Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 49

Þjóðmál - 01.12.2008, Qupperneq 49
 Þjóðmál VETUR 2008 47 þ .e .a .s . vöðvaafl samfélagsins var minnkað var- anlega með fastgengisstefnunni . Visnari sam- félagsvöðvar þurfa að draga stærra hlass sem er hinn stóri opinberi geiri og risaútgjöld hans . Fyrir vikið getur þjóðfélagsvélin heldur ekki nýtt sér uppsveiflur eins og kostur er því þá ofhitna þessir visnu vöðvar of mikið og skapa meiri verðbólgu og nýtt launaskrið . Það sitja núna of margir í aflvana rútunni . Vélin hikstar og ofhitnar of fljótt þegar gefið er í meðan það ríkir meðbyr . Þetta er ekki ósvipað því að sitja í skipi á strandstað og ætla að koma sér á flot með því að henda vélinni fyrir borð . . . . og Færeyjar einnig – nálægðin við samfélagið Svo sannarlega eru seðlabankar mikilvægir . En þeir eru það þó einungis ef þeir hafa eigin mynt til að drottna yfir . Án eigin myntar og án eigin stýrivaxta eru seðlabankar ekki mikils virði . Þetta kom glöggt fram í frásögn færeyska hagstofustjórans Hermanns Oskarssonar, en fyrir stuttu hélt Hermann fyrirlestur á Íslandi um kreppuna í Færeyjum sem hófst í byrjun tíunda áratugarins og lauk ekki fyrr en tuttugu árum síðar . Eitt aðalvandamál Færeyinga í þessari kreppu var að ekkert höfðu þeir gengið, ekkert var stýrivaxtavopnið og ekkert var hægt að gera annað en að borga reikninginn við búðarkassa númer eitt . Færeyingar voru ofurseldir dyntum danska seðlabankans sem einnig átti í stórkostlegum vandræðum með danskan efnahag á þessum árum . Fyrir Færeyinga voru stýrivextir og gengi úr sam- bandi við efnahagslegan veruleika og þarfir þeirra næstu sjö árin . Seðlabanki Færeyja gat ekkert aðhafst . Þess vegna varð kreppan Færeyingum svo langvinn sem raun bar vitni og dýrkeypt reynsla . Hermann Oskarsson segir að staða Íslands sé mun betri en Færeyja því styrkur Íslands felst í því að hafa eigin gjaldmiðil, eigin stýrivexti og gengi eigin gjaldmiðils . Krónan er ykkar styrkur, segir hann . Til varnar stefnu seðlabanka á opinberum vettvangi Það er hlutverk flestra seðlabanka að verjapeningastefnu bankans með kjafti og klóm, þ .e . í orði og með þeim verkfærum sem eru í verkfærakassa bankns og sem rúm- ast innan peningastefn unn ar . Þessi vörn felst ekki einungis í því að sitja inni á skrif- stofu bankans á fund um með hagfræðing- um hans og á fundum í stjórn og ráðum bankans . Nei, sterk vörn peningastefnunn- ar krefst þess að seðlabanka stjóri tali til stjórn- málamanna og til samfél agsins og fjölmiðla þess . Hann á að tala skýrt og ákveðið sé tilefni til þess og til allra þeirra sem eru að reyna að grafa undan stefnu seðlabankans, sér með vit- andi eða ómeðvitandi . Þetta þýðir óhjá kvæmi- lega að oft stendur styrr um seðlabanka og stefnu þeirra . Oftar en ekki vekja ummæli seðlabankastjóra mikla athygli og gagnrýni . Stundum kemur til harðra átaka milli seðlabankastjóra og ráðandi afla í stjórn- málum og atvinnulífi . Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um það . * Einar frægustu skylmingar seðlabanka við stjórnmálamenn í seinni tíð eru slags mál þýska seðlabankans við ríkisstjórn Þýska lands . Þessi slagsmál áttu sér stað þegar efna hagur Austur- og Vestur Þýskalands var sameinaður . Þá kom upp mikill ágrein ingur milli þýska kanslarans og stjórnar seðla bank- ans . Hinn 30 . mars 1990 mælti seðlabanki Þýskalands með því að gengi austur-þýska marksins (GDR-mark) yrði metið þannig að það fengist eitt D-mark fyrir hver tvö GDR- mörk . Þessu var hafnað 1 . apríl og hinn 2 . maí var gengið sett fast á 1:1 fyrir fjármuni allt að 6 .000 GDR-mark og 1:2 fyrir hærri upphæðir . Seðlankinn beið lægri hlut . Þýski seðlabankinn hafði lagt mikla áherslu á að það yrði að auka samkeppnishæfni Austur- Þýskalands og hindra verðbólgu . Með því að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.