Lifandi vísindi - 11.01.2016, Síða 36

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Síða 36
Print: m v Status: 710 - Sendt til oversæ ttelse Layout:M V Red.sek:M KP 2016 35 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 31 32 33 34 35 36 37 38 39 40 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 51 52 53 54 55 56 57 58 59 01/2016 . Lifandi vísindi LYFJAIÐNAÐUR TÆKNI Miklarif undan ströndum Ástralíu er stöð-ugt baðað sól. Samt sem áður sólbrenna kórallarnir ekki. Kórallar lifa í nánu sam- býli með þörungum sem framleiða fjölmörg efni til varnar skaðlegum áhrifum Sólar, m.a. svonefnt gadusol sem sogar í sig útfjólubláa geisla. Fiskar sem borða þörungana taka einnig inn þetta efni og fá þannig sinn daglega skammt af sólarvarnarkremi en skriðdýr og froskar geta einnig framleitt gadusol. Vísindamenn hafa um áraraðir blandað og prófað sambærileg kemísk efni og hefur nú tekist að fram- leiða sólarvarnarpillu sem áætlað er að komi á markað árið 2016. Auk þess hyggjast vísindamenn veita mörgum grjónategundum þessa sólarvörn þannig að þær geti vaxið í hitabeltinu. TAKIÐ EINA PILLU OG FORÐIST SÓLBRUNA Ný pilla inniheldur efni frá hitabeltisþörungum sem skýla gegn útfjólubláum geislum. Með nýju sólar- varnarpillunni gæti sól- bruni heyrt sögunni til. Einnar viku ferðalag – og þú hefur þegar gleymt lykilorðinu. Þú kemst því ekki lengur inn í netbankann eða einhvern af þeim ótal stöðum á netinu sem krefjast lykilorða. Núna eru lífkennslakóðar, eins og fingraför eða andlitsdrætt- ir, augnsteinar og raddir notaðar, t.d. á herstöðum, til að komast inn í tölvur eða farsíma og upplýs- ingatæknifyrirtækið Gartner spáir því að radd- kennsl muni fyrir alvöru slá í gegn árið 2016. Þá muni næstum því þriðja hvert fyrirtæki verja tölvukerfi sín með lífkennslakóðum. Röddin hefur því orðið fyrir valinu enda langtum eðlilegra fyrir notandann að segja nokkur orð við farsímann eða fartölvuna, heldur en t.d. að gefa fingrafar. Tæknin nemur tíðnina ásamt öðrum eiginleikum í rödd notandans. Tækni þessi er því örugg, enda er nán- ast ógjörningur að herma nákvæmlega eftir tónfalli annarrar manneskju. RÖDDIN ER NÝJA LYKILORÐIÐ ÞITT Svokallaðir lífkennslakóðar verða æ algengari og tryggja einkaaðgang þinn. Raddkennsl eru þegar not- uð, m.a. af hol- lenskum við- skiptavinum banka. ING BANK & CLAUS LUNAU SH U TT ER ST O CK GETTY IMAGES & SHUTTERSTOCK

x

Lifandi vísindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.