Þýskalandi á dögunum. Móttökurnar voru hreint út sagt frábærar. Eigendur beggja þessara búa berjast nú á hæl og hnakka við að upphugsa nýjar leiðir til að reyna að halda rekstrinum á floti, en með ólíkum hætti. Til viðbótar við það að mjólkur- kvótinn var lagður niður, þá hefur viðskiptabann ESB og annarra vest- rænna ríkja við Rússa haft alvarlegar afleiðingar fyrir evrópskan landbún- að. Kom þetta líka greinilega fram í orðum fyrirlesara á landbúnaðar- sýningunni Agritechnica í Hanover á dögunum. Bú Müllersfeðga í Schwabendorf Fyrra búið sem heimsótt var, Müller GbR, er bú feðganna Heinrich Müller og sonar hans, Karsten, í þorpinu Schwabendorf. Þótt íslensku bændunum þætti það sérkennilegt, þá hefur búið sjálft í raun ekkert annað nafn en fjölskyldunafnið. Þorpið tilheyrir svo nágrannabæn- um Rauschenberg í Hessen, mitt á milli Frankfurt og Hanover. Hessen er síðan eitt af 16 sambandslýðveld- um Þýskalands. Jörðin er í um 260 til 320 metra hæð yfir sjó og þar er um 680 millimetra úrkoma á ári og 7 gráðu meðalhiti. Fór undirritaður þangað í byrjun nóvember í átján manna hópi íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og Guðbjörns Árnasonar, viðskiptastjóra hjá fjármögnunarfyr- irtækinu Ergo. Hann þekkja margir bændur frá fyrri störfum hans fyrir Bændasamtökin og eins hefur hann mikið starfað sem leiðsögumaður. Kom þýskukunnátta hans og þekk- ing á þýsku samfélagi sér afar vel fyrir hópinn. Ekki síst í heimsókn sem skipulögð var á tvo sveitabæi í tengslum við ferð hópsins á land- búnaðarsýninguna Agritechnica í Hanover. Þurfti að flytja meginhluta starfseminnar út fyrir þorpið Müller-fjölskyldan hefur í gegnum tíðina búið í þorpinu Schwabendorf ásamt fleiri bændum. Þorpið hefur lengi verið þungamiðja svæðisins og þar voru allir bændurnir áður með sinn búskap en nýttu svo landið í kring til að heyja á og undir kornakra. Þegar fjölskyldan lýsti áhuga á að stækka búið, var andstaða við að hún yki við sig í þorpinu sjálfu. Þar voru þau með 60 kýr. Smám saman fór afi Karstens og síðan Heinrich faðir hans að kaupa upp hvert býlið í þorpinu af öðru ásamt meðfylgjandi jarðnæði. Árið 1999, þegar Karsten kom úr námi, var ákveðið að byggja nýtt fjós og aðstöðu nokkur hundr- uð metrum norðvestan við þorpið. Var þá jafnframt hafist handa við að stækka kúastofninn upp í 70 kýr. Nytin jókst með stækkandi búi „Eftir því sem kúnum hefur fjölgað hefur nytin jafnframt aukist. Þegar við fluttum fyrst með kýrnar í nýja fjósið var nytin tæplega 8 þúsund kg (lítrar) að meðaltali á kú. Nytin hefur síðan aukist jafnt og þétt í takt við fjölgunina og nú er meðalnytin tæplega 11 þúsund kg (lítrar) á kú. Fituinnihald er 3,83% og prótein- innihald er 3,32%. Þegar fram- leiðslan var minni árið 2000 voru kýrnar 74 og fituinnihaldið var þá mest í 4,25% á móti 3,41% prótein- innihaldi,“ sagði Karsten Müller. Müllers-feðgar eru með mjalta- gryfju sem þykir henta vel. Karsten segir að sífellt aukist þó að bændur fái sér mjaltaþjóna sem ganga þó ekki nema búin séu að minnsta kosti með 60–70 kýr. Þýskir bændur horfi mjög mikið í hagkvæmnina og fari sér því hægt við að fjölga mjalta- þjónum sem eru dýrir í innkaupi og kosta um 160 þúsund evrur stykkið (22,7 milljónir króna). Mikið vinnuálag er á Karsten sem sér sjálfur um allar mjaltir, en hefur þó einn vinnumann til að hjálpa sér að koma kúnum að mjaltagryfjunni og á búinu er líka einn lærlingur. Þá er einn vinnumaður sem eingöngu sinnir gasframleiðslunni á bænum. Hann segir þó að vissulega gæti hann létt á sér álaginu með því að fá sér mjaltaþjón. Vel geti verið að hann neyðist til þess þar sem hann og faðir hans hafi ekki endalaust úthald. 78 þúsund bændur en meðalbúið aðeins með 50 kýr Karsten sagði að 78 þúsund mjólkur- Átján manna hópur íslenskra bænda, fulltrúa Kraftvéla og fjármögnunarfyrirtækisins Ergo heimsótti tvö kúabú í Þýskalandi í byrjun síðasta mánaðar í tengslum við ferð á landbúnaðarsýninguna Agritechnica í Hanover. Hér er hópurinn ásamt gestgjöfum á býli Müllers-feðga í Schwabendorf, talið frá vinstri: - Myndir /HKr. Guðbjörn Árnason, viðskiptastjóri hjá Ergo, rýnir hér í tölur kúabúsins í Schwabendorf, ásamt Heinrich Müller og syni hans, Karsten.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.