Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 61

Lifandi vísindi - 11.01.2016, Page 61
60 SPURNINGAR OG SVÖR Lifandi vísindi . 01/2016 Er það sjaldgæft að rautt hár og blá augu fari saman? Og hvert er samhengið milli augnalitar og háralitar? Rautt hár stafar af breytingu í geninu MC1R sem ákvarðar myndun hins dökkbrúna af- brigðis litarefnisins melaníns sem er að finna í húð og hári og nefnist eúmelanín. Hin stökkbreytta útgáfa gensins kóðar fyrir rauðgula litarafbrigðinu feómelaníni. Í okkar heimshluta ber um fjórðungur þetta stökkbreytta gen en þar eð við höfum tvær útgáfur af öllum genum, þarf stökkbreytingin að vera í báðum til að mynda rautt hár og ljósa húð. Í heiminum öllum eru aðeins 2% rauð- hærð en í Norður-Evrópu og þó einkum Ír- landi og Skotlandi fer hlutfallið í 10%. Gena- breytileikinn er misöflugur og getur valdið litbrigðum allt frá næstum vínrauðum lit yfir í koparrautt eða jafnvel allt að því appel- sínugult. Blái augnlitur- inn kemur aðeins fram ef gen frá báðum foreldrum kóða fyrir bláum augum. Engin tenging er milli lit- ar á hári og augum og nærri allar sam- setningar mögu- legar. Þótt rautt hár og blá augu séu al- geng í Norðvestur-Evrópu eru blá augu fátíð á heimsvísu og rautt hár enn sjaldséðara. Að þetta tvennt fari saman er því enn fáséðara. Af hverju blómstra vetrargosar í snjó? Stundum má sjá vorlauka á borð við vetrargosa og vorboða vaxa upp í gegnum dálítið snjólag. Hiti er svo lágur að blómin eiga á hættu að skaddast ef veturinn snýr aftur. En til að verjast frostskaða fram- leiða þessar plöntur eins konar frostlög, prótín sem koma í veg fyrir kristallamyndun. Og öfugt við sumarblómin eru vorlaukar duglegir að komast upp úr snjó, vegna þess að laukurinn sjálfur myndar hita. Vetrargosi er fær um að bræða snjóinn kringum spíruna. TVENNT TRYGGIR SIGURLAUKSINS Á SNJÓNUMPlöntur sem spíra upp í gegn-um snjó búa yfir hörðu frjó-hylki og innbyggðum „hitara“. 1 Spíran er oft umlukin hörðu hylki sem auð-veldlega nær að þrýsta snjón-um frá. 2 Spírunarferlið sjálft framleiðir svo mikinn hita í lauknum að plantan nær að bræða snjóinn frá sér. Sjaldséð blanda Ekkert samhengi er milli rauðs hárs og blárra augna og hvort tveggja er misal- gengt eftir heimshlutum. Eru rautt hár og blá augu sjaldgæf? BLÁ, GRÆN OG GRÁ AUGU RAUTT HÁR > 80 % 50-79 % 20-49 % 1-19 % > 10 % 5-10 % 1-4 % < 1 % Rauðhært fólk er með stökkbreytt gen sem annars kóðar fyrir brúnum lit. ÍRAR OG SKOTAR Á TOPPNUM Rautt hár er algengt í Skotlandi og Írlandi, þar sem hlutfallið er um 10%. Um 25% hafa blá augu svo þetta fer því saman í um 2,5% (0,1x0,25) tilvika. SH U TT ER ST O CK G ETTY IM A G ES

x

Lifandi vísindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.