Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 35
gegnum lífeyrissjóðina er mikil . Er þetta einn mesti styrkur hagkerfisins og greinir stöðu okkar nokkuð frá öðrum . Íslendingar eru vegna þessa að spara umfram eyðslu til lengri tíma litið og það svo verulegum fjárhæðum skiptir . En það breytir ekki því að íslenska hag kerfið er berskjaldað fyrir ytri áhrifum . Reynslan sýnir að þegar niðursveifla verður getur kaupmáttur dregist saman um 15–20% og að efnahagslægð varir oftast um 4–8 ára bil . Á slíkum tímum kæmi sér vel að eiga sterkan ríkissjóð og það getur enn orðið . Kosningar til sveitarstjórna eru á næsta ári og til Alþingis árið eftir . Reynslan sýnir að slíkir tímar eru ríkissjóði erfiðir . Áform um dýrari leiðir í opinberum framkvæmdum en nauðsyn krefur, t .d . jarðgangagerð, eru til vitnis um það . Rithvíld Viðbrögð við þessum átta greinum mínum voru nánast engin . Algleymi dansins í kringum gullkálfinn mátti ekki trufla . Ég var sagður neikvæður, svartsýnn og jafnvel úrtölumaður . Það voru etv . mistök að hætta skrifum, en ég hafði a .m .k náð að segja það sem mér bjó í brjósti og að hamra frekar á því áleit ég að mundi aðeins valda því að lesendur Mbl . yrðu þreyttir á mér . Ég tók mér því rithvíld um sinn . Í upphafi árs 2008, þegar afleiðingar hinnar alþjóðlegu lánakreppu tóku að koma í ljós, gat ég ekki lengur orða bundist . Ég hafði þá látið af störfum hjá Kreditkorti hf . Hef ég síðan skrifað allmargar greinar í Morgunblaðið . Lánakreppan kallar á nýja hagstjórn – janúar 2008 Bankastarfsemi er einkennileg atvinnu-grein . Hún er svo háð trausti, að minnstu grunsemdir geta sópað burt rekstrarárangri heils árs, rétt eins og ársuppskera fellur stundum á einni hélunótt,“ sagði L . Holland á ársfundi Englandsbanka árið 1866 . Þetta gildir enn . Margir óttast harða lendingu í sam tengdum hagkerfum heimsins . Bankar um víða veröld draga nú útlán saman svo eig- in fjárhlutfall og traust haldist . Einmitt þetta veldur vanda: Þeir ýkja hagsveiflur, ekki síður á niðurleið en uppleið . Þróun efnahagslífsins ræður áherslum í hagstjórn . Fleira skiptir þó máli en að halda verðbólgu lágri og hagvexti uppi, s .s . velferð eða farsæld . Fari svo illa að lánakreppunni fylgi djúp lægð hljóta stjórnvöld að íhuga hvort hagstjórnin hafi þjónað nógu vel . Niðurstaðan verður að svo hafi verið áður, en ekki lengur . Afskiptaleysi í hagstjórn hefur verið í tísku á Vesturlöndum, en hagsveiflur eru þó óæski legar . Þær leiða til atvinnuleysis, vannýtingar og tefja framfarir . Verðbólga dregur úr verðskyni og leiðir til sóunar . Á hinn bóginn virðast menn hafa álitið ofmat tiltölulega meinlaust, nema auðvitað þeim sem sitja uppi með eignirnar þegar verðið fellur . Hið rétta er þó að þessar sápukúlur valda miklum skaða . Hann felst í eignatilfærslum . Nú eiga þúsundir íslenskra fjölskyldna ofmetnar íbúðir og skulda meira en nokkru sinni . Sama gildir um hluta- bréfakaup . Lífeyrissjóðir almennings eiga mikið af ofmetnum hlutabréfum og bankar eru með dulinn vanda í veðlánum sínum . Víða um lönd er ástandið svipað . Félagslegar afl eiðingar þessa verða miklar og langvarandi . Sumir seinheppnir munu ekki ná að rétta úr kútnum . Aðrir munu þurfa að breyta stærstu áformum sínum . Vitað er að hjónaskilnaðir tengjast helst fjárhagserfiðleikum . Mistökin geta skipt sköpum um sjálfa hamingjuna . Á sama tíma og fjöldi vonsvikinna og eignalítilla vex sjáum við auðinn safnast á fárra hendur . Ársins 2007 verður minnst fyrir lána- kreppuna . Árið 2008 munu bónusar og kaupréttir bankastjóranna sæta gagnrýni, því í samdrætti er ekki unnt að gera sér mat úr slíku með vexti . Einu raunhæfu leiðirnar eru uppsagnir og vaxta- og verðhækkanir . Þegar öll kurl eru svo komin til grafar munum við sjá kaflaskipti í hagstjórn . Bönkum verða sniðnar þrengri almennar reglur en áður í starfsemi Þjóðmál VETUR 2006 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.