Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 33

Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 33
 Þjóðmál VETUR 2008 31 lega óþægilegt hve mörg þessara atriða gætu átt við okkar íslensku aðstæður nú (þ .e . í upphafi árs 2005) . Þess vegna er tímabært að huga strax að hættumerkjunum, læra að lesa þau og nýta sér einmitt það að horfur eru á áfram hald andi velgengni um sinn . Hugleiða hvernig okkar smáa hagkerfi geti náð mjúkri lendingu undir lok stórframkvæmda, í stað þess að ofrísa og missa af þeim sökum flugið einhvern tímann á næstu misserum þar á eftir . Við þurfum að líta tvö til fjögur ár fram á við . Neikvæð áhrif samdráttar erlendis frá eru nógu erfið án þess að við sé bætt innlendum sjálf skapar vítum . Enn er nægur tími til stefnu . Eru markaðsverðmæti ofmetin? – janúar 2005 Það nefnast „hlutdeildarreikningsskil“ þeg ar fyrirtæki sem eiga hluti í öðrum fyrir tækjum færa það hlutfall af hagnaði og hreinni eign dótturfélags, sem samsvarar eign ar hlutfalli þeirra, inn í reikninga móður- fél agsins . Hugsum okkur fjögur hlutafélög A, B, C og D sem tengjast þannig að þau eiga 40% hvert í öðru „í hring“, þ .e . A á í B, B á í C, C á í D og D á loks í A . Segjum að þau hafi öll sjálf hagnast um 100 m .kr . og hagn- aður þeirra er þá samanlagður augljóslega og einfaldlega 400 m .kr . Samt færa þau hvert um sig 40% af hagnaði dótturfélagsins inn í sínar bækur og gefa skýrslu um 140 m .kr . hagnað hvert eða alls 560 m .kr . Þarna mynd- ast sýndarhagnaður upp á 160 m .kr . Sagt hefur verið í kaldhæðni, að það sé einmitt til gangurinn með hlutabréfamarkaði að hafa sem flesta, á sem skemmstum tíma, að fíflum . Öllu gamni fylgir nokkur alvara . Full þörf er á að fram fari trúverðug rannsókn á þeim skekkjum sem nú eru á markaðnum af þessum sökum . Hættan á ofmati er nógu mikil samt . Líklegt er að slík sápukúluáhrif séu þegar tekin að myndast hérlendis, en ekki langt komin enn . Bankastofnanir ættu að vakta þetta því þær hafa þarna mikla hagsmuni . Útlánaaukning og staða fjölskyldunnar – janúar 2005 Ef haft er eðlilegt eiginfjárframlag (ca . 30%) í íbúðafjárfestingum, þá þola heimilin 30% verðfall án þess að skelfing grípi um sig . Ef hins vegar er lánað 90–95% eins og al gengt mun nú, þá getur síðar, þegar harðnar á dalnum, orðið „skuldadrifið verðfall“ eins og í Kreppunni miklu og það er raunar alls ekki svo ólíklegt . Í því felst að nægilega margt fólk sem sér eignastöðu sína skyndilega verða neikvæða grípur í örvæntingu til þess ráðs að selja, til að reyna að lágmarka tap sitt . Á þröngum markaði þarf ekki svo marga skelfingu lostna til að verðfall verði bæði snöggt og mikið . Ef eðlilegt eigið fé er að baki íbúðafjárfestingum gerist þetta hins vegar ekki . Þá stendur verðið fremur í stað um sinn á meðan beðið er eftir að hagkerfið taki við sér á ný . Fólk þarf á húsnæði að halda og bæði þolir þá og sættir sig við sveiflurnar . Í öllum greinum felst góð fagmennska í því að fara varlega . Góðir ökumenn, sjómenn og flugmenn fara varlega . Það ættu góðir fjár málamenn líka að gera . Það er heppilegt heim ilum, fyrirtækjum og lánveitendum að hæfilegt eigið fé sé að baki fjárfestingum . Þá þola lántakendur sveiflur í vöxtum, gengi og kaup mætti . Þá aukast líkur á skilvíslega greidd um vöxtum og afborgunum . Það er hlut verk banka að veita leiðsögn og styðja góð a fjármálamenningu . Fyrst draumur, svo martröð – janúar 2005 Nýjar afskriftarreglur í Noregi ollu því að norsku bankarnir gengu að veðum sem höfðu þá fallið mikið í verði og töpin urðu gífurleg . Eftirspurnin dróst saman og atvinnuleysi jókst . Norsku stórbankarnir stóðu loks uppi með skert eigið fé . Ríkisvaldið þurfti að koma til hjálpar með nýju hlutafé og gerði niðurfærslu á eldra hlutafé að skilyrði, og það gekk eftir . Þessi atburðarás byrjaði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.