Þjóðmál - 01.12.2008, Side 19

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 19
 Þjóðmál VETUR 2008 17 Eggert Pétursson listmálari er löngu þekktur fyrir fíngerð málverk sín af íslenskum plöntum og blómum . Málverk hans eru svo eftirsótt að þeir sem vilja eignast þau verða yfirleitt að bíða í nokkur ár . Carnegie-verðlaunin árið 2006 drógu ekki úr eftirspurninni og vinsældunum . Einkasýningar Eggerts hér á landi eru orðn- ar tuttugu, auk einkasýn- inga í Austurríki, Bret- landi, Hollandi og Sví þjóð . Þá hefur hann tekið þátt í samsýningum á Íslandi og í mörgum öðrum lönd um . Hér verður sagt frá inn- lendu einkasýn ing un um og rifjaðir upp dómar um þær . Fegurðin er kjarni lífsins En stöldrum fyrst við á barnaskólaárunum . Meðan Eggert Pétursson var í Laugar nes skólanum í Reykjavík hafði hann mik inn áhuga á teikningu . Þeg ar hann var tólf ára gam- all tók hann þátt í teikni- mynda samkeppni meðal skóla barna . Efnt var til hennar í til efni af fyrstu fegrunarviku Fegrunarnefndar Reykja víkur, í þeim tilgangi að glæða feg urð ar skyn skóla- æskunnar fyrir umhverfi sínu og efla virðingu fyrir átthögunum . Átta tíu myndir bárust og sérstök dómnefnd valdi bestu myndirnar .1 Verðlaunin voru afhent 30 . maí 1969 í hinu sögufræga húsi Höfða við Borgartún . Ragnheiður Vídalín úr Hvassaleitisskóla fékk fyrstu verðlaun, Þórir Barðdal úr Lauga lækjar- skóla önnur verðlaun og Eggert Pét ursson úr Laugarnesskóla þriðju verð laun . Hann fékk bók- ina Svipur Reykja víkur eft ir Árna Óla . Höfund- urinn afhenti verðlaunin og ávarpaði skóladrenginn og talaði um fegurðina, sem hann taldi vera kjarna lífs ins . Árni sagðist einnig vænta þess að fögur borg og fagurt mannlíf héldust í hendur .2 Þess má geta til gam ans að Ingólfur Arn ars son, sem síðar varð náinn sam- starfsmaður Eggerts í list- Jónas Ragnarsson Nærmyndir af náttúrunni Málverkasýningar Eggerts Péturssonar Eggert Pétursson . Myndin er tekin á vinnustofu hans í Vesturbænum í Reykjavík í lok otóber 2008 . Ljósm . Gísli Baldur Gíslason .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.