Þjóðmál - 01.12.2008, Side 48

Þjóðmál - 01.12.2008, Side 48
46 Þjóðmál VETUR 2008 at vinnu leysisbætur frá ríkinu . Verðbólgan á þessum tíma var aðeins um 1,5% . Enginn hafði efni á því að kaupa vörur og þjónustu og fyrirtæki í þeim geira lögðu unnvörpum upp laupana . Samkeppnin varð svo hörð að eftir stóðu aðeins tvær keðjur í matvöruverslun . Síðan hefur fákeppni verið ríkjandi á flestum sviðum verslunar og þjónustu . Þótt verðbólga væri aðeins 1,5% voru stýrivextir árum saman á bilinu 9–11% . Allt tímabilið 1982– 1996 voru stýrivextir í Danmörku nánast í engu samræmi við verðbólgu í landinu . Engu var hægt að stýra nema með aðgerðum í ríkisfjármálum og höftum frá yfirvöldum . Lánafyrirgreiðsla var mjög erfið því vextir voru svo háir að arðsemi fjárfestinga gat ekki borið þessa vaxtabyrði . Fjárfestingar drógust saman og neysla minnkaði, því laun voru frosin föst vegna offramboðs á vinnuafli . Öllu var stýrt með álögum, refsingum og afskiptasemi ríksins sem þandist út eins og stór blaðra . Í þessu ferli urðu til svo mörg „léleg“ störf og „léleg“ afleidd störf að það hefur heft stórkostlega allan hagvöxt allar götur síðan . Það er mín skoðun og persónuleg reynsla sem atvinnurekandi í Danmörku að á þessum árum hafi danskt þjóðfélag verið stórskaðað til langframa . Enda hefur Danmörk hrapað neðar og neðar á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heims . Hagvöxtur Danmerkur síðustu 14 árin er sá sjötti lélegasti í OECD . Eyðileggingin er núna komin vel í ljós, var- an leg framfærslubyrði hins opinbera er mörg- um sinnum þyngri en ella hefði verið, því at- vinnuleysið hafði þau áhrif að ýta þurfti mikl- um fjölda fólks út af vinnumarkaðnum og yfi r í allskonar kassageymslur hins opinbera . Fólki var „kennt“ að vera atvinnulaust og það var farið að líta á atvinnuleysi nánast eins og nýjan lífsstíl . Fyrir vikið hefur vinnuafl Dan merk ur minnkað varanlega . Það lítur að sjálfsögðu vel út á pappírnum, því opinbert atvinnuleysi er minna í prósentum . En afleiðingin er sú að þjóðarframleiðslan getur varla aukist þegar atvinnuástand batnar og eftirspurn eykst eftir þeim vörum og þjónustu sem þjóðfélagið framleiðir . Jafnframt er erfitt um vik að lækka tekjuskatt á einstaklinga sem er ennþá sá hæsti í heimi . Vélin í samfélaginu var minnkuð, Ver bólga / St rivextir / Atvinnuleysi í Danmörku 1976-2007 Fastgengi hefst 1982. St rivextir óbreyttir næstu 7 ár 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 19 76 19 77 19 78 19 79 19 80 19 81 19 82 19 83 19 84 19 85 19 86 19 87 19 88 19 89 19 90 19 91 19 92 19 93 19 94 19 95 19 96 19 97 19 98 19 99 20 00 20 01 20 02 20 03 20 04 20 05 20 06 20 07 Ár P ró se n t Ver bólga St rivextir Atvinnuleysi

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.