Þjóðmál - 01.12.2008, Side 38

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 38
36 Þjóðmál VETUR 2008 einokunar, því stjórn á verðlagi er ábatasöm . Hins vegar sjáum við að spákaupmennska hvers konar, sum siðferðilega vafasöm, vex ört, einkum fyrir milligöngu banka . Síðustu árin höfum við séð verðbólur, bæði á mörkuðum með hlutabréf og fasteignir, víða um lönd . Þær leiða til þess að tiltölulega fáir fjársterkir og í forréttindaaðstöðu ná að raka til sín óheyrilegum gróða . Fjöldinn, sem jafnan kaupir og selur of seint, tapar og situr eftir með skertan fjárhag . Fólk er féflett fyrir milligöngu bankans síns . Afleiðingin er eignatilfærsla, samþjöppun auðs og aukin misskipting . Stórir hópar eignalítilla verða til . Sagan sýnir að slíkt hefur orðið orsök félagslegs óróa, leitt til átaka og jafnvel blóðugra byltinga . Afskiptaleysi leiðir ekki sjálfkrafa til friðar og framfara . Frjálshyggjan er hugsanlega að bregðast, frjálshyggjumennirnir hafa a .m .k . ekki tryggt frelsi markaða og gott siðferði . Frjálshyggja og forréttindi – ágúst 2008 Flestir viðurkenna nú orðið að arður af vel reknum fyrirtækjum er heiðarlega fengið fé, rétt eins og vinnulaun . Þá er áskilið að samkeppni sé á grundvelli jafnræðis í starfs- skil yrðum, viðskiptasiðferði sé gott og markaðir í raun frjálsir . Ef við lítum til baka hefur eignamyndun hinna ofríku þó einkum verið af öðrum toga, þ .e . með eignatilfærslum á grundvelli forréttinda . Tiltölulega fáir, þeir sem nutu forréttinda, náðu að raka til sín óheyrilegum gróða . Fjöldinn, sem erfitt er að rekja hverjir eru, tapaði og sat eftir með skertan fjárhag . Afleiðingin er samþjöppun auðs og aukin misskipting, sem ávallt hefur leitt til félagslegrar óeirðar . Verðbólgugróði, gjafakvóti, vanhugsuð einkavæðing, verðbólur og sjálftaka ofurlauna eru helstu dæmin um eignatilfærslur . Arður af vinnu og arðbærum rekstri er haf- inn yfir gagnrýni, en eignatilfærslur þær sem að ofan greinir eru siðlausar . Það er ólíðandi að forréttindaaðstaða sé lykill að auðsöfnun . Frjálshyggjumenn hljóta að snúast gegn slíku . Þær koma óorði á þá skipan þjóðfélags sem þrátt fyrir sína galla hefur reynst hámarka lífsgæði . Skyndigróði af þessum toga eykur ójöfnuð og er í ætt við spillingu . Sá sem vinnur störf sín eða stundar rekstur af alúð kann ekki að meta slíkt . Nýlega var eignarskattur lagður af . Hann hafði þann eiginleika að ná til þeirra sem komast hjá greiðslu tekjuskatts, þar á meðal þeirra sem hagnast hafa á eignatilfærslum . Gott er að skattbyrði hefur verið lækkuð al- mennt, en á meðan umtalsverðar tilfærslur eigna verða í þágu fárra og á kostnað fjöldans er ástæða til að beita eignarskatti áfram . Afnám hans var misráðið, fremur hefði átt að hækka skattleysismörk hans verulega og lækka almennan tekjuskatt á móti . Frjálshyggjukreddur mega ekki verða til þess að við verðum afhuga alvöru einka fram- taki og markaðsbúskap, sem eiga ekkert skylt við spákaupmennsku og forrétt indi . A llir sjúkdómar hafa sín einkenni og sínar orsakir . Ef orsökin er upprætt mun sjúkleikinn hverfa . Ef aðeins einkennin eru meðhöndluð mun sjúkleikinn ágerast og jafnvel verða banvænn . Samþjöppun auðs á fáar hendur, auðokun, er aðalástæða þess efnahagshruns sem orðið er í landinu . Auðokun hefur nokkrum sinnum áður farið úr böndum í veröldinni og afleiðingin alltaf sú sama, alvarleg kreppa . Við höfum glímt við ___________________________________________ Um gjald fyrir eignarrétt

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.