Þjóðmál - 01.12.2008, Side 26

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 26
24 Þjóðmál VETUR 2008 út í hött að tala um hann sem arftaka Kjarvals . Að minnsta kosti hefur hann tekið við einum hluta arfs hans: Að beina augum okkar ofan í jörðina, að hinu smáa og lífseiga .“43 Í Lesbók Morgunblaðsins sagði Anna Jó hanns- dóttir að uppsetning verkanna væri óað finn an leg og að Eggert hefði hér stigið fram á sjónarsvið- ið „sem málari sem náð hefur meistaratökum á viðfangsefni sínu – og þar gegna handverkið og fagurfræðin lykilhlutverki ekki síður en hugmyndaleg framsækni – og þannig skapað sér algjöra sérstöðu og skipað sér í hóp með fremstu málurum samtímans“ .44 Þegar myndlistargagnrýnendur Morgun- blaðsins gerðu upp árið völdu þeir sýningu Eggerts sem myndlistarsýningu ársins .45 19 . Selt á einum degi Aðeins fimm dögum eftir opnun yfirlitssýningarinnar á Kjarvalsstöðum var opnuð önnur stór sýning í i8 galleríi í Reykja vík . Hún stóð frá 13 . september til 27 . október 2007 . Þetta voru eitt hundrað málverk . Í kynningu sagði: „50 ferningslaga myndir hanga innan rétthyrnings, þar sem lesa má tíma sumarsins frá vori til hausts í línum niður eftir veggnum eftir blómgunartíma plantnanna, líkt og að lesa blaðsíðu í bók . 50 rétthyrningslaga myndir hanga í einni línu andspænis á hinum þremur veggjum salarins og aftur má lesa tíma sumarsins eftir línunni frá vinstri til hægri .“ Meðan á sýningunni stóð var prentað „bókverk sem birtir myndir sýningarinnar í raunstærð, í heild eða að hluta“ .46 Skemmst er frá því að segja að myndirnar seld- ust allar á fyrsta degi, sem talið var einsdæmi .47 20 . Gróður á Berjadögum Dagana 16 .–18 . ágúst 2008 sýndi Eggert fimmtán vatnslitaskissur í Listhúsi í Ólafsfirði, í tengslum við tónlistarhátíðina Berjadaga . Sýningin var nefnd Gróður . Þetta var afrakstur sumardvalar í Skagafirði, en Eggert hafði verið í listamannsíbúð í Bæ á Höfðaströnd í júlímánuði . Blómin lifa Þessar tuttugu einkasýningar Eggerts Pét-urs sonar eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri . Á sumum þeirra var eitt verk til sýnis og hundrað verk á einni . Tvær stóðu í tvær klukku stundir og ein í rúmar átta vikur . En blóm in hafa sótt á eftir því sem árin hafa liðið . Í útvarpsþætti sem fluttur var í desember 2007 var Eggert spurður um stöðu sína . „Það er langt frá því að ég sé búinn að tæma þetta verkefni,“ sagði listamaðurinn . „Blómin munu halda áfram að lifa í mínum verkum .“48 Tilvísanir og heimildir 1 Teiknisamkeppni skólabarna um fegrun borgarinnar . Morgunblaðið, 31 . maí 1969 . 2 Verðlaunaafhending í teiknimyndasamkeppni . Þjóðviljinn, 31 . maí 1969 . 3 Árni Johnsen: Hreint og fínt eða dót og drasl . Morgunblaðið, 21 . júní 1969 . 4 Sýningarskrá, janúar 1980 . 5 Hannes Lárusson: Taóísk náttúruspeki . Vísir, 11 . janúar 1980 . 6 Bragi Ásgeirsson: Blómapressuþrykk . Morgunblaðið, 15 . janúar 1980 . 7 Aðalsteinn Ingólfsson: Blómin tala . Dagblaðið, 11 . janúar 1980 . 8 Halldór Björn Runólfsson: Nýlist heima og heiman . Þjóðviljinn, 11 . janúar 1980 . 9 Sýning í bókasafninu . Morgunblaðið, 26 . júlí 1980 . 10 Sýn ir eitt verk . Morgunblaðið, 28 . febrúar 1982 . 11 Ingólfur Arnarsson: List Eggerts Péturssonar . Eggert Pétursson 10 . október – 3 . nóvember 1996 . (Sýningarskrá .) 12 Eggert sýnir í Rauða húsinu . Dagur, 17 . ágúst 1982 . 13 Eggert Pétursson sýnir skreyti . Morgunblaðið, 18 . mars 1983 . 14 Sýn ingarsalir . Helgarpósturinn, 18 . mars 1983 . 15 Halldór Björn Runólfsson: Skapað í tómið . Þjóðviljinn, 1 . desember 1984 . 16 Bragi Ásgeirsson: Sýning Eggerts Péturssonar . Morgunblaðið, 4 . desember 1984 . 17 Bragi Ásgeirsson: Ný sjónarhorn . Morgunblaðið, 24 . janúar 1987 . 18 Aðalsteinn Ingólfsson: Á lágu nótunum . DV, 24 . janúar 1987 . 19 Eggett Pétursson . Persónulegar upplýsingar, október 2008 . 20 Bragi Ásgeirsson: Notalegt sjónarhorn . Morgunblaðið, 6 . september 1989 . 21 Aðalsteinn Ingólfsson: Takmarkalaus málverk . DV, 19 . apríl 1991 . 22 Bragi Ásgeirsson: Brotabrot . Morgunblaðið, 20 . apríl 1991 . 23 Eiríkur Þorláksson: Örveröld gróðursins . Morgunblaðið, 28 . september 1994 . 24 Egg- ert Pétursson . Sýning . Gallerí Sævars Karls 16 .9 .–6 .10 . 1994 . (Sýningarskrá .) 25 Blóm í brennidepli . Morgunblaðið, 10 . október 1996 . 26 Ingólfur Arnars- son: List Eggerts Péturssonar . Eggert Pétursson 10 . október – 3 . nóvember 1996 . (Sýningarskrá .) 27 Bragi Ásgeirsson: Einsleit brigði . Morgunblaðið, 29 . okt óber 1996 . 28 Ólafur Gíslason: Smávinir fagrir . DV, október 1996 . 29 Egg- ert Pétursson listamaður opnar sýningu . Hver mynd tvö ár á trönunum . DV, 21 . júní 2001 . 30 Galleri i8 við Klapparstíg . Nálægð og fjarlægð . Fréttablaðið, 21 . júní 2001 . 31 Heiða Jóhannsdóttir: Lesið í blómin . Lesbók Morgunblaðsins, 30 . júní 2001 . 32 Aðalsteinn Ingólfsson: Foldarskart . DV, 9 . júlí 2001 . 33 Hall dór Björn Runólfsson: Að fanga óreiðuna . Morgunblaðið, 13 . júlí 2001 . 34 Nota fleiri liti og mála fleiri tegundir af blómum . Morgunblaðið, 8 . maí 2003 . 35 Jón B . K . Ransu: Gott málverk er gott . Lesbók Morgunblaðsins, 17 . maí 2003 . 36 Aðalsteinn Ingólfsson: Liljur vallarins . DV, 20 . maí 2003 . 37 Blóm- róf, minningar og heimildasöfn . Morgunblaðið, 8 . nóvember 2003 . 38 Þór- oddur Bjarnason: Akureyri . Lesbók Morgunblaðsins, 29 . nóvember 2003 . 39 Egg ert Pétursson . Sýning á nýju verki 3 . 8 . - 5 . 9 . 2004 . Safn.is . 40 Kurr - inn vegna samnings míns við borgina kom mér ekki á óvart . DV, 3 . ágúst 2004 . 41 Eggett Pétursson . Persónulegar upplýsingar, október 2008 . 42 Ólafur Ragnar Grímsson: Eggert Pétursson . Yfirlitssýning . Forseti.is, 8 . september 2008 . 43 Silja Aðalsteinsdóttir: Menning . Viðskiptablaðið, 14 . september 2007 . 44 Anna Jóhannsdóttir: Meistaratök . Lesbók Morgunblaðsins, 22 . september 2007 . 45 Myndlistarsýningar ársins . Morgunblaðið, 31 . desember 2007 . 46 Eggert Pétursson og Hanna Cristel í i8 . Sim.is, 12 . september 2007 . 47 Seldi eitt hundrað myndir á einum degi . Fréttablaðið, 26 . september 2007 . 48 Ragnar Jónasson og Jónas Ragnarsson: Smávinir fagrir, foldarskart . Ríkisútvarpið, Rás 1, 29 . desember 2007 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.