Þjóðmál - 01.12.2008, Page 49
Þjóðmál VETUR 2008 47
þ .e .a .s . vöðvaafl samfélagsins var minnkað var-
anlega með fastgengisstefnunni . Visnari sam-
félagsvöðvar þurfa að draga stærra hlass sem er
hinn stóri opinberi geiri og risaútgjöld hans .
Fyrir vikið getur þjóðfélagsvélin heldur ekki
nýtt sér uppsveiflur eins og kostur er því þá
ofhitna þessir visnu vöðvar of mikið og skapa
meiri verðbólgu og nýtt launaskrið . Það sitja
núna of margir í aflvana rútunni . Vélin hikstar
og ofhitnar of fljótt þegar gefið er í meðan það
ríkir meðbyr . Þetta er ekki ósvipað því að sitja
í skipi á strandstað og ætla að koma sér á flot
með því að henda vélinni fyrir borð .
. . . og Færeyjar einnig
– nálægðin við samfélagið
Svo sannarlega eru seðlabankar mikilvægir . En þeir eru það þó einungis ef þeir hafa
eigin mynt til að drottna yfir . Án eigin
myntar og án eigin stýrivaxta eru seðlabankar
ekki mikils virði . Þetta kom glöggt
fram í frásögn færeyska hagstofustjórans
Hermanns Oskarssonar, en fyrir stuttu
hélt Hermann fyrirlestur á Íslandi um
kreppuna í Færeyjum sem hófst í byrjun tíunda
áratugarins og lauk ekki fyrr en tuttugu árum
síðar . Eitt aðalvandamál Færeyinga í þessari
kreppu var að ekkert höfðu þeir gengið,
ekkert var stýrivaxtavopnið og ekkert var
hægt að gera annað en að borga reikninginn
við búðarkassa númer eitt . Færeyingar voru
ofurseldir dyntum danska seðlabankans
sem einnig átti í stórkostlegum vandræðum
með danskan efnahag á þessum árum . Fyrir
Færeyinga voru stýrivextir og gengi úr sam-
bandi við efnahagslegan veruleika og þarfir
þeirra næstu sjö árin . Seðlabanki Færeyja
gat ekkert aðhafst . Þess vegna varð kreppan
Færeyingum svo langvinn sem raun bar vitni
og dýrkeypt reynsla . Hermann Oskarsson
segir að staða Íslands sé mun betri en Færeyja
því styrkur Íslands felst í því að hafa eigin
gjaldmiðil, eigin stýrivexti og gengi eigin
gjaldmiðils . Krónan er ykkar styrkur, segir
hann .
Til varnar stefnu seðlabanka
á opinberum vettvangi
Það er hlutverk flestra seðlabanka að verjapeningastefnu bankans með kjafti og
klóm, þ .e . í orði og með þeim verkfærum
sem eru í verkfærakassa bankns og sem rúm-
ast innan peningastefn unn ar . Þessi vörn
felst ekki einungis í því að sitja inni á skrif-
stofu bankans á fund um með hagfræðing-
um hans og á fundum í stjórn og ráðum
bankans . Nei, sterk vörn peningastefnunn-
ar krefst þess að seðlabanka stjóri tali til stjórn-
málamanna og til samfél agsins og fjölmiðla
þess . Hann á að tala skýrt og ákveðið sé tilefni
til þess og til allra þeirra sem eru að reyna að
grafa undan stefnu seðlabankans, sér með vit-
andi eða ómeðvitandi . Þetta þýðir óhjá kvæmi-
lega að oft stendur styrr um seðlabanka og
stefnu þeirra . Oftar en ekki vekja ummæli
seðlabankastjóra mikla athygli og gagnrýni .
Stundum kemur til harðra átaka milli
seðlabankastjóra og ráðandi afla í stjórn-
málum og atvinnulífi . Hér á eftir verða rakin
nokkur dæmi um það .
*
Einar frægustu skylmingar seðlabanka við stjórnmálamenn í seinni tíð eru
slags mál þýska seðlabankans við ríkisstjórn
Þýska lands . Þessi slagsmál áttu sér stað þegar
efna hagur Austur- og Vestur Þýskalands var
sameinaður . Þá kom upp mikill ágrein ingur
milli þýska kanslarans og stjórnar seðla bank-
ans . Hinn 30 . mars 1990 mælti seðlabanki
Þýskalands með því að gengi austur-þýska
marksins (GDR-mark) yrði metið þannig að
það fengist eitt D-mark fyrir hver tvö GDR-
mörk . Þessu var hafnað 1 . apríl og hinn 2 .
maí var gengið sett fast á 1:1 fyrir fjármuni
allt að 6 .000 GDR-mark og 1:2 fyrir hærri
upphæðir . Seðlankinn beið lægri hlut . Þýski
seðlabankinn hafði lagt mikla áherslu á að
það yrði að auka samkeppnishæfni Austur-
Þýskalands og hindra verðbólgu . Með því að