Lifandi vísindi - 11.01.2016, Síða 28

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Síða 28
Print: lof Status: 10 - Layout Layout:LO F Red.sek:KG 3 4 6 5 Doudna strax margvíslega möguleika og tóku þær stöllurnar upp náið samstarf. Það gekk framar björtustu vonum og þegar árið eftir, eða 2012, komu þær fram með nýtt erfðafræðilegt verkfæri sem nefnist CRISPR-Cas9 en það er eins konar DNA- -skæri sem geta klippt í erfðamassann. Aðferðin felst einfaldlega í því að lítill bútur úr erfðaefni leiðbeinir klippunum heim að tilteknu stykki DNA, t.d. einu geni. Klippan nefnist Cas9 og vegvísirinn CRISPR. Þeim tveimur er sprautað saman í frumurn- ar ásamt DNA-sniðmáti fyrir þann galla sem vísindamennirnir vilja breyta í DNA- bútnum. Þessu næst sér innri virkni frumn- anna um sjálfa viðgerðina. Lífefnafræðingar og sameindalíf- fræðingar um allan heim tóku fegins hendi að rannsaka þessa nýju aðferð sem var bæði auðveldari og hraðvirkari en aðrar gerðir genalagfæringa. Meðan breytingar á einungis stöku geni tóku áður mörg ár að leiðrétta, sérstaklega hvað varðar stærri líf- verur eins og mýs og menn, gátu vísinda- menn nú allt í einu lagað eitt gen á nokkrum vikum. Fjöldi vísindalegra tilrauna margfaldað- ist og aðferðin reyndist standast væntingar sérfræðinganna. Vísinda- menn hafa síðan meðal annars lagað stökk- breytingar að baki blindu í músum, stöðvað skiptingu krabbafrumna, gert blóðfrumur ónæmar fyrir HIV-veiru og fjarlægt genastökkbreytingar að baki mörgum gerð- um af vöðvarýrnun. Og nú er komið að til- raunum á mönnum. Blóðsjúkdómur fjarlægður í fjórum fóstrum Teymi kínverskra vísindamanna undir for- ystu Junjiu Huang við Sun Yad-Sen háskól- ann hefur nýverið prófað aðferðina á mönnum og lagað gen í svonefndum fósturvísi sem er frumstig fósturs. Það gen sem þeir löguðu var svokallað HBB-gen. Stökkbreytingar í geninu leiða til hins arfbundna blóðsjúkdóms thalassaem- ia sem veldur blóðskorti og getur verið ban- vænn. Teymið kom fyrir genaverkfærunum í 86 frjóvguðum eggjum. Þessu næst biðu þeir í 48 tíma eða þar til CRISPR-kerfið hafði virkað og fósturvísarnir höfðu vaxið í átta frumur. Alls lifði 71 fósturvísir þetta af og HBB-genið var rannsakað í 54 þeirra. Í helm- ingi þeirra var búið að hreinsa genið með 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 2007 Vísindamenn uppgötva að CRISPR er hluti af vörnum gerla gegn veirum. 2011 Fyrsta fyrirtækið sem býður upp á nákvæmar CRISPR- runur er stofnað. 2012 Vísindamenn þróa verkfærið Cas9 sem klippir sjúkar genarunur burt. 2014 Tveir makaka-apar fæðast með lagfærð gen og án tilviljanakenndra stökkbreytinga. 2015 Kínverskir vísindamenn fjarlægja gen sem kóðar fyrir hættulegum blóð- sjúkdómi úr erfðaefni fósturvísis manneskju. Cas9 klippir stökk- breytta þátt gensins út úr erfðaefninu. Fruman endurskapar gen- ið með aðstoð sniðmátsins sem er heilbrigð útgáfa af geninu. Eftir 48 tíma er genið breytt í öllum átta frumum fóstursins og því er búið að fjarlægja sjúk- dóminn algjörlega úr erfðaefni þess. Í framtíðinni geta vísinda- menn komið heilbrigð- um frumum fyrir í móð- urlífi kvenna með sama hætti eins og þegar lækn- ar framkvæma tæknifrjóvgun. Níu mánuðum síðar mun konan fæða barn með heilbrigt gen. Framtí ðin Stökkbreyting Sjúkt gen Heilbrigt HBB-gen Cas9 SCIEN CE SHUTTERSTOCK FÓSTURVÍSIR

x

Lifandi vísindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.