Þjóðmál - 01.09.2006, Blaðsíða 60
58 Þjóðmál HAUST 2006
reka. mannfjöldann. út. fyrir. girðingu. við.
húsið .9
Þegar.bæjarstjórnarfundinum.lauk,.sóttu.
menn.að.bæjarfulltrúunum.„með.ópum.og.
óhljóðum. og. gerðu. sig. líklega. til. að. berja.
suma. þeirra. með. lurkum,. en. lögreglan.
hélt. þeim. í. hæfilegri. fjarlægð .“. Ungur.
maður.sparkaði.tvívegis.svo.fast.í.kálfana.á.
borgarstjóranum,. Knud. Zimsen. verkfræð-
ingi,. að. hann. taldi. manninn. ætla. að. fót-
brjóta. sig .. „Annar. hafði. nærri. því. komið.
stórum. lurk. í. höfuð. borgarstjóra;. var. það.
aðeins. fyrir. snarræði. eins. lögregluþjónsins.
. . .. að. komið. var. í. veg. fyrir. tilræði. þetta .“.
Aðstoðarmenn. lögreglunnar,. sem. voru.
vopnaðir. trékylfum,. urðu. annars. fyrir.
hörðustu.árásunum,.því.óeirðarmenn.litu.á.
þá.sem.„stéttarsvikara“ .10
Um.kvöldið.tilkynntu.kommúnistar.um.
stofnun. „Varnarliðs. verkalýðsins“. til. að.
„vernda.verkalýðinn.gegn. árásum. lögreglu.
og. hvítliða .“11. Þetta. var. klókindabragð,.
leynilegt. bardagalið. flokksins. var. aðeins.
að. koma. upp. á. yfirborðið. undir. heitinu.
„varnarlið“,.einu.ári.eftir.að.það.hafði.verið.
sett.á.laggirnar ..Komintern.ætlaðist.til.þess.
að.kommúnistaflokkar. .hefðu.slíkum.liðs-
sveitum. á. að. skipa. og. í. ýmsum. löndum.
stunduðu. þær. hryðjuverk,. skæruhernað,.
njósnir. og. skemmdarverk. undir. leiðsögn.
alþjóðasambandsins.og.sovéskra.leyniþjón-
ustumanna .12. Átta. árum. fyrr,. 1924,. hafði.
Félag. ungra. kommúnista. (fyrirrennari.
KFÍ). kosið. nefnd. til. að. gera. „tillögur. um.
íþróttastarfsemi. og. vopnaburð. í. félaginu“ ..
Einn. nefndarmanna,. Þorsteinn. Pétursson,.
síðar. foringi. Varnarliðs. verkamanna,. sagði.
þá.að.ekki.væri.hægt.„að.koma.upp.vopn-
uðum. flokki,. en. ef. á. þyrfti. að. halda. væri.
gott.að.félagsmenn.gætu.útvegað.sér.vopn,.
t .d ..kylfur.og.byssur .“13.Þorsteinn,.sem.sner-
ist.síðar.gegn.kommúnistum,.hefur.staðfest,.
að.um.15.manna.hópur.hafi.farið.að.hvatn-
ingum.hans.og.útvegað.sér.skotvopn,.flestir.
skammbyssur .. Ólíklegustu. menn. hefðu.
verið.furðu.óþreyjufullir.að.hefja.byltingu .14.
Árið.1931.hafði.Kommúnistaflokkurinn.
síðan. samþykkt. að. stofna. leynilegt. lið. til.
„að.ala.upp.hreina.byltinga.bardagamenn“ ..
Foringinn,. Jafet. Ottósson,. hafði. stundað.
nám. í. Vestur-háskólanum. í. Moskvu,. en.
verið. sendur. heim. sökum. þroskaleysis. í.
stjórnmálum .. Í. liðinu. voru. um. 25. menn.
(álíka.margir.og. í.Reykjavíkurlögreglunni).
og.markmiðið.var.að.gera.þá.hæfari.„í.hinni.
teknisku. baráttu. [skotfimi,. bardögum],.
íþróttum.&c“ ..
Þegar. íslenskir. nemar. í. Lenínskólanum.
fréttu. af. þessu. liði,. sögðu. þeir. miðstjórn.
KFÍ. (eflaust. að. ráðum. Kominterns). að.
það.gæti.spillt.fyrir.flokknum.að.slíkt.bar-
dagalið. starfaði. neðanjarðar. „eins. og. sakir.
standa“ .. Kommúnistar. gætu. áfram. búið.
sig.undir.byltingu.með.því.að.starfa.í.skot-
félögum. og. íþróttafélögum. í. Reykjavík.
(eins. og. ungir. kommúnistar. höfðu. áttað.
sig.á.1924),.en.ella.ætti.að.skipuleggja.liðið.
sem.lögleg.fjöldasamtök ..Höfuðatriði.í.bylt-
ingartækninni.væri.„að.mobilisera.fjöldann.
til.varnar“ .15...Stofnun.Varnarliðsins.var.enn.
eitt.skref.í.byltingarundirbúningi.á.Íslandi,.
vísir. að. Rauðum. her,. og. stríðsyfirlýsing.
KFÍ.við.„ríkisvald.borgaranna .“*16...Nokkrir.
kommúnistar,. sem. handteknir. voru. vegna.
atlögunnar. gegn. bæjarstjórninni,. neituðu.
líka. með. öllu. að. svara. spurningum. í.
yfirheyrslum,. því. að. hér. væri. um. að.
ræða. „stéttadómstól. . . .. sem. fella. ætti.
____________________
*.Aðalfyrirmynd.íslenskra.kommúnista.var.Roter.Frontkämpfer.Bund,.öflugur.einkaher.Kommúnistaflokks.
Þýskalands,.en.þar.í.landi.höfðu.Einar.Olgeirsson.og.Brynjólfur.Bjarnason.kynnst.starfi.kommúnista ..Rot.
Front-liðið.hafði.sprottið.upp.úr.sveitum.uppgjafahermanna.(Frontkämpfer),.sem.ítrekað.höfðu.reynt.að.
hrifsa.til.sín.völd.í.Þýskalandi.að.lokinni.fyrri.heimsstyrjöld.og.stundaði.nú.götubardaga.og.skærur.af.því.tagi,.
sem.voru.að.steypa.Weimar-lýðveldinu.þýska.í.glötun.og.greiða.Hitler.leið.til.valda .