Þjóðmál - 01.12.2008, Side 13

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 13
 Þjóðmál VETUR 2008 11 eins konar róður á ný mið og Ólafur Ragnar sagði orðrétt: „Við vitum líka að ætíð er hægt að hverfa aftur heim til Íslands ef illa fer í leiðangrinum og eiga hér hið besta líf því öryggisnetið sem velferðarsamfélagið veitir okkur tryggir öllum sama rétt til menntunar og umönnunar óháð efnahag . Athafnamenn í sumum öðrum lönd- um verða hins vegar oft að leggja velferð fjölskyldunnar á vogarskálar áhættunnar .“ Nú hljóma þetta eins og örgustu öfugmæli, þegar þjóðin öll þarf að súpa seyðið af þeirri áhættu, sem auðmennirnir tóku . Þeir lögðu velferð allrar íslensku þjóðarinnar á vogarskálar áhættunnar, sem þeir tóku . Sumarliði Ísleifsson, sagnfræðingur, sem meðal annars hefur ritstýrt þeim hluta sögu stjórnarráðsins, sem spannar árin frá 1964 til 2004, komst þannig að orði í Lesbók Morgun- blaðsins 15 . nóvember, 2008: „En heimurinn stendur ekki í stað . Allt breyttist eftir 1990 nema opinberar sjálfs- myndir Íslendinga eins og kom átakanlega í ljós þegar haldið var upp á svokallað landafundaafmæli fyrir tæpum áratug . Í kjölfarið kom svo útrásin þar sem sömu hugmyndum var haldið á lofti, boðaðar sjálfsmyndir sem byggðust á yfirburðahyggju og þeir lofaðir sem eru „aggressive and risk- taking“, (Sjá Ólafur Ragnar Grímsson, „How to succeed in Modern Business: Lessons from the Icelandic Voyage“; http://www .forseti . is/media/files/05 .05 .03 .Walbrook .Club . pdf) . Þetta var versta vegarnesti sem ungir og óreyndir karlmenn, haldnir nagandi efa um getu sína, gátu fengið og er óþarfi að ræða þau mál frekar á þessum vettvangi . Hins vegar er ljóst að tími er kominn til að setja önnur viðmið sem ekki byggjast á hugmyndum sem ætluð voru allt öðrum samfélagsmarkmiðum: að sameina fólk um að búa til þjóðríki . Nú þarf annars konar vegarnesti þar sem velferð byggist á samfélagslegri ábyrgð og náinni samvinnu þjóða . Þá er örugglega ekki affarasælast að leggja áherslu á yfirburði, sérstöðu og hreinleika .“ IV . Sumarliði Ísleifsson dregur þá ályktun af bankahruninu og reynslu Íslendinga, að ekki beri lengur að leggja áherslu á markmiðin, sem sameina fólk um að búa í þjóðríki heldur sé nú brýnast að efla nána samvinnu þjóða . Hið stóra stökk, sem Íslendingar tóku með aðild að Evrópska efnahagssvæðinu í upphafi tíunda áratugarins, byggðist einmitt á því að hefja nánari samvinnu við aðrar þjóðir en nokkru sinni fyrr, frá því að landið hlaut sjálf- stæði . Vegna þessa urðu meiri breytingar á þjóð félaginu en nokkurn grunaði, breytingar, sem síðan ýttu undir ofurtrú Íslendinga á sjálfum sér – ofurtrú, sem nú hefur snúist í andhverfu sína með brostinni sjálfsmynd . Trúin á, að unnt sé að snúa öllu á betri veg með aðild Íslands að Evrópusambandinu, byggist ekki á vantrú á hugmyndafræði fjór- frelsisins, heldur hinu, að þjóðin hafi ekki styrk til að standa á eigin fótum . Eftir að útrásaræðið er runnið af mönnum hefur þjóðremban snúist í andhverfu sína en ekki hugmyndafræðin, þess vegna sé best að ganga í ESB, skapa þurfi þjóðinni nýtt skjól . Ég tel, að sjóndeildarhringurinn eigi að vera stærri, þegar leitað er nánara sam- starfs við aðrar þjóðir . Með aðild að Evrópu sambandinu vær um við að þrengja svigrúm okkar á of mörg um sviðum, sem eiga ekkert skylt við nauðsyn þess að hafa hemil á áhættufíkn og loftkast ala smíð undir merkjum útrásar fjármálafyrir tækja, versl- unarjöfra og fasteignaeigenda . Þjóðin hef ur þegar fengið að súpa nægilega mikið seyði af þeirri framgöngu allri, þótt henni séu ekki einnig settir úrslitakostir varðandi aðild að Evrópusambandinu .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.