Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 23

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 23
 Þjóðmál VETUR 2008 21 11 . Lofsöngur til náttúrunnar Laugardaginn 6 . apríl 1991 var opnuð sýning á verkum Eggerts í Nýlistasafninu við Vatnsstíg í Reykjavík og stóð hún til 21 . apríl . Á jarðhæð safnsins var stórt umhverfislistaverk, á fyrstu hæð voru náttúruljósmyndir og í efri sölunum málverk úr íslenskri náttúru . Sýningin var sögð afrakstur sex mánaða starfslauna sem Eggert hafði hlotið árið áður . „Sérhvert málverk er eins og tilviljunar- kennd og um leið yfirmáta hlutlæg nærmynd af náttúrunni,“ sagði Aðalsteinn Ingólfsson í DV .21 Honum fannst sum málverkanna með afbrigðum fínunnin og áhrifamáttur inn fælist í trúnaði þeirra við náttúruna . „List og veruleiki eru eitt .“ „Er hér um að ræða nokkurs konar lofsöng til náttúrunnar og brotabrota hennar . Hins lífræna í því smágerða og ljósflæðisins sem umlykur það,“ sagði Bragi Ásgeirsson í Morg- unblaðinu .22 12 . Örveröld jurtanna Eggert hafði dvalið í Bretlandi í þrjú ár þegar opnuð var sýning á verkum hans í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti í Reykja- vík, 16 . september 1994, en hún stóð til 6 . október . Málverkin sjö á sýningunni voru frá þessum þremur árum, en fyrirmyndirnar voru íslenskar plöntur . „Í verkum hans birtist örver öld jurtanna, sem fylla hina smáu myndfleti listamannsins gjörsamlega þannig að út af flóir, og listunnendur geta hrein lega týnt sér í skrúði lágplantna og smá blóma,“ sagði Eiríkur Þor- láksson í Morgunblaðinu .23 Listamaðurinn sjálfur sagðist í sýningarskrá hafa sótt innblástur til íslenskra plantna . „Við vinnslu málverkanna legg ég mikið upp úr að ná sem mestum smáatriðum svo oft jaðrar við þráhyggju .“24 13 . Friður og ró Eggert var enn búsettur í Bretlandi þegar fyrsta sýning hans var í Galleríi Ingólfs- stræti 8, frá 10 . október til 3 . nóvember 1996 . Galleríið er nú betur þekkt sem i8, eftir götunafninu og númerinu, og hefur annast sölu á verkum Eggerts undanfarin ár . Á sýningunni voru átta verk, máluð 1995 og 1996 .25 Dökkir og grænir litir þóttu ein- kennandi á sýningunni . Ingólfur Arnarsson sagði í sýningarskrá: „Þegar hann málar blóm er hann á vissan hátt blóma málari því blómin eru meðhöndluð af virðingu en jafnframt er list hans dulbúin í gervi blómamálverka .“26 Braga Ásgeirssyni fannst vinnubrögð Eggerts minna á átjándu aldar málara . „Hin sterka tilvísun felst hér í hinum jafna og hárnákvæma stígandi jurta- og blómaforma, sem minnir okkur á þörf mannsins fyrir frið og ró, að ljósið, loftið, kyrrðin og hin mettaða flóra jarðar eru hinir sönnu vinir mannsins,“ sagði Bragi í Morgunblaðinu .27 „Eggert Pétursson hefur lagt sig eftir því að mála myndir af botngróðri íslenskrar fjalla flóru Málverk af ljósbera, málað 2003, 115x90 sentimetrar .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.