Bændablaðið - 03.12.2015, Side 32

Bændablaðið - 03.12.2015, Side 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. desember 2015 Á hrútasýningunni sem haldin var 23. október á Hagalandi í Þistilfirði voru dæmdir 30 vetur- gamlir hrútar. Þar landaði eitt elsta fjárræktarbú landsins, á Gunnarsstöðum í Þistilfirði, þre- földum sigri. Bændablaðið greindi frá þessum viðburði í 21. tölublaði, í umfjöll- un um fallegasta forystuhrútinn, en minna var þar getið annarra merki- legra viðburða á sýningunni. Þá var myndahöfundar ranglega getið í þeirri frétt. Myndirnar tók Hildur Stefánsdóttir, sem er verk efnisstjóri Þórshafnardeildar Framhaldsskólans á Laugum, og er hún beðin velvirðingar á þeim mistökum. Til að gefa ögn nánari sýn á þessa merki- legu samkomu sendi Hildur okkur nokkrar myndir til viðbótar frá sýn- ingunni ásamt upplýsingum. Þrír verðlaunahrútar frá einu elsta fjárræktarfélagi landsins Af þeim 30 vetur- gömlu hrútum sem þar voru dæmdir stóðu þrír hrútar frá Gunnarsstöðum efstir. Fremstur þar á meðal jafningja var Skrúður 14-055 sem er undan Prúð 11-896 frá Ytri-Skógum, annar var Tígull 14-058 undan Fjarka 10-150 og þriðji var Mói 14-054 undan Þúfa 10-048. Eigendur og ræktendur þessara hrúta eru Gunnarsstaðir sf. Þess má geta að Fjárræktarfélagið Þistill er elsta starfandi fjárræktar- félag landsins, en það var stofnað 1940. Fallegasti forystu hrúturinn verðlaunaður í fyrsta sinn Fræðasetur um forystufé gaf verð- laun fyrir „Fallegasta forystuhrút Þistilfjarðar“ og er þetta í fyrsta sinn sem keppt er um slíkan titil hérlendis að við teljum. Sigurvegarinn þar var Hrókur frá Svalbarði sem er undan Flórgoða frá Hafrafellstungu og Forystu-Botnu frá Ytra-Álandi. Ég lét einnig fylgja með mynd af Fjólu Runólfsdóttur við hlið forystuhrút- anna Sigga og Strumps. /HS/HKr. Gunnarsstaðabændur í Þistilfirði gera það gott í ræktun afbragðshrúta: Eitt elsta fjárræktarfélag landsins með þrefaldan sigur Þeir eru sannarlega vígalegir verðlaunahrútarnir frá Gunnarsstöðum. Lengst til vinstri er Tígull sem hreppti 2. sætið. Þá er Skrúður sem var í 1. sæti, síðan Mói sem lenti í 3. sætinu. Myndir / Hildur Stefánsdóttir. Forystuhrúturinn Hrókur frá Svalbarði var fyrstur til að hljóta nafnbótina „Fallegasti forystuhrútur Þistilfjarðar“. Fjóla Runólfsdóttir við hlið forystuhrútanna Sigga og Strumps. Matið á hrútunum var gert af vísindalegri nákvæmni þar sem nýjustu tölvu- tækni var beitt. Bændablaðið Kemur næst út 17. desember

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.