Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 5

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 5
Ritstjóraspjall Vetur 2008 _____________ Mikil tíðindi hafa gerst frá því Þjóðmál komu síðast út og setur það eðlilega svip sinn á þetta hefti . Ragnar Önundar son rifjar upp varnaðarorð sín, sem enginn vildi hlusta á, um hvert stefndi í fjármálalífinu og sundurgreinir þann vanda sem við var að etja, Geir Ágústsson tekur til varna fyrir kap ítal ismann, Davíð Þorláksson skrifar um laga umhverfi endurreists fjármálakerfis, Björn Bjarnason fjallar um sjálfsmynd Ís- lend inga og þjóðrembu „útrásarinnar“, Páll Vil hjálms son sýnir hvernig vinstri flokkarnir lögðu Baugsveldinu lið við að grafa undan ríkis valdinu og stofnunum þess og þar með gefa hinu nýja auðvaldi frjálst spil í „útrás“ sinni . Í bókardómi segir Þórdís Bachmann frá aðal-„klappstýru út rásarinnar“, sjálfum for- seta landsins, sem ásamt fjölmiðlunum ber mesta ábyrgð á því gagnrýnisleysi sem ríkt hefur um starfsemi fjármálalífsins á und an- förnum árum . Tryggvi Páll Friðriksson svar- ar spurningunni: Hvað á að gera við lista- verkaeign bankanna eftir að þeir komust aftur í ríkiseigu? Þá víkur Pjetur Stefánsson að hinu svívirðilega Davíðshatri sem Baugs- miðlarnir hafa magnað upp með linnu- lausum áróðri og rangfærslum . Loks fjallar Gunnar Rögnvaldsson um Seðlabankann og þjóðfélagið, en það er reginmisskilningur að það standi ekki styrr um stefnu seðlabanka í öðrum löndum og að seðlabankastjórar leyfi sér almennt ekki að tala hreint út og takast á við sitjandi ríkisstjórnir . Ýmislegt fleira efni er í heftinu, eins og vera ber, því lífið heldur áfram í öllum sínum fjölbreytileika . Það er fásinna að halda því fram að hér á landi ríki eins konar byltingarástand eins og þeir, sem staðið hafa fyrir útifundunum undanfarnar vikur, hafa á orði . Miklir fjármunir hafa vissulega glatast og það þurfa allir að leggja sitt af mörkum til að vinna sig út úr þessum erfiðleikum . En öll él birtir um síðir og það er svo óendanlega margt sem Íslendingar geta glaðst yfir á vegferð sinni frá því við tókum stjórn okkar litla lands í eigin hendur . Um þessar mundir eru 90 ár frá því landið varð fullvalda . Á þeim tíma hafa skipst á skin og skúrir en við höfum byggt upp öflugt velferðarríki sem flestar þjóðir heims líta öfundaraugum til . Banka- og útrásarbólan breytir engu um það . Og þess ber okkur auðvitað að minnast með þakklæti og hógværð, ekki síst núna á aðventunni . Vissulega þurfum við að horfast í augu við sjálf okkur á þessum erfiðu tímum . Það eru nefnilega fleiri en banka- og útrásarmennirnir og stjórnvöld sem ábyrgð bera . Ef ræður forseta landsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, end urspegla eitthvað meira en hugsanalíf hans sjálfs og þotuliðsins sem hann safnar í kringum sig, erum við sem þjóð þjökuð af skefja lausu monti og grunnhyggni . Það er í rauninni undirrót þess vanda sem við stöndum frammi fyrir . Almenningur lét berast með straumnum í hugsunarleysi, flaut sofandi að feigðarósi í takt við „klappstýrur Þjóðmál VOR 2006 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.