Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 8
6 Þjóðmál VETUR 2008
Fjárþrot og hrun íslenska bankakerfisins í byrjun október 2008 verður til umræðu
og athugunar um langan aldur bæði hér á
Íslandi og annars staðar . Viðbrögð erlendis
eru til marks um, að margir sérfróðir menn
telji fjármálakrísuna hér skólabókardæmi og
þess vegna verði það notað jafnt í fræðilegum
umræðum og eins sem víti til varnaðar .
Þessi orð eru rituð, áður en heildarmynd
hefur verið dregin upp af því, sem gerðist .
Ásakanir ganga á víxl . Rætt er um hug-
mynda fræðilegt hrun, sambærilegt við það,
sem gerðist, þegar kommúnisminn varð að
engu . Aðrir telja þjóðríki ekki standa eitt
undir sjálfu sér á tímum alþjóðavæðingar . Þá
er fjárhagsvandi Íslendinga rakinn til útrásar,
loftkastalasmíði og græðgi auðmanna . Loks er
talið, að allt hefði blessast, ef aðrir hefðu setið
við stjórnvölinn í ríkisstjórn, seðlabanka eða
eftirlitsstofnunum .
Hér verður litið á hugmyndafræði, þjóð-
rembu og útrás . Á þessu stigi er ekki fjallað
um stjórnkerfið . Þótt ég hafi ýmislegt um
þann þátt að segja, held ég mig frá því enn
um sinn .
I .
Þegar Íslendingar risu úr öskustónni og hófu sjálfstæðisbaráttu sína, urðu þeir
strax uppnæmir yfir því, sem sagt var um þá
í útlöndum . Hér er landlægt að gera mikið úr
því, sem útlendingar segja um land og þjóð .
Einnig er talið til marks um upphefð manna,
hve marga erlenda fyrirmenn þeir hafi hitt .
Það, sem á ensku er nefnt name dropping og
þykir ekki endilega neinum til hróss, virðist
litið öðrum augum hér . Sannast það til dæmis
í nýlegri bók Guðjóns Friðrikssonar um Ólaf
Ragnar Grímsson . Þar þykir frásagnarvert og
söguhetjunni til sérstaks ágætis, hve margt
frægt, erlent fólk Ólafur Ragnar þekkir . Þetta
er áréttað með því, að honum hafi tekist að
styggja Davíð Oddsson með svo löngu samtali
Af vettvangi stjórnmálanna
_____________
Björn Bjarnason
Hugmyndafræði –
þjóðremba – útrás