Þjóðmál - 01.12.2008, Side 41

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 41
 Þjóðmál VETUR 2008 39 Antonin Scalia, dómari við Hæstarétt Banda ríkjanna flutti þann 18 . október 2008 fyrirlestur í Háskóla Íslands í boði laga deildar skólans og Hæstaréttar Íslands . Til efnið var aldarafmæli lagakennslu á Íslandi . Fyrir lesturinn kall aði hann „Mullahs of the West: Judges as Moral Arbiters of the World .“ Hátíðarsal ur HÍ var troðfullur og gerðu áheyr endur góðan róm að bráð skemmtilegum fyrir lestr- inum . Í honum gagn rýndi ræðumaður hvasst tilhneigingu dóm stóla á Vesturlöndum til að taka sér vald, sem þeim hefði aldrei verið fengið, til að setja nýjar reglur undir því yfir- skini að verið væri að vernda mannréttindi . En hver er hann þessi beinskeytti og skemmtilegi ræðumaður? I Antonin Scalia er fæddur 1936 og var skip aður dómari við Hæstarétt Banda- ríkjanna af Ronald Reagan á árinu 1986 . Hann er þekktur fyrir að skrifa beittan texta og á auðvelt með að tjá lögfræðilega hugsun sína á einfaldan og eftirminnilegan hátt . Meginviðhorfi hans í lögskýringum má lýsa með þeim orðum að hann telji lögin, og þá sérstaklega þau lög sem talin eru öðrum helgari, stjórnarskrána, segja það sem þau þýða og þýða það sem þau segja . Hvorki meira né minna . Sjálfur lýsir Scalia grunn- viðhorfi sínu til að ferðafræði við lögskýringar með því að segjast vera það sem ensku mælandi menn kalla „textualist“ . Á íslensku gæti þetta þýtt að hann sé maður textans eða orðskýr ing- anna . Þannig leggur hann áherslu á að við lögskýringar, sérstaklega á ákvæðum stjórnar- skrár Bandaríkjanna, eigi menn að einbeita sér að textanum . Haldi menn því fram að brotin séu á þeim mannréttindi verði þeir að finna beina stoð fyrir því í texta réttindakafla stjórnarskrárinnar (Bill of Rights) að um sé að ræða réttindi sem njóti verndar . Í því sambandi telur hann að leita eigi að upprunalegri merk- ingu textans, það er að segja þeirri merk ingu sem hann hafði, þegar viðkomandi stjórn- arskrárákvæði öðlaðist gildi . Þegar leysa þarf úr álita málum um merk- ingu texta stjórnarskrár telur hann skipta máli að athuga laga legar og félagslegar hefðir í Bandaríkjunum . Hafi til dæmis handhafi opinbers valds farið með tiltekna valdheimild Jón Steinar Gunnlaugsson Antonin Scalia Dómari við Hæstarétt Bandaríkjanna

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.