Þjóðmál - 01.12.2008, Page 47
Þjóðmál VETUR 2008 45
Svona fæddust spekúlasjónirnar í huga
Andrés Kostolanys . Mikilvægustu verk færi
hans voru heilinn og reynslan . André hafði
ekki mikið álit á gulldrengjum hlutabréfa-
mark að ar ins . Þeir eru spilafíklar, sagði hann .
Árangur þeirra er enginn til lengri tíma litið .
Seðlabankinn og gjaldþrot ríkja
Þegar André Kostolany vann sem verðbréfasali hjá þekktu bandarísku
fjármálafyrirtæki í París sinnti hann mörgum
frægum og sérvitrum viðskiptavinum . Einn
þessara erfiðu viðskiptavina keypti oft frönsk
ríkisskuldabréf . Hann krafðist þess alltaf að
André sæi um þau kaup . Hvers vegna? Jú,
vegna þess að hann treysti ekki franska ríkinu .
Hann vildi að André skrifaði undir sem
ábyrgðarmaður ef svo færi að franska ríkið yrði
gjaldþrota og ófært um að greiða skuldabréfin .
Þetta gerði André Kostolany með glöðu geði .
Af hverju gerði hann það? Jú, sagði André, ríki
fara ekki á hausinn, þau fella bara gengið!
André Kostolany var viss í sinni sök . Engin
ríki munu gera sig gjaldþrota . Þau munu fella
gengið, sama hvað hver segir . Fella gengið
og þannig vinna sig út úr vandræðum . En
hvað skyldi André Kostolany hafa gert í dag?
Hefði hann þorað að skrifa uppá fyrir franska
ríkið? Núna getur franska ríkið nefnilega
ekki fellt gengið . Það er horfið . Það fór með
seðlabankanum . Seðlabanki Frakklands er
ekki lengur við lýði . Hann er farinn úr landi –
og þar með erum við komin að kjarna þessarar
greinar . Hvað gerist þegar virkur seðlabanki
þjóðfélagsins deyr?
Þegar seðlabankinn í Danmörku
fór til Þýskalands
Hvernig þætti þér lesandi góður að búa við vaxtastig og lánskjör sem eru ekki í neinu
samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika
í því þjóðfélagi sem þú býrð í, starfar eða rekur
fyrirtæki? Hvorki í samhengi við verðbólgustig,
atvinnustig, eftirspurn, framboð né gengi
gjaldmiðils þíns? Eina samhengið sem þú
gætir fundið við raunveruleikann væri eitt orð
á blaði – „fastgengi“ . Þetta gerðist í Dan mörku
árið 1982 . Þá var ákveðið með einu pennastriki
að afnema hinn efnahagslega raunveruleika,
ef svo má segja, og taka upp efnahagsstjórn
sem mætti líkja við það að aka bifreið án
útsýnisglugga . Þeir gangandi vegfarendur sem
yrðu á vegi manns yrðu keyrðir miskunar laust
niður . Öðru hverju myndi maður stoppa til
að athuga hvort maður væri á réttri leið sam-
kvæmt stöðu á staðsetningartæki í bifreiðinni .
Það var svona sem hagstjórnin var í Dan-
mörku á upphafsárum hinnar svoköll uðu fast-
gengisstefnu og á þeim næstu 15 árum sem
fylgdu . Með einni pólitískri ákvörðun var
mælt svo fyrir, að gengi dönsku krónunnar
ætti að fylgja gengi þýska marksins . Til þess
að svo gæti orðið þurftu stýrivextir að vera
svo miklu hærri en þeir annars hefðu þurft
að vera, því það var hátt stýrivaxtastig sem
átti að verja þessa einhliða bindingu við
gjaldmiðilinn í Þýskalandi og átti að sjá til þess
að það kæmi sem mestur erlendur gjaldeyrir
í gjaldeyrisforðann í Danmörku, sem svo var
notaður til þess að kaupa og selja krónur og
erlendan gjaldeyri til varnar „föstu gengi“ við
Þýskaland . Seinna meir varð þessi binding
gagnkvæm .
Fyrstu 7 árin, frá október 1983 fram til
mars 1990, voru stýrivextir fastir 7,5% . Það
var sem sagt engin stýrivaxtabreyting í heil 7
ár . Afleiðingarnar voru hörmulegar . Árið 1982
var ekki gott efnahagsástand í Danmörku .
Olíukreppa hafði leitt til verðbólgu og
stöðnunar og mikils halla á greiðslujöfnuði .
Gegndarlaus skuldasöfnun og eyðslusemi
ríkisstjórnar Ankers Jørgensens gerði illt verra .
Við upphaf fastgengisstefnunnar voru um
250 .000 Danir atvinnulausir . En 12 árum
seinna voru þeir orðnir 350 .000 talsins . Þær
skatttekjur sem hefðu getað komið frá þessum
250–350 þúsund einstaklingum hefðu nægt til
þess að greiða vexti af öllum erlendum skuld-
um danska ríkisins . Mest varð atvinnuleysið
árið 1994 þegar 12% vinnufærra manna þáðu