Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 23

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 23
22 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 Skynsemisstöðvarnar fremst í heilanum halda möndl- unni í skefjum. Þetta á þó ekki við um unglinga. Lifandi vísindi . 01/2016 Glæpahneigð nær hámarki meðal ungra manna á aldrinum 15 til 19 ára og bæði kynin eru í aukinni áhættu hvað vímuefnamisnotkun snertir. Þessar miklu breytingar á heilum unglinga fylgja tilteknu mynstri, þannig að aftari heilastöðvarnar þroskast fyrst á meðan fremri hlutar heilans verða ekki starfhæfir að fullu fyrr en ungmennið er komið yfir tvítugt. Það er svo einmitt allra fremst í ennisblöðunum sem þær heilastöðvar fyrirfinnast sem stjórna getu okkar til að hafa hemil á löngunum sem stjórnast af hugdett- um og til að taka skynsamlegar ákvarðanir. Fullorðið fólk sem orðið hefur fyrir alvarlegum skemmdum á ennisblaði glatar, líkt og unglingar, getunni til að taka ákvarðanir, skipuleggja og að hrinda verkefn- um í framkvæmd, svo sem t.d. að taka til af fúsum og frjálsum vilja. Geta ekki að því gert Tengslin á milli starf- semi ennisblaðanna og skapgerðarbreytinga urðu mjög greinileg þegar járnstöng stakkst í gegnum höfuðið á járnbrautaverka- manni einum að nafni Phineas Gage, árið 1848. Stöngin olli skemmdum á vinstri hluta ennisblaðsins. Phineas lifði slysið af en upp úr þessu tók að bera á virðingarleysi, ókurteisi og þrjósku hjá honum. Sálfræðingar og taugasérfræðingar hafa síðan sýnt fram á að ennisblöðin eru mikilvæg fyrir félagslega færni okkar, því þau stjórna eigingjörnum og dýrslegum eðlishvötum okkar. Slæma hegðun unglinga er með öðrum orðum oft hægt að skýra með alvarlegum ágöll- um og þurrð í heila. Unnið er úr tilfinningum okkar á litlu svæði beggja gagnaugablaða lengst inni í möndlu heilans. Í hægri hluta möndlunnar er aðallega unnið úr jákvæð- um tilfinningum á borð við gleði en vinstra megin er fengist við neikvæðar tilfinningar, svo sem sorg og ótta. Mandlan er fullmótuð um fæðingu og fyrir vikið bregst nýfætt barn jákvætt við brosi móður sinnar en með ótta gagnvart ókunnugum. Mandlan er tengd ennis- blaðinu sem þroskast reyndar síðar og er ekki fullmótað fyrr en að afloknum ung- lingsárunum. Tengingarnar á milli ennis- blaðanna og möndlunnar eru slælegar og fyrir vikið eiga þessar tvær heilastöðvar erfitt með samskipti sín á meðal. Góð samskipti þessara heilastöðva eru mikil- væg til að hafa hemil á tilfinningum og að samhæfa þær. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að lítil tenging er milli þessara heilastöðva hjá siðblindum. Þessi tengslaskortur er sennilega ástæða þess að siðblindir eru ófærir um að skammast sín, fá samvisku- bit og að sýna samkennd. Hópur ungmenna og fullorðinna var látinn horfa á myndir af óttaslegnu fólki á meðan heilar fólksins voru skannaðir. Skönnunin leiddi í ljós að ennisblöð heilans gátu ekki haldið í skefjum tilfinningum sem urðu til í möndlu unglinganna. Þetta leiddi svo til þess að ungmennin brugðust harkalega við myndunum, andstætt þeim fullorðnu. Rannsóknin sýndi einnig að unglingar eiga erfiðara með að lesa úr tilfinningum annarra en fullorðnir. Áhyggjufull svipbrigði foreldris eru fyrir vikið oft ranglega túlkuð sem t.d. reiði sem svo gerir unglinginn öskuillan. Unglingar eiga erfitt með að túlka svip- brigði og tilfinn- ingar annarra. Skortur á tengingum í heila orsakar siðblindueinkenni Unglingar eru viðkvæmir og hvatvísir sökum þess að skynsemisstöðvarnar hafa ekki hemil á tilfinningunum. Unglingurinn heldur hann vera reiðan. Pabbi er áhyggjufullur Tilfinningar unglinga hlaupa með þá í gönur SH U TTERSTO CK Rannsóknir hafa leitt í ljós að breytingar á greindarvísitölu unglinga eru nátengdar því hvaða heila- stöðvar eru í uppbyggingu eða rénun hverju sinni. Nú er illt í efni! Slæleg tenging á milli möndlu og ennisblaða kallar fram siðblinduein- kenni í unglingum. Mandlan stjórn- ar kvíða og bræði. Gefið góð ráð og f orðist neikvæða gagnrý ni. Kl. 20.00 Vandi: Lausn: Bregðast harkale ga við óveruleg­ um, vægum ámin ningum. 1 2

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.