Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 12
10 Þjóðmál VETUR 2008
Hér skal þessi grein ekki rakin frekar, en
lýsingin er ekki beint uppörvandi séð með
íslenskum augum . Hún er hins vegar í stíl við
margt, sem sagt er hér á landi, þegar leitast er
við að afla ESB-málstað stuðnings . Dregnar
eru upp myndir, sem einkennast af ótta og
gylliboðum .
Athyglisvert er, að norski prófessorinn og
sendiherra ESB á Íslandi segja Íslendinga verða
að leita á náðir Brussel-valdsins til að geta
lifnað að nýju eftir dauðann . Þetta líkingamál
um mátt og samúð manna í Brussel sýnir, hve
sterka samningsstöðu ESB telur sig hafa .
Ólafur Gunnarsson, rithöfundur, sagði í
Frétta blaðinu 22 . nóvember, 2008:
,,Ég er opinn fyrir öllum kúltúráhrifum . En
ég er samt skíthræddur við Evrópusamband ið .
Eins og stendur í Egilssögu: Konungsgarður er
víður inngöngu en þröngur útgöngu . Var það
ekki í fréttum í vikunni að Evrópusam band-
ið hygðist engar tilslakanir gera vegna fiski-
mið anna? Vilja Íslendingar missa sjálfstæðið?
Einhver fugl stakk upp á því að við ættum
að breyta stefnu sambandsins hvað varðar
þessi mál þegar við værum gengin í það . Hver
vitiborinn maður hlýtur að sjá að þetta er
brjálsemi; svipuð heimspeki eins og að segja
að gott væri að komast í helvíti vegna þess að
maður gæti haft svo góð áhrif á djöfulinn .“
III .
Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands, flutti ræðu á morg-
un fundi Viðskiptaráðs Íslands 6 . nóvember,
2007 og sagði meðal annars:
„Hitt er einnig til að ný orð fái nánast á sig
goðsagnakennda helgimynd, eins og orðið
útrás, sem enginn þorir að vera á móti, svo
hann verði ekki sakaður um að vera úr takti,
hafi ekki framtíðarsýn eins og það heitir nú,
og þekki ekki sinn vitjunartíma .
„Útrás“ virðist þegar grannt er skoðað ekki
vera annað en venjuleg fjárfesting erlendis;
auðvitað iðulega einnig nýting á þekkingu og
hæfileikum í bland við fjárfestinguna .“
Í huga Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta
Íslands, var útrás Íslendinga annað og meira
en „venjuleg fjárfesting erlendis“ . Hún var
til marks um snilligáfu Íslendinga . Að öllum
öðrum ólöstuðum má fullyrða, að enginn
hafi ýtt eins mikið undir þjóðrembu með
tali um útrásina og sjálfur forsetinn . Nægir í
því efni að líta til erindis, sem hann flutti hjá
Sagnfræðingafélagi Íslands 10 . janúar 2006
undir fyrirsögninni: Útrásin: Uppruni –
einkenni – framtíðarsýn . (Á fundarstað hittust
þeir Ólafur Ragnar og Guðjón Friðriksson og
af því samtali spratt bókin um Ólaf Ragnar,
sem út kom í nóvember 2008 .)
Ólafur Ragnar sagði næga peninga til í ver-
öldinni, en frumleg og skapandi hugsun væri
af skornum skammti . Hér gætu hin smáu ríki
öðlast lykilstöðu því sagan sýndi að nýsköp un
og áfangar í þróun siðmenningar gætu birst
með skýrum hætti í fámennum samfélögum .
Flórens og Feneyjar á tímum endurreisnar,
Aþena og Róm til forna myndu á okkar tím-
um teljast til smæstu ríkja heims . Fór ekki á
milli mála, að hann líkti Íslandi við þessi frægu
borgríki, þegar hann sagði:
„Allt á þetta erindi í umræður um útrásina
og ég hef hvað eftir annað áréttað mikilvægi
menningar og siðvenja til skýringar á árangri
Íslendinga; nýlega í erindum bæði í London og
New York og nokkru áður í Kaupmannahöfn
en í þessum borgum er oft spurt hvernig á því
standi að íslenskir athafnamenn beri sigurorð af
öðrum, nái árangri sem tíðindum sætir og það
í greinum þar sem þjóðin var áður lítt að verki
svo sem í lyfjaframleiðslu, fjármálastarfsemi og
alþjóðlegum bankarekstri, í viðskiptum með
tískuvörur og í smásöluverslun, í framleiðslu
á gervilimum og í rekstri símafyrirtækja svo
að nokkur dæmi sé nefnd auk flugrekstrar og
markaðssetningar matvæla þar sem við hefðum
áður sýnt hvað lítil þjóð getur gert .“
Þegar hann ræddi um skaphöfn íslensku
at hafna mannanna sagði hann, að þeir ættu
auðvelt með að taka áhættu, að þora þegar
aðrir hikuðu, kannski vegna þess að lífi sjó-
mannsins fylgdi jafnan hætta og útrásin væri