Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 38

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 38
36 Þjóðmál VETUR 2008 einokunar, því stjórn á verðlagi er ábatasöm . Hins vegar sjáum við að spákaupmennska hvers konar, sum siðferðilega vafasöm, vex ört, einkum fyrir milligöngu banka . Síðustu árin höfum við séð verðbólur, bæði á mörkuðum með hlutabréf og fasteignir, víða um lönd . Þær leiða til þess að tiltölulega fáir fjársterkir og í forréttindaaðstöðu ná að raka til sín óheyrilegum gróða . Fjöldinn, sem jafnan kaupir og selur of seint, tapar og situr eftir með skertan fjárhag . Fólk er féflett fyrir milligöngu bankans síns . Afleiðingin er eignatilfærsla, samþjöppun auðs og aukin misskipting . Stórir hópar eignalítilla verða til . Sagan sýnir að slíkt hefur orðið orsök félagslegs óróa, leitt til átaka og jafnvel blóðugra byltinga . Afskiptaleysi leiðir ekki sjálfkrafa til friðar og framfara . Frjálshyggjan er hugsanlega að bregðast, frjálshyggjumennirnir hafa a .m .k . ekki tryggt frelsi markaða og gott siðferði . Frjálshyggja og forréttindi – ágúst 2008 Flestir viðurkenna nú orðið að arður af vel reknum fyrirtækjum er heiðarlega fengið fé, rétt eins og vinnulaun . Þá er áskilið að samkeppni sé á grundvelli jafnræðis í starfs- skil yrðum, viðskiptasiðferði sé gott og markaðir í raun frjálsir . Ef við lítum til baka hefur eignamyndun hinna ofríku þó einkum verið af öðrum toga, þ .e . með eignatilfærslum á grundvelli forréttinda . Tiltölulega fáir, þeir sem nutu forréttinda, náðu að raka til sín óheyrilegum gróða . Fjöldinn, sem erfitt er að rekja hverjir eru, tapaði og sat eftir með skertan fjárhag . Afleiðingin er samþjöppun auðs og aukin misskipting, sem ávallt hefur leitt til félagslegrar óeirðar . Verðbólgugróði, gjafakvóti, vanhugsuð einkavæðing, verðbólur og sjálftaka ofurlauna eru helstu dæmin um eignatilfærslur . Arður af vinnu og arðbærum rekstri er haf- inn yfir gagnrýni, en eignatilfærslur þær sem að ofan greinir eru siðlausar . Það er ólíðandi að forréttindaaðstaða sé lykill að auðsöfnun . Frjálshyggjumenn hljóta að snúast gegn slíku . Þær koma óorði á þá skipan þjóðfélags sem þrátt fyrir sína galla hefur reynst hámarka lífsgæði . Skyndigróði af þessum toga eykur ójöfnuð og er í ætt við spillingu . Sá sem vinnur störf sín eða stundar rekstur af alúð kann ekki að meta slíkt . Nýlega var eignarskattur lagður af . Hann hafði þann eiginleika að ná til þeirra sem komast hjá greiðslu tekjuskatts, þar á meðal þeirra sem hagnast hafa á eignatilfærslum . Gott er að skattbyrði hefur verið lækkuð al- mennt, en á meðan umtalsverðar tilfærslur eigna verða í þágu fárra og á kostnað fjöldans er ástæða til að beita eignarskatti áfram . Afnám hans var misráðið, fremur hefði átt að hækka skattleysismörk hans verulega og lækka almennan tekjuskatt á móti . Frjálshyggjukreddur mega ekki verða til þess að við verðum afhuga alvöru einka fram- taki og markaðsbúskap, sem eiga ekkert skylt við spákaupmennsku og forrétt indi . A llir sjúkdómar hafa sín einkenni og sínar orsakir . Ef orsökin er upprætt mun sjúkleikinn hverfa . Ef aðeins einkennin eru meðhöndluð mun sjúkleikinn ágerast og jafnvel verða banvænn . Samþjöppun auðs á fáar hendur, auðokun, er aðalástæða þess efnahagshruns sem orðið er í landinu . Auðokun hefur nokkrum sinnum áður farið úr böndum í veröldinni og afleiðingin alltaf sú sama, alvarleg kreppa . Við höfum glímt við ___________________________________________ Um gjald fyrir eignarrétt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.