Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 13

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 13
12 NÝ ÞEKKING Lifandi vísindi . 01/2016 myndavélar eru í nýja GoPro-vélinni sem getur tekið upp í sýndarveruleika. Það þýðir að minningar má endurupp- lifa bæði í 3D og 360 gráðum. 16 LED-ljós getur fjarstýrt músum LÆKNISFRÆÐI Vísindamenn við Stanford University í BNA hafa nú afrekað að fjarstýra mús með að- stoð ljóss í byltingarkenndri tækni sem nefnist optogenetic eða ljós- erfðafræði. Tæknin gengur út á að vísindamennirnir lagfæra gen í frumum þannig að þau verði ljós- næm. Síðan geta þeir lýst á frumurnar og kveikt eða slökkt þannig á virkninni. Í tilrauninni var komið fyrir LED-ljósi á stærð við piparkorn í heila músar, hrygg eða fótum. LED-einingin sendir frá sér ljós sem örvar taugarnar og músin hreyfir sig fyrir vikið þar sem ljósið örvar vöðva nærri búnaðinum. Á Þ E S S U M H N E T T I Lösshásléttan, Shanxi- og Shaanxi-hérað í Kína Vindurinn hefur á síðustu 2,6 milljón árum mótað feiknarlegar ryköldur Löss- hásléttunnar, með sínum fjallagörðum og gljúfrum í norðurhluta Kína. Rykið samanstendur m.a. af fínum sandi og leir og er upprunnið frá nærliggjandi eyðimerkursvæðum. Hásléttan nær yfir 300.000 km2 og er því með viðlíka flatarmál og Ítalía. Vindurinn hefur mótað heimsins stærstu ryköldur Tunga kólibrífuglsins er dæla Vísindamenn við University of Connecticut, BNA, hafa uppgötvað að tunga kólibrífuglsins er með innbyggða dæluvirkni sem fuglinn nýtir þegar hann er grafkyrr í loftinu og sýgur blómsafa. Tungan er með tvö þunn rör sem fuglinn getur þrýst saman með goggnum. Þegar þrýstingi er létt af þenjast rörin út og draga til sín blómsafann inn í tunguna. Áður var talið að tungan virkaði sem eins konar sogrör. Í STUTTU MÁLI APAR NOTA HLJÓÐ EINS OG UNGABÖRN Vísindamenn hafa uppgötv- að að dvergsimpansar búa yfir álíka orðaforða og kornabarn. Þeir nota stutt og skræk hljóð sem geta merkt margvíslega hluti, allt eftir félagslegum vensl- um viðkomandi apa. Búið er að koma fyrir LED-ein- ingu við hæl músarinnar sem getur stýrt hreyfingum hennar. PA U L KA PP /U N IV ER SI TY O F A RI ZO N A SHUTTERSTOCK A U ST IN L EE /S TA N FO RD U N IV ER SI TY

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.