Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 7

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 7
50 m 50 m 10 km Tunglið er götótt eins og ostur Götin á tunglinu eru op inn í hella eða göng undir yfirborðinu. Slíkar jarðmyndanir má einnig finna t.d. á Íslandi og Hawaii. Þar mynd- ast þeir þegar hraunelfur storknar á yfirborðinu en að innaverðu nær kvikan að renna burt. NÝ ÞEKKING Leysimyndavél á að varpa ljósi á dularfulla hella Ný tækni getur séð fyrir horn og tekið myndir af innri gerð tunglsins úr mikilli fjarlægð. STJÖRNUFRÆÐI Allt frá því að vísindamenn uppgötvuðu hulið og dularfullt netverk af djúpum hellum undir yfirborði tunglsins árið 2009, hefur þá dreymt um að geta ein- hvern tímann rannsakað fyrirbærið nánar – og jafnvel byggja tunglstöð í einhverjum hellinum. Með nýþróaðri myndatökutækni er nú útlit fyrir að uppfylla megi hluta draumsins. Bandarískir vís- indamenn hjá NASA hafa smíðað margbrotna leysimyndavél sem getur bæði tekið myndir úr mikilli fjarlægð, t.d. frá gervitungli á braut um mánann og einnig séð fyrir horn. Tæknin skapar þrívíddarmyndir og gerir mönnum kleift að kortleggja hellana með mikilli nákvæmni. Fram til þessa hafa fundist meira en 200 hellar á tunglinu og margir þeirra eru taldir vera ákaflega djúpir – kannski allt að 60 metrar eða meira. Af þessum sökum líta vísinda- menn hellana hýru auga – þeir eru nefnilega sérlega heppilegir fyrir tunglstöð, enda er fínasta vörn gegn geimgeislun neðanjarðar. Karine Kirkebæk Í STUTTU MÁLI BLÓÐSÝNI GETA AFHJÚPAÐ MÍGRENI Vísindamenn telja að fitu- efni – svonefndir lípídar – í blóði geti skipt máli fyrir mígreni. Konur sem þjást af mígreni hafa meira af tiltek- inni gerð lípída í blóði en þær konur sem ekki þjást af höfuðverkjum. Ælumaskína afhjúpar dreifingu veira Við North Carolina State University er að finna tæki sem er gagngert smíðað til að kasta upp. Vélin er með innbyggt vélinda og maga og getur veitt sér­ fræðingum greinarbetri þekkingu með því að sýna nánar hvernig nóró­ veira – sem veldur heiftarlegum niður­ gangi og uppköstum – dreifist milli manna við uppköst. Holan er inngangur að einum af mörgum ókönnuðum hellum G RA CE TU N G -TH O M PSO N /N CSU NASA 80 m LEYSILJÓS

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.