Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 26

Þjóðmál - 01.12.2008, Síða 26
24 Þjóðmál VETUR 2008 út í hött að tala um hann sem arftaka Kjarvals . Að minnsta kosti hefur hann tekið við einum hluta arfs hans: Að beina augum okkar ofan í jörðina, að hinu smáa og lífseiga .“43 Í Lesbók Morgunblaðsins sagði Anna Jó hanns- dóttir að uppsetning verkanna væri óað finn an leg og að Eggert hefði hér stigið fram á sjónarsvið- ið „sem málari sem náð hefur meistaratökum á viðfangsefni sínu – og þar gegna handverkið og fagurfræðin lykilhlutverki ekki síður en hugmyndaleg framsækni – og þannig skapað sér algjöra sérstöðu og skipað sér í hóp með fremstu málurum samtímans“ .44 Þegar myndlistargagnrýnendur Morgun- blaðsins gerðu upp árið völdu þeir sýningu Eggerts sem myndlistarsýningu ársins .45 19 . Selt á einum degi Aðeins fimm dögum eftir opnun yfirlitssýningarinnar á Kjarvalsstöðum var opnuð önnur stór sýning í i8 galleríi í Reykja vík . Hún stóð frá 13 . september til 27 . október 2007 . Þetta voru eitt hundrað málverk . Í kynningu sagði: „50 ferningslaga myndir hanga innan rétthyrnings, þar sem lesa má tíma sumarsins frá vori til hausts í línum niður eftir veggnum eftir blómgunartíma plantnanna, líkt og að lesa blaðsíðu í bók . 50 rétthyrningslaga myndir hanga í einni línu andspænis á hinum þremur veggjum salarins og aftur má lesa tíma sumarsins eftir línunni frá vinstri til hægri .“ Meðan á sýningunni stóð var prentað „bókverk sem birtir myndir sýningarinnar í raunstærð, í heild eða að hluta“ .46 Skemmst er frá því að segja að myndirnar seld- ust allar á fyrsta degi, sem talið var einsdæmi .47 20 . Gróður á Berjadögum Dagana 16 .–18 . ágúst 2008 sýndi Eggert fimmtán vatnslitaskissur í Listhúsi í Ólafsfirði, í tengslum við tónlistarhátíðina Berjadaga . Sýningin var nefnd Gróður . Þetta var afrakstur sumardvalar í Skagafirði, en Eggert hafði verið í listamannsíbúð í Bæ á Höfðaströnd í júlímánuði . Blómin lifa Þessar tuttugu einkasýningar Eggerts Pét-urs sonar eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri . Á sumum þeirra var eitt verk til sýnis og hundrað verk á einni . Tvær stóðu í tvær klukku stundir og ein í rúmar átta vikur . En blóm in hafa sótt á eftir því sem árin hafa liðið . Í útvarpsþætti sem fluttur var í desember 2007 var Eggert spurður um stöðu sína . „Það er langt frá því að ég sé búinn að tæma þetta verkefni,“ sagði listamaðurinn . „Blómin munu halda áfram að lifa í mínum verkum .“48 Tilvísanir og heimildir 1 Teiknisamkeppni skólabarna um fegrun borgarinnar . Morgunblaðið, 31 . maí 1969 . 2 Verðlaunaafhending í teiknimyndasamkeppni . Þjóðviljinn, 31 . maí 1969 . 3 Árni Johnsen: Hreint og fínt eða dót og drasl . Morgunblaðið, 21 . júní 1969 . 4 Sýningarskrá, janúar 1980 . 5 Hannes Lárusson: Taóísk náttúruspeki . Vísir, 11 . janúar 1980 . 6 Bragi Ásgeirsson: Blómapressuþrykk . Morgunblaðið, 15 . janúar 1980 . 7 Aðalsteinn Ingólfsson: Blómin tala . Dagblaðið, 11 . janúar 1980 . 8 Halldór Björn Runólfsson: Nýlist heima og heiman . Þjóðviljinn, 11 . janúar 1980 . 9 Sýning í bókasafninu . Morgunblaðið, 26 . júlí 1980 . 10 Sýn ir eitt verk . Morgunblaðið, 28 . febrúar 1982 . 11 Ingólfur Arnarsson: List Eggerts Péturssonar . Eggert Pétursson 10 . október – 3 . nóvember 1996 . (Sýningarskrá .) 12 Eggert sýnir í Rauða húsinu . Dagur, 17 . ágúst 1982 . 13 Eggert Pétursson sýnir skreyti . Morgunblaðið, 18 . mars 1983 . 14 Sýn ingarsalir . Helgarpósturinn, 18 . mars 1983 . 15 Halldór Björn Runólfsson: Skapað í tómið . Þjóðviljinn, 1 . desember 1984 . 16 Bragi Ásgeirsson: Sýning Eggerts Péturssonar . Morgunblaðið, 4 . desember 1984 . 17 Bragi Ásgeirsson: Ný sjónarhorn . Morgunblaðið, 24 . janúar 1987 . 18 Aðalsteinn Ingólfsson: Á lágu nótunum . DV, 24 . janúar 1987 . 19 Eggett Pétursson . Persónulegar upplýsingar, október 2008 . 20 Bragi Ásgeirsson: Notalegt sjónarhorn . Morgunblaðið, 6 . september 1989 . 21 Aðalsteinn Ingólfsson: Takmarkalaus málverk . DV, 19 . apríl 1991 . 22 Bragi Ásgeirsson: Brotabrot . Morgunblaðið, 20 . apríl 1991 . 23 Eiríkur Þorláksson: Örveröld gróðursins . Morgunblaðið, 28 . september 1994 . 24 Egg- ert Pétursson . Sýning . Gallerí Sævars Karls 16 .9 .–6 .10 . 1994 . (Sýningarskrá .) 25 Blóm í brennidepli . Morgunblaðið, 10 . október 1996 . 26 Ingólfur Arnars- son: List Eggerts Péturssonar . Eggert Pétursson 10 . október – 3 . nóvember 1996 . (Sýningarskrá .) 27 Bragi Ásgeirsson: Einsleit brigði . Morgunblaðið, 29 . okt óber 1996 . 28 Ólafur Gíslason: Smávinir fagrir . DV, október 1996 . 29 Egg- ert Pétursson listamaður opnar sýningu . Hver mynd tvö ár á trönunum . DV, 21 . júní 2001 . 30 Galleri i8 við Klapparstíg . Nálægð og fjarlægð . Fréttablaðið, 21 . júní 2001 . 31 Heiða Jóhannsdóttir: Lesið í blómin . Lesbók Morgunblaðsins, 30 . júní 2001 . 32 Aðalsteinn Ingólfsson: Foldarskart . DV, 9 . júlí 2001 . 33 Hall dór Björn Runólfsson: Að fanga óreiðuna . Morgunblaðið, 13 . júlí 2001 . 34 Nota fleiri liti og mála fleiri tegundir af blómum . Morgunblaðið, 8 . maí 2003 . 35 Jón B . K . Ransu: Gott málverk er gott . Lesbók Morgunblaðsins, 17 . maí 2003 . 36 Aðalsteinn Ingólfsson: Liljur vallarins . DV, 20 . maí 2003 . 37 Blóm- róf, minningar og heimildasöfn . Morgunblaðið, 8 . nóvember 2003 . 38 Þór- oddur Bjarnason: Akureyri . Lesbók Morgunblaðsins, 29 . nóvember 2003 . 39 Egg ert Pétursson . Sýning á nýju verki 3 . 8 . - 5 . 9 . 2004 . Safn.is . 40 Kurr - inn vegna samnings míns við borgina kom mér ekki á óvart . DV, 3 . ágúst 2004 . 41 Eggett Pétursson . Persónulegar upplýsingar, október 2008 . 42 Ólafur Ragnar Grímsson: Eggert Pétursson . Yfirlitssýning . Forseti.is, 8 . september 2008 . 43 Silja Aðalsteinsdóttir: Menning . Viðskiptablaðið, 14 . september 2007 . 44 Anna Jóhannsdóttir: Meistaratök . Lesbók Morgunblaðsins, 22 . september 2007 . 45 Myndlistarsýningar ársins . Morgunblaðið, 31 . desember 2007 . 46 Eggert Pétursson og Hanna Cristel í i8 . Sim.is, 12 . september 2007 . 47 Seldi eitt hundrað myndir á einum degi . Fréttablaðið, 26 . september 2007 . 48 Ragnar Jónasson og Jónas Ragnarsson: Smávinir fagrir, foldarskart . Ríkisútvarpið, Rás 1, 29 . desember 2007 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.