Þjóðmál - 01.12.2008, Blaðsíða 45
Þjóðmál VETUR 2008 43
Gunnar Rögnvaldsson
Seðlabankinn og
þjóðfélagið
Hugleiðingar í tilefni af linnulausum árásum
á Seðlabanka Íslands og íslensku krónuna
Þokan í Frankfurt er mér minnisstæð því þar fór grátt í grátt svo oft saman og hljóp
síðan yfir í blýgrátt við enda dagsins . Ég er að
tala um gráu þokuna og gráu steinsteypuna
við innkeyrsluna í þýska seðlabankann,
Deutsche Bundesbank . Gráar Mercedes Benz
bifreiðar komu brunandi upp að varðskýlinu
sem ennþá er þarna fyrir framan þennan gráa
seðlabanka Þýskalands . Enginn vissi hvort
nokkur væri inni í þessum gráu bifreiðum því
rúðurnar voru svo dökkar . En stuttu seinna
komu nokkrir gráir menn í gráum jakkafötum
fram í sjónvarpinu og sögðu aftur nei . Þetta
endurtók sig mörgum sinnum í nokkur
ár . Nei, nei, engin stýrivaxtalækkun núna .
Þetta var bank inn sem gárungarnir kölluðu
Bunkers-bankann, með tilvísun í sprengjuheld
þýsk stein steypubyrgi úr fyrri styrjöldum sem
hafa verið ekki svo fátíðar á þessum slóðum
hin síðustu hundrað ár . Nei og aftur nei . Allir
biðu í eftirvæntingu, en enginn vissi neitt eða
gat gert neitt . Hvað munu þessir gráu menn í
þýska seðlabankanum gera núna? Munu þeir
lækka vextina?
Núna eru engar fréttamyndavélar sem taka
mynd af einu né neinu við þennan seðlabanka
Þýskalands . Það er vegna þess að hann er búinn
að missa það sem honum var svo kært og sem
hann varðveitti ef til vill betur en nokkur annar
seðlabanki hefur gert, og oft undir erfiðum
aðstæðum . Hann missti myntina sína .
Elsti starfandi seðlabanki heimsins er sænski
seðlabankinn, Sveriges Riksbank, sem tók
til starfa árið 1668 . Völd og áhrifamáttur
seðlabanka heimsins eru oft stórlega ofmetin .
Þá er ekki hægt að segja með vissu að árangur í
baráttunni gegn verðbólgu sé meiri eftir að það
komst í tísku að seðlabankar yrðu sjálfstæðar
og óháðar stofnanir . En þegar illa tekst til við
stjórn efnahagsmála er það yfirleitt lenska alls
staðar að kenna seðlabönkunum um ófarirnar .
Þegar vel tekst til eru það hins vegar ríkisstjórn,
atvinnulífið og fyrirtækin sem fá þakkirnar .
Seðlabankar gegna mjög mikilvægu hlut-
verki . Tilvist þeirra er jafnan til vitnis um að við-
komandi ríki sé með sjálfstæða mynt í notkun .
Hlutverk seðlabankans er að gæta mynt ar innar .
Þess vegna þarf að hlúa vel að seðla bank anum