Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 39

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 39
 Þjóðmál VETUR 2008 37 Við stöndum nú frammi fyrir miklum vanda . Við erum meðal þeirra þjóða sem hæstar tekjur hafa á mann . Skortur veldur eftirspurn eftir íslenskri orku og eru horfur á að svo verði áfram . Í því felast tækifæri sem við hljótum að nýta . Verðmæti sjávarafla er með mesta móti . Ekki er því við ytri öfl að sakast . Stjórnvöld hafa hins vegar gert mistök sem munu færa okkur neðar á lista velmegandi þjóða . Tískubundin oftrú stjórnvalda á afskiptaleysi í hagstjórn olli því . Mistökin voru að láta lánaþenslu áranna 2004–2007 afskiptalausa . Adam Smith er nefndur faðir hagfræðinnar . Hann ritaði um hina ósýnilegu hönd, sem hjálp- arlaust átti að tryggja jafnvægi frjálsra markaða . Ég settist í Viðskiptadeild H .Í . 1972 . Dr . Gylfi Þ . Gíslason kom þá aftur til starfa sem prófessor eftir löng afskipti af stjórnmálum . Rekstrarhag- fræði var hans grein . Hann kenndi að allur hagnaður ætti upptök í ófullkomleika markaða og að ekkert væri til sem kalla mætti fullkominn markað . En ef hann væri til mundi það leiða til þess að hagnaður hyrfi í samkeppninni . Tilvist hagnaðar sýndi að markaðir væru varla frjálsir eins og Adam Smith áskildi . Annar minnisstæður heiðursmaður er Ólafur Björnsson prófessor og áður þingmaður . Ólafur kenndi þjóðhagfræði . Hann fjallaði um árin frá 1900–1930 og „1aissez-faire“-stefnuna sem þá var í tísku, sem hann taldi hafa valdið mestu um kreppuna miklu . Sú stefna fól í sér tröllatrú á afskiptaleysi og hina ósýnilegu hönd . Ólafur gerði grín að þeirri oftrú, hló sínum smitandi hlátri að vitleysunni og stúdentarnir með . Hann taldi afskiptaleysi í hagstjórn fullreynt . Hannes H . Gissurarson kom síðar sprenglærð- ur frá Oxford með gamlar hugmyndir í nýjum búningi, vígfimur og krafðist umræðu . Á þessum tíma voru stjórnmálin leiðinleg og snerust um „moðið á miðjunni“ . Hannesi er það einkum að þakka að þetta breyttist . Andstæðingar hans leystust úr álögum . Umræða varð mikil og ritstjórar dagblaða fengu nýja hleðslu á sín batterí . Hannes tók ástfóstri við hina ósýnilegu hönd . Hugmyndir eru til umræðu, en stjórnvöld verða að staðfæra, því breytingar þurfa að taka tillit til raunveruleikans . Sköpuð voru almenn vaxtarskilyrði . Í hönd fór lengsta góðæri í sögu þjóðarinnar 1994–2007, með mjúkri millilendingu 2001–2002 . Á slíkum tímum reynir lítt á hagstjórn, en þó ber að vakta að hagstærðir fari ekki úr böndum . Ástæðan er sú að þá hætta stýrivextir að virka, þeir eru aðeins til fínstillingar á hagkerfinu . Þegar bankarnir voru einkavæddir varð það slys að innlánsstofnanir komust í hendur spá- kaupmanna, sem réðu stjórnendur úr fjárfest- ingar bönkum . Gamla Kaupþing var fjárfest- ingarbanki og FBA var það líka . Þetta er innsti kjarni óhappsins: Þeir komust yfir innlán til að nota í fjárfestingum sínum . Stjórnvöldum yfirsást að ekki má reka innlánsstofnanir eins og spilavíti . Stærð bankanna varð tólfföld þjóðarfram leiðsl- an . Sú spilaborg, að mestu erlendis, stóð á veik- um grunni . Vissu þeir sem lánuðu bönkunum þetta fé ekki að ríkisábyrgðir eru liðin tíð? Á íslensk þjóð nú að taka lán vegna umsvifa sem ekki voru í hennar þágu? Forystumenn þjóðarinnar þurfa að staðfæra hugmyndir . Stundum verða menn því að leggja sín pólitísku prinsipp til hliðar og gera það sem er skynsamlegt . Sú staðreynd blasir við að fæstir markaðir á Íslandi eru frjálsir eins og Adam Smith áskildi . Allt frá árinu 1993, þegar sérstök samkeppnislög tóku fyrst gildi hér á landi hefur orðið mikil samþjöppun í átt til fákeppni . Æ ofan í æ hafa orðið sameiningar sem yfirvöld hafa samþykkt með skilyrðum, í stað þess að synja . Leggjum því hugmyndina um „laissez-faire“ og hina ósýnilegu hönd til hliðar, hún á ekki við hér á landi . Stjórnvöld, sem hafa verið bláeyg og sofið á verðinum, þurfa nú að vakna upp, þó við vondan draum sé . Með ósýnilega hönd og blá augu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.