Þjóðmál - 01.12.2008, Side 44

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 44
42 Þjóðmál VETUR 2008 við réttindaskrá stjórnarskrárinnar (Bill of Rights), þar sem kveðið er svo á að ekkert ríkjanna megi svipta menn lífi, frelsi eða eignum, án málsmeðferðar lögum samkvæmt . („nor shall any State deprive any person of life, liberty or property, without due process of law“) . Eftir því sem best verður séð byggist þessi hugmynd á því að til „frelsis“ heyri réttur til fóstureyðinga og er þá talið að slíkur réttur sé að efni til varinn af ákvæðinu . Eftir að Scalia varð dómari hefur nokkrum sinnum verið fjallað fyrir réttinum um ætlaðan rétt kvenna til fóstureyðinga . Hann hefur hafnað því að slíkur réttur sé verndaður af nefndu ákvæði . Í texta ákvæðisins sé veitt vernd fyrir málsmeðferð lögum samkvæmt í þeim tilvikum sem nefnd séu en ekki sé þar kveðið á um efnislega vernd fyrir tiltekin réttindi . Þessi ætlaði réttur styðjist heldur ekki við lagahefðir í Bandaríkjunum enda hafi ýmis ríki þar lagt hömlur við fóstureyðingum gegnum tíðina og lagt refsingar við brotum . Hann telur þetta vera gott dæmi um tilvik þar sem það sé að auki óframkvæmanlegt fyrir dómstóla að taka sér svona vald, því að um leið og menn setji reglur sem verndi rétt kvenna til fóstureyðinga verði að setja þeim rétti efnislegar takmarkanir, svo sem um aðferðir við fóstureyðingar, tímalengd meðgöngu og fleira . Það geti aldrei heyrt undir dómstóla að setja reglur um slíka hluti . Raunar reki hvað sig á annars horn í þessum efnum ef athugaðir séu dómar sem upp hafi verið kveðnir af Hæstarétti Bandaríkjanna á þessu sviði undanfarna áratugi . Sýni þetta vel að lagasetning á sviði fóstureyðinga verði að vera á verksviði handhafa löggjafarvaldsins, þar sem unnt sé að taka ákvarðanir um þau álitaefni sem leysa verði úr þegar kveðið sé á um réttinn . Við ofangreinda samantekt er einkum stuðst við lýsingu á lífsspeki Scalia í 1 . kafla ritsins „Scalia dissents“ eftir Kevin A . Ring, útg . 2004 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.