Þjóðmál - 01.12.2008, Page 15

Þjóðmál - 01.12.2008, Page 15
 Þjóðmál VETUR 2008 13 aðar brot og að misnota aðstöðu sína . „Stjórn Bonus Stores þykir í hæsta máta óeðli legt að framkvæmdastjóri hagnist á viðskiptum við eigið fyrirtæki,“ stendur svart á hvítu í frétta- tilkynningunni sem er undir rituð af Tryggva Jónssyni þáverandi aðstoðar forstjóra Baugs . Það sem Jim Schafer var rekinn fyrir í Banda- ríkjunum stundaði Jón Ásgeir hér heima í trausti þess að verða ekki afhjúpaður . Haustið 2003 keypti útgáfufélag Frétta- blaðsins bú DV sem hafði verið tekið til gjald- þrotaskipta . Um áramótin gekk Jón Ásgeir frá samningum við Jón Ólafsson, kenndan við Skífuna, um að kaupa eignir hans á Íslandi, þar með talinn ráðandi hlutur í Norður ljós- um sem rak m .a . Stöð 2 og Bylgjuna . Jón Ásgeir er næmur á almenningsálitið og taldi sig hafa sterkt vopn í hendi þar sem fjölmiðlarnir voru til að berja á þeim sem andæfðu vaxandi veldi hans . Davíð Oddsson forsætisráðherra var einn þeirra sem hafði fullan fyrirvara á framferði nýauðvaldsins . Davíð gagnrýndi matvöruverslanir fyrir að lækka ekki vöruverð þegar gengi krónunnar hækkaði . Á Alþingi í janúar 2002 sagði Davíð í utandagskrárumræðum að til greina kæmi að skipta Baugi upp ef fyrirtækið misnotaði markaðsráðandi stöðu sína . Málshefjandi var Össur Skarphéðinsson sem þá var formaður Samfylkingarinnar . „Stóru keðjurnar hafa í skjóli einokunar keyrt upp matarverð . Hreðjatak þeirra á markaðnum hefur kallað fáheyrða dýrtíð yfir neytendur,“ sagði Össur og bætti við: „Það er skoðun okkar í Samfylkingunni að Samkeppnisstofnun eigi að fá í hendur þau tæki sem hún þarf til þess að skipa fyrir um breytingar, þar á meðal að skipta upp slíkum einokunarrisum ef hún telur þess þörf til þess að vernda hagsmuni neytenda .“ Í fyrsta svari sínu til Össurar fór for sætis- ráðherra almennum orðum um efnahags- ástandið og taldi það horfa til betri vegar þrátt fyrir verðbólguskot . Össur fór öðru sinni í ræðustól og brýndi forsætisráðherra . Davíð svaraði með þessum orðum:ð „[Auð- vi tað á að fylgja því eftir að stórir aðilar séu ekki að misnota aðstöðu sína . Auðvitað er 60% eignaraðild í matvælafyrirtækjum, versl unar fyrirtækjum í matvælaiðnaði, allt of há hlutdeild . Auðvitað er það uggvænlegt og sérstaklega þegar menn hafa á tilfinning- unni að menn beiti ekki því mikla valdi sem þeir hafa þar af skynsemi . Auðvitað hlýtur að koma til greina af hálfu ríkisins og Alþingis að skipta upp slíkum eignum ef þær eru misnotaðar .“ Jón Ásgeir tók gagnrýninni illa og gremja hans beindist að forsætisráðherra en ekki máls hefjanda . Hreinn Loftsson, þáverandi stjórn arformaður Baugs, var sendur á fund Davíðs . Hreinn var aðstoðarmaður Davíðs áður en hann hóf störf hjá Baugi . Þeir hittust í London og áttu þar tveggja manna tal sem nokkru síðar var gert að umtalsefni á forsíðu Frétta blaðsins . Forstjóri Baugs beit það í sig að forsætis- ráðherra stæði á bakvið húsrannsóknina hjá Baugi haustið áður . Lögreglurannsóknin var upphafið að Baugsmálum svokölluðum sem lauk með dómi Hæstaréttar um mitt ár 2008 . Jóni Ásgeiri fannst óhugsandi að lög- reglan tæki Baug til rannsóknar án beinna fyrirskipana frá forsætisráðherra . Dagskrár- valdi Fréttablaðsins, sem Jón Ásgeir stýrði án þess að almenningur vissi að hann ætti blaðið, skyldi beitt á forsætisráðherra . Veturinn 2003 varð til áætlun hjá Jóni Ásgeiri og Gunnari Smára ritstjóra um að binda enda á pólitískan feril Davíðs en þingkosningar voru þá um vorið . Fyrir kosningar eru stjórnmálamenn hvað veikastir fyrir . Ef tekst að draga trúverðugleika og heilindi stjórnmálamanns í efa skömmu fyrir kosningar stendur hann höllum fæti . Í hita kosningabaráttunnar er snúið að vinda ofan af rangfærslum og blekkingum . Í aðdraganda kosninganna fengu Baugs- menn góðan liðstyrk frá forsætisráðherra- efni Samfylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur . Í svonefndri Borgarnesræðu tók

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.