Þjóðmál - 01.12.2008, Page 39
Þjóðmál VETUR 2008 37
Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda . Við erum meðal þeirra þjóða sem hæstar
tekjur hafa á mann . Skortur veldur eftirspurn
eftir íslenskri orku og eru horfur á að svo verði
áfram . Í því felast tækifæri sem við hljótum að
nýta . Verðmæti sjávarafla er með mesta móti .
Ekki er því við ytri öfl að sakast . Stjórnvöld hafa
hins vegar gert mistök sem munu færa okkur
neðar á lista velmegandi þjóða . Tískubundin
oftrú stjórnvalda á afskiptaleysi í hagstjórn olli
því . Mistökin voru að láta lánaþenslu áranna
2004–2007 afskiptalausa .
Adam Smith er nefndur faðir hagfræðinnar .
Hann ritaði um hina ósýnilegu hönd, sem hjálp-
arlaust átti að tryggja jafnvægi frjálsra markaða .
Ég settist í Viðskiptadeild H .Í . 1972 . Dr . Gylfi
Þ . Gíslason kom þá aftur til starfa sem prófessor
eftir löng afskipti af stjórnmálum . Rekstrarhag-
fræði var hans grein . Hann kenndi að allur
hagnaður ætti upptök í ófullkomleika markaða
og að ekkert væri til sem kalla mætti fullkominn
markað . En ef hann væri til mundi það leiða til
þess að hagnaður hyrfi í samkeppninni . Tilvist
hagnaðar sýndi að markaðir væru varla frjálsir
eins og Adam Smith áskildi .
Annar minnisstæður heiðursmaður er Ólafur
Björnsson prófessor og áður þingmaður . Ólafur
kenndi þjóðhagfræði . Hann fjallaði um árin frá
1900–1930 og „1aissez-faire“-stefnuna sem þá
var í tísku, sem hann taldi hafa valdið mestu
um kreppuna miklu . Sú stefna fól í sér tröllatrú
á afskiptaleysi og hina ósýnilegu hönd . Ólafur
gerði grín að þeirri oftrú, hló sínum smitandi
hlátri að vitleysunni og stúdentarnir með . Hann
taldi afskiptaleysi í hagstjórn fullreynt .
Hannes H . Gissurarson kom síðar sprenglærð-
ur frá Oxford með gamlar hugmyndir í nýjum
búningi, vígfimur og krafðist umræðu . Á þessum
tíma voru stjórnmálin leiðinleg og snerust um
„moðið á miðjunni“ . Hannesi er það einkum
að þakka að þetta breyttist . Andstæðingar
hans leystust úr álögum . Umræða varð mikil
og ritstjórar dagblaða fengu nýja hleðslu á sín
batterí . Hannes tók ástfóstri við hina ósýnilegu
hönd .
Hugmyndir eru til umræðu, en stjórnvöld
verða að staðfæra, því breytingar þurfa að taka
tillit til raunveruleikans . Sköpuð voru almenn
vaxtarskilyrði . Í hönd fór lengsta góðæri í
sögu þjóðarinnar 1994–2007, með mjúkri
millilendingu 2001–2002 . Á slíkum tímum
reynir lítt á hagstjórn, en þó ber að vakta að
hagstærðir fari ekki úr böndum . Ástæðan er sú
að þá hætta stýrivextir að virka, þeir eru aðeins
til fínstillingar á hagkerfinu .
Þegar bankarnir voru einkavæddir varð það
slys að innlánsstofnanir komust í hendur spá-
kaupmanna, sem réðu stjórnendur úr fjárfest-
ingar bönkum . Gamla Kaupþing var fjárfest-
ingarbanki og FBA var það líka . Þetta er innsti
kjarni óhappsins: Þeir komust yfir innlán til að
nota í fjárfestingum sínum . Stjórnvöldum yfirsást
að ekki má reka innlánsstofnanir eins og spilavíti .
Stærð bankanna varð tólfföld þjóðarfram leiðsl-
an . Sú spilaborg, að mestu erlendis, stóð á veik-
um grunni . Vissu þeir sem lánuðu bönkunum
þetta fé ekki að ríkisábyrgðir eru liðin tíð? Á
íslensk þjóð nú að taka lán vegna umsvifa sem
ekki voru í hennar þágu?
Forystumenn þjóðarinnar þurfa að staðfæra
hugmyndir . Stundum verða menn því að leggja
sín pólitísku prinsipp til hliðar og gera það sem
er skynsamlegt . Sú staðreynd blasir við að fæstir
markaðir á Íslandi eru frjálsir eins og Adam
Smith áskildi . Allt frá árinu 1993, þegar sérstök
samkeppnislög tóku fyrst gildi hér á landi hefur
orðið mikil samþjöppun í átt til fákeppni . Æ
ofan í æ hafa orðið sameiningar sem yfirvöld hafa
samþykkt með skilyrðum, í stað þess að synja .
Leggjum því hugmyndina um „laissez-faire“ og
hina ósýnilegu hönd til hliðar, hún á ekki við
hér á landi . Stjórnvöld, sem hafa verið bláeyg og
sofið á verðinum, þurfa nú að vakna upp, þó við
vondan draum sé .
Með ósýnilega hönd og blá augu