Þjóðmál - 01.12.2008, Page 30
28 Þjóðmál VETUR 2008
Evrópa sækir fyrri styrk
Nú togar einn kraftur: Evrópa sem er að sækja fyrri styrk . Hinn öflugi segull
Brussel togar . Hin forna nýlenda er aftur á
áhrifasvæði Evrópu . Meirihluti þjóðarinnar
telur rétt að þjóðin gangi í Evrópusambandið .
Til þess að ganga þar inn þarf Ísland að láta
af hendi stjórn fiskimiða sinna, hátt í milljón
ferkílómetra . Íslensk þjóð hefur orðið fyrir
þungu áfalli með ónýta krónu og telur sig
þurfa að komast í skjól í Brussel enda við ysta
haf á ný, líkt og um aldir alda .
Evrópa er að sameinast þar sem evran er
öflugasti krafturinn . Spurning er hvort evran
sameini álfuna líkt og dollar bjó til risaveldi
Ameríku á 19 . öld . Giscard deEstaing, fyrrum
Frakklandsforseti, sagði eitt sinn: „Heimurinn
þarfnast sameinaðrar Evrópu . Vonandi verður
Evrópa sameinuð um miðja öldina . Með
forseta Evrópu horfum við til George Wash-
ington .“ Hann vill kalla hið sameinaða ríki
Europe Unie eða United Europe en getur vel
fellt sig við United States of Europe . „Lengi lifi
Evrópa,“ segir Giscard .
Þetta er hið stóra álitaefni íslensks samtíma .
Getur Ísland staðið á eigin fótum út við
ysta haf? Getur og vill þjóðin standa utan
Evrópusambandsins? Í því sambandi verður
áleitin sú spurning hver þróunin verði í
Evrópu . Verður Evrópa bandalag þjóða eða
sameinast álfan í United States of Europe á
næstu 50 árum – 100 árum eða 500 árum?
Hvernig líður Íslandi í evrópsku stórríki;
útkjálki – hornstrandir Evrópu eða dýnamískt
hérað?
Hver verður sérstaða þjóðar?
Þetta eru álitaefnin sem tekin eru til
skoðunar í Váfugli .
Borgarskáldið Tómas Guðmundsson orti
við stofnun lýðveldis:
Og langi einhvern með land sitt í aðrar álfur,
hann ætti að láta sjer nægja að fara það sjálfur .
Því stefnan er ein – hvorki austur né vestur um haf –
og vér ætlum oss sjálfir það land, er oss Drottinn gaf .
Við látum helvítin hafa það,“ hrópaði Krummi úr brúnni og glotti við tönn .
„Við fylgjum þér,“ svaraði Guðjón háseti
Karls son á stýrinu .
Skipið öslaði ölduna á fullri ferð, vélin öskr-
aði líkt og ljón með reistan makka svo hljóm-
aði um allan sjó . Elliði VE var glæsilegasta skip
Eyjaflotans, mikið happafley sem klauf ölduna
svo ekkert annað íslenskt fiskiskip náði slíkum
hraða . Þeir félagarnir voru ekki á eftir þeim gula
í þetta sinn . Þeir ætl uðu að vængstýfa Baskana
sem voru í botnlausum karfa á Selvogsgrunni .
Lífríki sjávar við Ísland hafði breyst svaka lega
svo flökkustofnar höfðu orðið að biturri, djöful-
legri martröð . Ísland hafði fengið rauða spjaldið
og allt ákveðið í Brüssel . Íslenskir sjómenn urðu
að horfa uppá djöfuls útlend ingana að veiðum á
makríl, karfa og kolmunna þó fiskurinn væri í
íslenskri lögsögu nánast öllum stundum . Og svo
var það grálúðan, rækjan og síldin sem óð inná
austfirska firði . Þeir höfðu gefið eftir 760 þúsund
ferkílómetra hafsvæði til Brüssel . Flökkustofnar
rétt skruppu út fyrir lögsöguna og þar með
hrópaði Brüssel: Evrópskur flökkustofn svo allir
eig’ann og við ráðum .
„Sjö sinnum Ísland þar sem sjóræningjar
_____________________
Úr 18 . kafla Váfugls
skáldsögu Halls Hallssonar