Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 37
Þjóðmál VETUR 2008 35
bréfa sinna og hugsuðu sér að selja á réttu
augnabliki . Þeir nefna sig „kjölfestufjárfesta“ .
Í skilningi hagfræðinnar eru fjárfestar
þeir einir sem leggja fé í framleiðslutæki í
atvinnulífi . Þá sem kaupa hlutabréf með gróða
til skamms tíma í huga ber hins vegar að nefna
spákaupmenn . Þeir vaka yfir skekkjum hins
ófullkomna markaðar eins og hrægammar yfir
vígvelli . Þeir gera sama gagn og njóta sama
trausts .
Efnahagslægð er að hefjast, dregið hefur úr
lánveitingum, lendingin verður líklega hörð .
Vanskil myndast, verð húsnæðis kann að falla,
ef svo fer munu útlán banka og eigið fé tapast .
Tvö til fjögur ár tekur að komast til botns
í því . Brýnt er að efla starfhæfa og ábyrga
banka, hagur þjóðar er í húfi . Það gerist ekki
ef gammarnir eru fóðraðir með góðu fé sem
kastað er á eftir slæmu . Óhjákvæmilegt kann
því að reynast að færa núverandi hlutafé banka
niður áður en almannafé er lagt fram . Vandinn
nú er hluthafa, ríkisábyrgð á bönkum er liðin
tíð .
Ósjálfbjarga bankar
– apríl 2008
Ekki er líklegt að stjórnvöld vilji vernda hluthafa banka, en á hinn bóginn þarf að
huga að hagsmunum innlánaeigenda og jafnvel
annarra sem lánað hafa þeim fé . Yfirgnæfandi
meirihluti þessara umsvifa tengist Íslandi lítið .
Þeir erlendu stórbankar sem lánuðu féð vissu
það . Einnig að ríkis ábyrgðir eru liðin tíð . Lán
þeirra leiddu til vandræða . Þeir eru ótryggðir
kröfuhafar og þurfa að bera sinn hluta
byrðanna . Engar léttar lausnir eru til . Valin
lausn á að halda þessum erlendu lánveitendum
til ábyrgðar . Maklegt er að eigendur og
stjórnendur banka glími við sjálfskaparvíti sín .
Stjórnvöld þurfa að gæta íslenskra hagsmuna
í því ferli . Hvorki má aðstoða þannig að í
því felist gjöf né hagnaður . Bankarnir eru nú
eins og hver önnur óregluheimili . Veislan er
búin . Örmagna og ráðþrota, með skottið á
milli lappanna, rétta þeir nú fram lófann .
Sjálfræðissvipting vofir yfir .
Aðgreina ber sem fyrst innlenda
bankastarfsemi frá annarri og flytja í sérstök
ný dótturfélög . Ríkissjóður láni bönkunum
fyrir hlutafjárframlagi til hinna nýju félaga,
gegn handveði í hlutabréfunum . Unnið verði
að viðskiptalegum aðskilnaði nýju bankanna
frá móðurbönkunum strax í framhaldinu, svo
skilja megi þá frá þeim án fyrirvara . Flutningur
viðskiptanna í ný félög yrði ekki riftanlegur
af því að gerningurinn yrði kröfuhöfum
móðurbankanna í hag . Ástæðan er sú að
eigið fé þeirra stæði þá eftir til stuðnings
þeim eingöngu . Að auki verður ekki séð að
mismunur sé á gæðum erlendra og innlendra
eigna . Veðtakan í hlutabréfunum yrði ekki
heldur riftanleg, af því að nýtt lán fylgdi .
Eigendur og stjórnendur viðskiptabanka og
dótturfélaga þeirra fái að þessu gerðu ráð rúm
til að vinna, ásamt lánardrottnum, að fjár-
hags legri endurskipulagningu félaganna . Þeir
þekkja eignir og skuldir bankanna best og eiga
sjálfir mikilla hagsmuna að gæta . Hér eiga við
gamlar og góðar reglur: Sjálfs er höndin hollust,
sá veit best hvar skórinn kreppir sem ber hann
á fætinum og hver er sinnar gæfu smiður .
Er frjálshyggjan að bregðast?
– apríl 2008
Við lánsfjárkreppuna hefur nú bæst olíu-kreppa á borð við þær sem við kynnt-
umst 1973 og 1980 . Kröpp efnahagslægð fer í
hönd . Ekkert er séríslenskt við okkar aðstæður .
Við höfum elt tískustrauma í hagstjórn eins og
aðrir og bætt gráu ofan á svart . 250 ára gömul
hugmynd Adams Smith um hina ósýnilegu
hönd hins frjálsa markaðar var enn á ný gerð
að þungamiðju í hagstjórn . Ófrávíkjanlegur
áskilnaður gamla mannsins um að markaðir
skuli vera í senn frjálsir og háðir góðu siðferði
var ekki virtur . Þar liggur vandinn .
Annars vegar blasir við að markaðir eru sífellt
að verða ófrjálsari . Samþjöppun, fákeppni og
markaðsráðandi staða er áberandi . Yfirvöld
samþykkja samruna með skilyrðum í stað
þess að synja . Reynslan sýnir að þrátt fyrir
tilsjón hins opinbera þróast markaðir í átt til